Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 19
Fréttir Norræn námstefna um tölvunotkun í tungu- málakennslu á framhaldsskólastigi Dagana 3.-5. nóvember 1986 var haldin í Bástad í Svíþjóð náms- stefna undir heitinu „Notkun tölva í kennslu erlendra tungumála". Ég tók þátt í þessari námsstefnu fyrir hönd STÍL. Þátttakendur voru frá öllum Norðurlöndum, 5 frá Dan- mörku, 4 frá Finnlandi, 4 frá Noregi, 15 frá Svíþjóð og 1 frá Is- landi. Tilefni námsstefnunar var skýrsla útgefin í október 1985 sem vinnuhópur, skipaður einum full- trúa frá hverju Norðurlandanna, vann á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Skýrslan fjallar um notkun tölva í tungumálakennslu á Norðurlöndum. Einnig er þar talið upp það efni sem á boðstólum er. Námsstefnan var kostuð og skipulögð af Norrænu ráðherra- nefndinni í Kaupmannahöfn og sá Guðný Helgadóttir fulltrúi um undirbúning og framkvæmd hennar. Viðfangsefni voru í megin- atriðum tvenns konar. Annars veg- ar var fjallað um notkun tölva sem hjálpartækja í tungumálakennslu á framhaldsskólastigi. Hins vegar var kynning á tölvuverkefnum. Þeir þátttakendur er gert höfðu verkefni til tungumálakennslu kynntu þau og aðrir þátttakendur fengu síðan tækifæri, í minni hópum, að kynna sér efnið nánar og ræða kosti þess og galla. Það helsta sem kom fram í um- ræðum var eftirfarandi: Margir töldu að það efni sem í boði er væri einfalt og tilbreytingarlaust og yrði því fljótt leiðigjarnt. Þá var að því fundið að tungumálakennarar hefðu takmarkaðan aðgang að tölvuverum skólanna og því oft erfitt um vik að gera tölvur að raun- hæfu hjálpartæki í tungumála- kennslu. Þrátt fyrir þessa annmarka var það skoðun þátttakenda að kennarar ættu þegar í stað að hag- nýta sér þessa nýju tækni en ekki að taka þann pól í hæðina að bíða eftir að efnið verði fjölbreyttara og tölv- ur aðgengilegri. Þá verður endalaus bið á því að tölvan verði notuð sem hjálpartæki í tungumálakennslu. Fram kom að í Noregi og Dan- mörku er orðin skylda að kennarar sæki grunnnámskeið í tölvunotkun. Þetta er mikilvægt þar sem sumir töldu að tungumálakennarar væru margir hverjir hræddir við tölvur þar sem þeir teldu sig þurfa að hafa allt á hreinu, bæði forritið og tungu- málið sjálft. Aukin tilbreyting var talin einn af helstu kostum tölvukennslunar. Þá var talið eðlilegt að kynna tölvur og möguleika þeirra í tungumála- kennslu sem öðrum fögum þar sem í það virðist stefna að allir þættir þjóðlífsins verði tölvuvæddir. Til námsstefnunnar var boðið sérstökum fyrirlesara, Graham Davies frá Ealing College of Higher Education, London. Fram kom hjá honum að hann teldi tölvuna alls ekki það mikilvægasta í tungumála- kennslu. Mikilvægustu þættirnir voru að hans mati og í þessari röð: 1. kennarinn, 2. kennsluefnið, 3. taflan, 4. segulband (hljóðver), 5. myndbandstæki og 6. tölva. Af því tölvuefni sem kynnt var á námsstefnunni vil ég nefna tvennt: 1. Forrit í enskri málfræði sem ætlað er fyrir nemendur frá 8.-9. bekk og allt upp í fyrsta ár háskóla. Forrit þetta er eftir Lis Jacobsen (Frederiksberg Gymnasium). 2. Un Menu Frangais á la carte eftir Lis Kornum, Lisbet Lindberg og Jens Hougaard. Efnið saman- stendur af teiknimyndahefti, æfingabók og disklingi með verk- efnum. Forritið í enskri málfræði er til sölu hjá dönsku námsgagna- stofnuninni (Landscentralen) og frönskuefnið hjá Gjellerup & Gad forlaginu í Kaupmannahöfn. Námsstefnunni lauk með saman- tekt og umræðu um mikilvægi þess að Norðurlöndin hefðu með sér samstarf á þessu sviði. Bertha S. Sigurðardóttir ritari í stjórn STÍL. Endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukennara 3.—15. ágúst, 1986 Námskeið þetta var aðallega ætlað þeim, sem kenna dönsku við framhaldsskóla. Það var haldið á Schæffergárden í Gentofte - gömlum herragarði í eigu „Fondet for Dansk - Norsk samarbejde - og er nú eingöngu notaður til námskeiðahalda. Kennt var frá 9 - 12 og 13 - 16.30 alla virka daga. Megin- markmið námskeiðsins var, að við lærðum að hagnýta okkur myndbönd við kennslu. a) Hvernig æfa mætti einstaka þætti málsins með myndbönd- um og æfingum tengdum þeim. b) Hvernig tengja mætti bók- menntatexta og myndbönd og ýmsar æfingar. Fluttir voru fyrirlestrar og gefin dæmi um æfingar. Við unnum fjölda verkefna, sem við vonumst 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.