Málfríður - 15.05.1994, Síða 19

Málfríður - 15.05.1994, Síða 19
AF KENNSLUFORRITUM í FRÖNSKU Eitt af því sem gerir kennslu og þá ekki síst tungumála- kennslu lifandi er sú sífellda þró- un sem á sér stað og sá mögu- leiki sem kennarar hafa á að vinna stöðugt með nýjungar. Og sá kennari sem vill geta boðið nemendum sínum upp á það besta og nýjasta í kennslu hlýtur að skoða þær kennsluaðferðir og það efni sem stendur til boða, í þeim tilgangi að athuga hvort það hentar honum og hans nemendum. Ein þeirra nýj- unga sem hafa skotið upp kollin- um á síðustu árum er tölvan og þeir möguleikar sem hún gefur í kennslu. Því var það síðastliðið vor að höfundur þessarar greinar pant- aði tvö kennsluforrit í frönsku með það fyrir augum að prófa þau í Kvennaskólanum og kom því þannig fyrir að tími fengist í tölvustofu með einhvern þeirra bekkja sem undirritaður kæmi til með að kenna í vetur. Úr varð að nemendur í 2. bekk T (ellefu manna bekk á nýmálabraut) yrðu fórnarlömb í þessari til- raun og eru þau einn tíma í viku í tölvustofu skólans. Hér á eftir verður fjallað um þau forrit sem prófuð voru og þá reynslu sem fengist hefur af notkun þeirra í kennslu og verða tíndir til kostir þeirra og ókostir. Ekki er í raun um fræðilega út- tekt að ræða heldur öllu frekar hugleiðingar undirritaðs í hálf- gerðu skýrsluformi. En við skulum byrja á því að líta nánar á hvaða forrit það voru sem urðu fyrir valinu. Þau forrit sem urðu fyrir val- inu eru French Word Torture (glósuforrit) og Tense Tutor (sagnabeygingaforrit). Bæði forritin eru svokölluð Hypercard-forrit, þ.e. til að þau virki þarf forrit er nefnist Hypercard að vera til staðar í tölvunni. Hypercard er banda- rísk framleiðsla frá fyrirtækinu Hyperglot. Ekki er undirritaður nú vel inni í öllum töfrum Hypercard en það forrit hefur þann kost að mjög auðvelt er að læra á og nota þau forrit sem byggja á því. Þetta skiptir að sjálfsögðu miklu máli, því nemendur eru auðvitað líklegri til að nota kennsluforrit ef þau eru einföld. Annar stór kostur við Hyper- card er sá að allar skipanir og skilaboð sem birtast á skjánum (og eru á ensku) er hægt að þýða á frekar einfaldan hátt yfir á íslensku (t.d. er hægt að setja „Veljið orðasafn“ í stað „Go to vocabulary"). Þannig má segja að Hypercard bjóði upp á einfalda forritun fyrir fólk sem er lítið sem ekkert inni í þeim málum, þ.e. að hver og einn geti lagað forritin að sínum þörf- um án þess að vera einhver sprenglærður tölvusnillingur. Hér á eftir verður m.a. reynt að sýna fram á hvernig einmitt þetta at- riði hefur reynst. En lítum fyrst nánar á hvort forrit fyrir sig. Eins og áður segir er French Word Torture glósuforrit. Það virkar þannig að á skjánum birt- ist orð eða orðasamband og nemandinn á síðan að skrifa þýðingu orðsins / orðasam- bandsins. Tölvan segir strax hvort þýðingin hafi verið rétt eða röng ásamt því að hún segir nemandanum hvar í orðinu vill- an byrjar. Hægt er að þýða af frönsku yfir á íslensku og öfugt. Með forritinu fylgja þrjú orða- söfn en þau eru frönsk-ensk / ensk-frönsk. En stærsti kostur þessa forrits er sá að hægt er að búa til eigin orðasöfn að vild á mjög einfaldan hátt. Orðasöfnin geta verið eins mörg og stór og þarf. 2-T hefur í vetur haft bækurn- ar C’est Qa I og II. Þeir sem til þessara bóka þekkja vita að all- ar glósur í bókunum eru á dönsku en að gefið hefur verið út íslenskt glósuhefti við þær. Ef við miðum yfirferðina við bæk- urnar þá hefur hún verið í Kvennaskólanum u.þ.b. einn kafli á einni til tveimur vikum. Sá sem þetta ritar hefur slegið glós- urnar við hvern kafla fyrir sig inn í Word Torture og einu sinni í viku hafa nemendur komið og glímt við glósur þess kafla sem var verið að vinna með í þeirri viku. Að sjálfsögðu þurfa orðasöfn- in ekki endilega að miðast við einhverja ákveðna kafla í bók, þó sú leið hafi verið valin hér svona í fyrstu atrennu. Hægt er að búa til öll möguleg orðasöfn, t.d. yfir fatnað, veður, lönd, lík- amann, lýsingarorð, nafnorð, o.s.frv. Allt eftir því á hvað kenn- arinn vill leggja áherslu og hverju nemendur hafa áhuga á. Látum þetta nægja um Word Torture og lítum á hvað Tense Tutor hefur að bjóða. Tense Tutor er, eins og áður segir, sagnabeygingaforrit. Þeg- ar farið er inn í það birtist fyrst valmynd á skjánum þar sem val- in eru tíð og háttur sem vinna á með. Hægt er að æfa sagnir í framsöguhætti nútíðar, boð- hætti, Passé composé, imparfait, conditionnel, conditionnel passé, futur simple, plus-que-parfait, futur antérieur og subjonctif (í nútíð). Þegar háttur og tíð hafa verið valin kemur á skjáinn vinnuborð (Work page). Eftir að nemandi hefur hafið æfinguna birtist setning í hefðbundnum eyðufyll- ingastíl, þ.e. eyða er þar sem sögnin á að vera og hún er gefin í nafnhætti. Nemandinn á síðan að skrifa sögnina í réttri mynd 19

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.