Málfríður - 15.05.1994, Síða 7

Málfríður - 15.05.1994, Síða 7
EVENTYR -et projekt i engelsk, tysk og dansk. Af lærere ved Statens Pædagogiske Forsogscenter i Rodovre. (Fengið úr „Sproglæreren" 3/93. Inngangur þýddur og endursagður, verkeíni Ijósrituð.) Öll kennsla þarfnast undir- búnings og þegar um þverfag- lega vinnu er að ræða eða jafn- vel yfir fleiri bekki, gæti maður haldið að um meiri undirbún- ingsvinnu sé að ræða. Þetta er misskilningur, það þarfnast bara öðruvísi undirbúnings. Kennarar 9. bekkjar ákváðu að vori að vinna svona þverfag- legt „projekt" á komandi skóla- ári. Þýska, danska og enska voru fögin sem skyldu taka þátt og „projektið“ skyldi ná yfir átta daga vinnu. Tímabilinu skyldi skipt í tvö svið. Innleiðing og framleiðsla. Innleiðingin skyldi eiga sér stað innan hvers bekkj- ar en í framleiðsluferlinu var möguleiki að vinna þvert á bekk- ina. (Hér var um tvo bekki að ræða.) Jafnvel þótt danskan (móðurmálið) skyldi vera jafn- fætis erlendu tungumálunum, skyldi þó vera krafa um að loka- afurð nemendanna skyldi vera annaðhvort á ensku eða þýsku. Fyrri vikuna var fjallað um þemað „ævintýri" samhliða í þessum þremur tungumálum en hverju þeirra hafði verið úthlut- að sex tímum. I dönskunni var lagt út af og kynntur stíll ævin- týranna og þar sem mögulegt var tók tungumálakennari þátt í tímunum svo hægt væri að vinna áfram með sameiginlega grunnvitneskju. Hvað var svo unnið innan hvers fags og hvern- ig „projektið“ vannst áfram er síðan lýst hér í framhaldi. Hvers vegna ævintýri? Heimurinn er fullur af ævin- týrum. Þessar hrífandi frásagnir, sem lifað hafa í munnlegri eða skriflegri geymd, hafa hrifið og hrært fólk í gegnum aldirnar. Persónulýsingar eru oft barna- legar og einfaldar og myndgerð óvæntra atburða einnig. Ævin- týri skemmta manni og eru oft lærdómsrík. Ýmist geta þau hrif- ið okkur langt burt frá veruleik- anum eða flutt okkur inn í okkar eigin drauma og langanir. Þetta ýtir við tilfinningum okkar, segir stundum frá heimsku valdhaf- anna og gagnrýnir samfélagið. Flytur okkur inn í heim töfra og baráttu, lífs og dauða, fátækra og ríkra ásamt öllum þeim grunnandstæðum sem við þekkj- um sjálf úr okkar eigin lífi. Ævin- týri eru líka bundin við það að þar gerist eitthvað og aðalper- sónur ganga gegnum persónu- legan þroska og líf þeirra tekur breytingum. Ævintýri eiga erindi til allra aldursflokka og allir virðast skilja ævintýri á sinn hátt, sbr. sálfræðinginn Bruno Bettelheim, (innskot þýð.). Stílinn og formið þekkja allir, ferli og rím muna menn úr æsku síðan lesið var upphátt fyrir þá. Algengustu æv- intýrin kunna allir. Þetta gæti verið hentugt upphafsatriði. Einnig þarf að sjá til þess að nemendur þekki mun á þjóðsög- um og ævintýrum. Þetta var það sem móður- málskennararnir skyldu renna úr hlaði með. Námsefni sem vís- að er í er „Littærere arbejds- mpnstre" (Gyldendal) og „Lit- tærere genrer“ (DR). I þessu efni eru góðar upplýsingar um grunngerð ævintýra. (Islending- ar eiga eflaust í einhvern sjóð að sækja þar, t.d. áðurnefndan Bruno Bettelheim, Um ævintýri.) Nokkrar kennslustundir í öðr- um bekknum voru notaðar á annan hátt. Nemendur lágu á dýnum í „bevægerum" og stýrðu kennarar þeim í frumsamda æv- intýraferð. Með sjálfan sig í aðal- hlutverki reyndi hver fyrir sig í sínu hugskoti að sjá fyrir sér hvernig hann/hún fóru heiman- frá inn í ævintýraheim og hittu hjálparmenn og andstæðinga og reyndu að leysa þrautir og fengu að lokum laun eða gjafir. Á þennan hátt skálduðu nem- endurnir sín eigin ævintýri sem þau sögðu félaganum eða teikn- uðu myndir af. Fairy tales Það mikilvægasta við skipu- lagningu kennara á fyrstu vik- unni byggðist helst á að finna efni. H.C. Andersen ævintýrin fást yfirleitt á bókasöfnum á flestum tungumálum og annað efni sem tengist ævintýrum. Helst gæti vafist fyrir kennurum að fá nógu fjölbreytt ævintýri á fleiri tungumálum. 7

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.