Málfríður - 15.03.1987, Blaðsíða 22
BÆKUR
Ensk-íslensk
skólaorðabók
Síðastliðið haust kom út hjá Erni
og Örlygi Ensk-íslensk skólaorða-
bók. Þar sem bókin kom út eftir að
skólar hófust er varla við því að
búast að hún sé víða notuð enn sem
komið er. En fyllsta ástæða er til að
vekja athygli á þessari orðabók
áður en bókakostur næsta vetrar
verðurákveðinn í skólum.
í formála kemur fram að fyrir
höfundum vakti að bókin nýttist
nemendum í skyldunámi og á neðri
stigum framhaldsnáms. Áreiðan-
lega mun bókin nýtast þessum
nemendum vel, en mér sýnist að
höfundar séu óþarflega hógværir;
mér virðist að bókin ætti að geta
komið fleirum að gagni og jafnvel
við mun erfiðari viðfangsefni en
lögð eru fyrir nemendur í skyldu-
námi og í upphafi framhaldsnáms.
í formála kemur einnig fram að
áhersla hafi verið lögð á „að bókin
nýtist ekki aðeins í hinum hefð-
bundna tilgangi, að hjálpa mönn-
um annars vegar að skilja erlendan
texta og hins vegar að finna íslensk
heiti yfir ýmis hugtök, heldur ...
einnig að auðvelda mönnum að
skrifa réttan og þjálan íslenskan
texta.“ Sem dæmi um þetta má
taka orðið body. Á því eru gefnar
sjö mismunandi skýringar, en undir
einni þeirra, nánar tiltekið undir
merkingunni hópur, flokkur er
setningin: They marched in a body
to the minister’s house ... gengu
fylktu liði... Hér er sem sagt dæmi
um góða þýðingu á orði sem auð-
velt er að klúðra.
Aðrir kostir við þessa bók eru að
hún hefur að geyma ýmsar upplýs-
ingar sem eru að jafnaði í vönduð-
um erlendum orðabókum og kemur
jafnvel margt á óvart þegar haft er í
huga að bókin er ekki nema
miðlungsstór: 760 blaðsíður, með
um 36 þúsund uppflettiorðum og
50 þúsund orðskýringum. Of langt
yrði upp að telja allan þann kerfis-
bundna fróðleik sem í bókinni er,
en hér skulu nefnd nokkur atriði:
a) í bókinni er gengið út frá breskri
stafsetningarvenju og breskum
framburði, en jafnframt er gefin
upp bandarísk stafsetning og
framburður ef um verulegan
mun er að ræða. Dæmi um þetta
er t.d. orðið colour sem er upp-
flettiorð, en vísað er frá color í
colour. Dæmi um framburðar-
mun er að finna í orðinu advert-
isement /sd'vaúismsnt; am,
/ædvar'taizment/. í bókinni er
notað IPA-hljóðritunarkerfið
(International Phonetic Alpha-
bet) með smávægilegum breyt-
ingum til hagræðis fyrir íslend-
inga, og sýndur er svokallaður
RP-framburður (Received
Pronunciation).
b) Málfræðiskýringar eru greinileg-
ar og aðgengilegar. Gefnar eru
allar nauðsynlegar upplýsingar,
svo sem um óreglulega fleirtölu,
stigbreytingu, sagnbeygingar og
tvöföldun samhljóða.
c) Oft eru gefin upp samheiti og
andheiti og orð sem hafa svipaða
merkingu. Dæmi um slíkt er t.d.:
Samheiti: cartoon comic
strip. Andheiti: celestial —>
terrestrial. Millivísanir af þessu
tagi geta nýst við ýmis málfræði-
verkefni svo og þýðingar.
d) Aftast í bókinni eru töflur eins
og við höfum vanist í flestum
ensk-enskum orðabókum.
Skemmtileg nýjung er taflan um
dýr. Þar má t.d. sjá að högni er
tom, læða er queen og að kettl-
ingur er kitten. Að mala er purr
og mjá á engilsaxnesku er
miaow.
e) Ef orð eru úr orðaforða sérfræði-
greina er það tilgreint sérstak-
lega í skýringum.
f) Óreglulegar sagnir og skamm-
stafanir eru felldar inn í megin-
textann.
í bókinni eru mjög ítarlegar leið-
beiningar um notkun. Einnig fylgir
með lítið æfingakver þar sem tekin
eru fyrir helstu atriði varðandi
notkun á bókinni og er það
skemmtileg nýjung.
Enskukennarar sérstaklega hljóta
að fagna bók sem þessari. í fyrsta
lagi brúar bókin það bil sem oft vill
myndast þegar nemendur eiga að
fara frá því að nota enga orðabók
(oft eru orðskýringar í kennslubók-
um eða kennari útbýr orðskýringar
eftir þörfum) yfir í það að eiga að
nota ensk/enska orðabók, sem er
algengt í framhaldsnámi og reynist
mörgum gersamlega ofviða. í öðru
lagi ætti þessi bók að nýtast vel við
þýðingar. Ef við ætlum að kenna
þýðingar, alveg burtséð frá því
hvernig við komum þeim fyrir í
tungumálanámi, þá er það illmögu-
legt án góðra orðabóka.
Að lokum: Af framansögðu má
ljóst vera að ég tel þessa bók mjög
góða. Það skal þó tekið fram að ég
hef ekki haft tækifæri til að nota
hana með nemendum. Hafi bókin
ágalla þá koma þeir í ljós á lengri
tíma og við almennari notkun en ég
hefhafttöká.
Að síðustu langar mig að setja
fram fróma ósk. Hún er sú að næsta
verkefni Arnar og Örlygs í orða-
bókargerð verði íslensk-ensk orða-
bók, og að eins vel verði að því
verki staðið og stóru orðabókinni
og skólaorðabókinni.
G.G.
22