Málfríður - 15.03.1987, Side 26

Málfríður - 15.03.1987, Side 26
Sigurlín Sveinbjarnardóttir: Nemendaferdir til útlanda Markmið nemendaferða í íslenskum skólum, bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, er lögð mikil áhersla á kennslu í er- lendum tungumálum. Við höfum þörf fyrir að kunna mörg tungumál, því þó að við séum lítil þjóð höfum við mikinn metnað og viljum gjarn- an hafa samband við aðrar þjóðir t.d. á sviði viðskipta og menningar- mála. Við ferðumst mikið út um allan heim, margir fara í framhalds- nám erlendis eða á ráðstefnur og fundi. Jafnvel þó að við förum ekki út fyrir landsteinana mætum við er- lendum tungum á hverjum degi í bókum, t.d. í fagbókum og náms- bókum í framhaldsskóla og há- skóla, tímaritum, ýmis konar notk- unarleiðbeiningum og í fjölmiðl- um. Kennarar standa oft frammi fyrir þeirri staðreynd að erfitt getur reynst að halda uppi áhuga nem- enda. Nemendur byrja oft fullir áhuga á að læra nýtt tungumál, en þegar þeir komast að því hve erfitt það er og hversu mikla æfingu það kostar að ná færni í erlendu máli, minnkar oft áhuginn. Því er mjög mikilvægt að hafa hvetjandi áfanga- markmið í sjónmáli í kennslu en ekki bara að segja: ,,Þú hefur þörf fyrir þetta seinna í lífinu.“ Nemendaferð til þess lands þar sem málið er talað, hefur ótrúlega hvetjandi áhrif á áhuga nemenda. Markmiðið með nemendaferðum til útlanda er fyrst og fremst að auka áhuga nemenda á að læra er- lenda málið og að kenna þeim um land og þjóð. Hvernig fjármögnum við og undirbúum slíkar ferðir? Þetta er mjög erfið spurning þar sem það er mjög dýrt að ferðast frá Islandi (en aftur á móti ekki dýrt þegar komið er yfir Atlantshafið). Undirbúningurinn krefst líka mik- ils, ekki síst af kennurunum. Eins og málin standa núna fara u.þ.b. 10 íslenskir bekkir bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi til Norður- landa á hverju ári og jafn margir bekkir koma hingað frá þessum löndum. Um nemendaheimsóknir milli annarra landa hef ég ekki töl- ur. Yfirleitt byggjast slíkar heim- sóknir á kunningsskap, stundum á vinabæjakerfi Norræna félagsins. Oftast hefst undirbúningurinn með því að nemendur í tveim löndum komast í bréfasamband. Það hvetur reyndar mjög til náms á erlenda málinu að fá bréf og þurfa að svara því. Síðan fara nemendur af stað að safna peningum með ýmsu móti og að sækja um styrki. Þó nokkrir nor- rænir aðilar veita styrki til slíkra ferða en mikilvægt er að undirþúa umsóknirnar vel og sækja tíman- lega um. Upplýsingar um hvert hægt er að sækja má t.d. fá í menntamálaráðuneytinu eða Nor- ræna húsinu. Eins þarf að kanna ódýrustu og bestu ferðatilboðin á hverjum tíma. Undirbúningstíminn er mjög mikilvægur og lærdómsrík- ur fyrir nemendur og ástæða til að vanda þann hluta vinnunnar sem best þar sem það er forsenda fyrir velheppnaðri ferð. Ekki er hægt að hugsa sér að undirbúningurinn taki minna en eitt ár. Ábendingar og dæmi Áður en lagt er af stað þarf að gera ítarlega áætlun í samvinnu við nemendur og þá aðila sem eiga að taka á móti hópnum. Sem dæmi sýni ég hér áætlun fyrir ferð sem nemendur í Menntaskólanum við Sund fóru í febrúar s.l. til Dan- merkur. Rejseplan for ekskursion til Dan- mark Lordag den 7/2: Ankomst til Kastrup Lufthavn kl. 13.40 — til Niels Steensens Gymnasium ca. kl. 16. Indkvartering i skolen. Rund- gang i Kobenhavns centrum, bio- graftur. Overnatning i skolen. Sondag den 8/2: Formiddag fri. Ankomst til hytten ved Bastrup so ca. kl. 14. Omrádet besigtiges. De danske elever sorger for middags- mad. Om aftenen socialt samvær, fællessang m.v. primært arrangeret af de danske elever. Mandag den 9/2: Gamle byg- ninger i Allerod, Farum og Birke- rod besigtiges. Opgaver om kalk- malerier i Birkerod kirke. Sammen- ligning med moderne bygninger i disse byer f.eks. Farum Midtpunkt. En tur i Farum svommehal. Om aftenen sorger de islandske elever for middagsmad (medbragt islandsk mad). Islandsk program med lys- billeder, sang og dans. Tirsdag den 10/2: Orienterings- lob i skoven med opgaver fra bio- logi. Ca. kl. 14 tager eleverne hjem til privat indkvartering hos deres pennevenner fra Niels Steensens Gymnasium. Onsdag den 11/2: De islandske elever folger med deres danske venner i skole og folger undervis- ningen i diverse værtsklasser. Efter skole museumstur, f.eks. National- museet, Rosenborg Slot. Eftermid- dagskaffe i Islands Kulturhus. Fri om aftenen. 26

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.