Málfríður - 15.03.1987, Side 6

Málfríður - 15.03.1987, Side 6
fremst til að ,,geta bjargað sér“ í viðkomandi landi virðist eiga tölu- vert miklu fylgi að fagna. Þarna sýnist mér komið fram það ,,nyt- semissjónarmið" sem svo mjög er ríkjandi í íslensku menntakerfi um þessar mundir. Kennslan á að geta orðið nemendum til gagns strax, þekkingin á að vera neysluvara fyrst og fremst. Það vill oft gleymast að tungumál er miklu meira en samtal tveggja eða fleiri manna. Nemendur vilja líka geta Iesið blöð og bækur sér til skemmtunar, enda eru þeir ekki allir á leið til Frakk- lands. Nýtt tungumál á að geta opn- að nemanda glugga út í nýjan og spennandi heim, aukið víðsýni hans þó hann sé ekki í landinu þar sem það er talað. Auðvitað er gott að reyna að kenna nemendum að tala, og það er sjálfsagt þegar hópar eru fámennir, en ef mjög mikil áhersla er lögð á talmál í hóp þar sem eru t.d. 25 manns er hætt við að lítill tími verði aflögu til annarr- ar kennslu. Flestum kennurum hlýtur líka að vera ljóst að nemandi getur ekki lært að tala til hlítar jafn erfitt mál og jafn óskylt íslensku og franska er á þremur til fjórum árum í menntaskóla, enda býður íslenskt menningarumhverfi varla upp á það. Sjaldan heyrast franskir söngv- ar í útvarpi og í sjónvarpi heyra franskar kvikmyndir til undantekn- inga. Of mikil áhersla á að láta nemendur tala getur verið til skaða vegna þess að dæmi virðast sanna að slíkt nám gleymist fljótt ef nem- andi er ekki í frönsku umhverfi og getur ekki æft sig daglega eða að minnsta kosti hlustað á málið. Enn má nefna kennslubækur sem hugsanlega ástæðu fyrir því að ekki gengur betur að kenna málið. í mörgum framhaldsskólum hafa lengi verið notaðar kennslubækur í frönsku sem ef til vill mætti nefna „sænskar vandamálabækur“ og fjalla mjög um vandamálin sem að frönsku þjóðfélagi steðja — út frá sænsku sjónarhorni. Nemendur hafa áreiðanlega minni áhuga á að kynnast því sem aflaga fer í Frakk- landi heldur en því skemmtilega sem þar er að gerast og hvernig venjulegir Frakkar lifa og starfa. Og þá er ég líklega komin að spurningunni sem ég hafði einsett mér að reyna að svara: Hvað er hægt að gera til að bæta kennsluna og gera hana árangursríkari? í umræðunni um tungumála- kennslu hefur einkum verið talað um tvennt: kennslubækur og að- ferðir. Val kennslubókar er auðvit- að afar mikilvægt, hún verður að vera skemmtileg og gefa nemanda mynd af fjölbreyttu þjóðlífi. Fyrst ekki er til nothæf kennslubók á ís- skemmtilega og vel skrifaða texta handa nemendunum sem líkur eru til að verði þeim minnisstæðir. Söngvar og ljóð gegna til dæmis ótrúlega mikilvægu hlutverki í tungumálakennslu. Nemandi, sem lærir utan að vísur og kvæði og hlustar ef til vill á þau sungin, er um leið búinn að læra heilmikið í frönsku og sú kunnátta geymist sennilega lengur en stakar setning- ar. Myndbandakennsla er áreiðan- lega mjög gagnleg, jafnvel til mál- fræðikennslu, fyrir nú utan það að með henni er hægt að leiða nem- endur inn í franskt umhverfi. Einnig auðveldar hún nemendum skilning á töluðu máli, en það þarf lensku er áreiðanlega æskilegast að kennslubækur séu að öllu leyti á frönsku. Hvað aðferðum viðvíkur eru menn nú almennt komnir á þá skoðun að málfræði og þýðingar eigi fullan rétt á sér í kennslunni. Ég vil taka undir þá skoðun, mín reynsla sem kennari við frönsku- námsbraut Háskólans hefur sýnt að nemandi sem kann vel sína mál- fræði lærir að tala á skömmum tíma. Aftur á móti er mjög erfitt fyr- ir nemanda sem getur talað svolítið en ekki kann málfræði að læra að skrifa rétt mál. En málfræðikennsl- an má ekki bara vera utanbókarlær- dómur sagnbeyginga. Kennarinn ætti að nota sem fjölbreyttastar kennsluaðferðir og ekki fylgja bók- inni um of. Hann þarf að finna 6

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.