Málfríður - 15.05.1994, Síða 6
samstjórnarfólk hennar hafi fellt
starfsemi félagsins mjög í þann
farveg sem starfið hefur verið í
síðustu árin. Á þessum fjórum
árum hófst formlegt samstarf
við hin íslensku tungumálakenn-
arafélög með stofnun STÍL, en
fyrsti formaður STIL, Hafdís
Ingvarsdóttir, var einmitt fulltrúi
Félags dönskukennara í stjórn
STÍL. Einnig hófst þá formlegt
samstarf við hin norrænu móð-
urmálskennarasamtök (nord-
sprák). Samstarfið við þau er
blómlegt og gagnast Félagi
dönskukennara vel. í formanns-
tíð Auðar hófst einnig nám-
skeiðshald íslenskra dönsku-
kennara á Sháfergárden í Dan-
mörku en samstarfið við félög
norrænna tungumálakennara
hefur dregist saman. Auður
Hauksdóttir átti einnig frum-
kvæði að því að félag dönsku-
kennara sneri sér til bókafor-
lagsins ísafoldar með tillögu um
gerð orðabókar sem byggði á
bókinni Nudansk ordbog. Var
hafinn undirbúningur og vinna
að hinni nýju dönsku orðabók
sem nú er komin út hjá ísafold.
Þetta er vandað verk og þeim til
sóma sem að stóðu en félagar í
Félagi dönskukennara báru þar
hita og þunga, þær Ingibjörg Jó-
hannesen og Hrefna Arnalds.
Halldóra Jónsdóttir bættist í
hópinn á lokasprettinum. Auður
Hauksdóttir átti alla tíð sæti í út-
gáfustjórninni.
Árið 1986 tók Hrefna Arnalds
við formennsku félagsins og
1988 varð Ósa Knútsdóttir for-
maður. Aðrir formenn hafa verið
Michael Dahl (1990-1991) og
Erna Jessen (1992-1993), sem lét
af formennsku 28. febrúar sl. en
við tók Kerstin Friðriksdóttir
sem er gamalreynd í félagsmál-
um dönskukennara.
Einn er sá þáttur í markmið-
um og starfsemi félagsins sem er
ótalinn enn og það er ráðgjöf og
samstarf við yfirstjórn mennta-
mála. Félagið hefur frá upphafi
tekið þátt í mótun námsskrár,
náms og áfangalýsinga og ýmiss
konar starfsemi er varðar mótun
dönskukennslu á íslandi.
Árið 1982 var gerður viðamik-
ill samningur milli menntamála-
ráðuneytisins og fagkennarafé-
laganna. Samningur þessi fjallaði
um verkefni sem fagkennarafé-
lögin tóku að sér gegn greiðslu
frá ráðuneytinu. Hér var um að
ræða:
A) Endurskoðun námsskrár
B) Fræðslu- og upplýsinga-
fundahald
C) Ábendingar um nauðsyn-
lega endurnýjun námsgagna
D) Gerð skráar um kennslu-
bækur
E) Ráðgjöf um námsskrár-
gerð.
Þessi starfsemi hefur farið sí-
vaxandi, ráðuneytið vísar æ
fleiri málum til félagsins, og lét
Erna Jessen, fyrrverandi formað-
ur, svo um mælt í starfsskýrslu
sinni á síðasta aðalfundi að
þetta starf væri orðið svo tíma-
frekt að brýna nauðsyn bæri til
að formenn fagfélaga fengju af-
slátt á kennsluskyldu ef svo færi
fram sem horfði.
Allt frá upphafi hefur danska
sendiráðið stutt Félag dönsku-
kennara með ráðum og dáð, t.d.
með útvegun kvikmynda og
bókagjöfum og svo mætti lengi
telja. Yfirleitt eru það sendiráðu-
nautarnir sem hafa samskiptin
við okkur á sinni könnu, en þeg-
ar mest er við haft birtist sendi-
herrann og leggur sitt lóð á vog-
arskálina.
Það lætur að líkum að sam-
starfið við STIL og hin íslensku
málakennarafélögin hefur orðið
veigamikill þáttur í tilveru þessa
félags.
Lokaorð
Sé litið yfir 25 ára feril félags-
ins væri e.t.v. hægt að segja að
fyrstu 14 árin hafi félagið verið
að ná fótfestu, leita fyrir sér og
brjóta ísinn en síðan hafi komið
ár mótunar og festu og starfsem-
inni komið í fastan farveg bæði
hvað varðar samstarf við aðra
og innra starf félagsins. Þetta er
heillavænlegur þroskaferill fé-
lags sem hefur borið gæfu til að
blómstra í höndum fólks sem
gerir sér grein fyrir að festa og
frumleiki eru uppsprettur fram-
fara, lokist ein leið þá mun önn-
ur opnast.
Árið 1993 var aftur atvinnu-
leysi á íslandi en öllu geigvæn-
legra en 25 árum áður. Nú verð-
ur tæpast horft til Svíþjóðar um
vinnu. Margir mæna vonaraug-
um inn um gullin hlið Evrópu-
sambandsins (ESB). Hinar nor-
rænu þjóðirnar hverfa ein af
annarri inn um hliðin. E.t.v.
munum við álpast þar inn líka.
Ýmsir spá því að kennsla nor-
rænna tungna verði ekki for-
gangsverkefni innan þeirra
gullnu hliðstólpa, en spá mín er
sú að dvöl innan virkisveggja
Evrópusambandsins muni knýja
Norðurlandaþjóðirnar til æ nán-
ara menningarsamstarfs og
efldrar kennslu í móðurmáli og
skyldum tungum.
Guðrún Halldórsdóttir
6