Málfríður - 15.05.1994, Síða 20

Málfríður - 15.05.1994, Síða 20
og tölvan svarar strax hvort rétt sé eða rangt og gefur annað tækifæri til að svara ef svarið er rangt. En þar með er ekki öll sag- an sögð því tölvan segir setning- una líka, þ.e. hún leikur upptöku af setningunni. Síðan er hægt að leika sér með þetta á ýmsan hátt, t.d. er hægt að slökkva á birtingu setningarinnar á skján- um og gera þetta þannig að hlustunaræfingu, einnig er hægt að slökkva á talinu og hafa ein- göngu birtingu á skjá. Tense Tutor býður upp á fleira og má þar nefna að hægt er að kalla fram þýðingu á viðkomandi setningu sem og málfræðiskýring- ar (þetta allt er hægt að íslenska ef viðkomandi kennari vill). Einnig er hægt að kalla fram beyg- ingu viðkomandi sagnar í öllum persónum eintölu og fleirtölu. Þá má að lokum nefna að ef nemandi er alveg fastur og finnur ekki rétta svarið, þá getur hann kallað það fram og haldið áfram. Með forritinu fylgja 200 sagnir, þ.e. helstu reglulegu og óreglu- legu sagnirnar í frönsku. Hægt er að skipta um sagnir og búa til nýj- ar setningar (meira að segja með tali) en þar þarf að fylgja vel fyr- irmælum þó í reynd sé ekki um flókna aðgerð að ræða. Hér hefur verið gefin stutt lýs- ing á forritunum, en hvernig hafa þau svo reynst? Hverjir eru kostir og ókostir þeirra? Ef við lítum fyrst á kostina sem komið hafa í ljós við notkun forritanna í vetur, þá er fyrst til að taka að nemendur hafa verið mjög áhugasamir og líkað þetta kennsluform vel. Þeir voru fljót- ir að ná tökum á forritunum og greinilegt er að stór kostur þess- ara forrita er hversu einföld þau eru í notkun og auðvelt að læra á þau. I ljós kom líka fljótlega mikill metnaður hjá hverjum og einum að ná t.d. sem flestum orðum réttum í glósuforritinu og telur undirritaður að það hafi ýtt undir aukið heimanám og undir- búning undir tímana. Þá er óvanalegt að nemendur vilji ekki fara þegar hringt hefur verið út, en það gerðist fyrst eftir að þessi tilraun hófst. Nemendur vildu ekki hætta í tölvunum þrátt fyrir þrábeiðni kennarans! (Að vísu skal tekið fram að þetta hefur lagast.) Annar stór kostur við þessi forrit, eins og komið hefur fram hér að framan, er sá að þau eru mjög sveigjanleg og auðvelt að laga þau að því efni sem verið er að vinna með. Þá má ekki gleyma því að hægt er að ís- lenska allt sem er á ensku. Ótalinn er sá kostur sem fylgir því að nemendur geta farið í tölv- urnar sjálfir og æft sig hvenær sem þeim hentar án þess að kennari sé viðstaddur, þ.e. að þarna er kominn góður og áhuga- verður möguleiki til sjálfsnáms. Að lokum skal nefndur stór kostur, sérstaklega í augum þeirra sem þurfa að borga her- legheitin. Forritin kosta (þ.e. síð- astliðið sumar) þrjú þúsund krónur stykkið. En þá þarf Hypercard reyndar að vera til staðar og kostar það aukafjárút- lát í fyrstu ef það þarf að kaupa það líka (ekki er undirrituðum kunnugt um verð á því). Hér hafa verið taldir upp nokkrir kostir kennsluforritanna Tense Tutor og Word Torture. En hvað þá um ókosti? Lítum að- eins á þá. Helsti ókosturinn er kannski sá að þó það sé einfalt að breyta forritunum og t.d. íslenska þau að hluta og búa til glósulista fyr- ir alla kafla kennslubókarinnar þá er það oft mjög tímafrekt og ekki tiltakanlega skemmtilegt. Kannski er um 30 kafla að ræða í einni bók og orðin skipta þús- undum. Það þýðir einfaldlega að sitja þarf við tölvuna dögum saman og slá inn upplýsingar. Á móti kemur reyndar að hægt er að nota efnið í nokkur ár a.m.k. Þó nemendum finnist gaman, sérstaklega fyrst, er hæpið að hægt sé að bjóða þeim upp á sama forritið ár eftir ár. Því þyrfti að hafa fleiri forrit í gangi og skipta á milli ára. Reyndar er úrvalið nokkuð og möguleikarnir margir þannig að þetta ætti að vera hægt að leysa. Óhjákvæmilegt er að nefna að allt þetta krefst að sjálfsögðu þess að kennarar kenni í tölvu- stofu. Skólar búa misvel hvað varðar tækjakost og tölvustofur eru oft umsetnar og ganga þá fög eins og tölvufræði og vélrit- un fyrir. Þá eru bekkir oft það stórir að það getur skapað vandamál þegar tölvurnar eru ekki mjög margar. Hér hefur verið fjallað um tvö kennsluforrit í frönsku, glósuforrit- ið French Word Torture og sagna- beygingaforritð Tense Tutor. Sú reynsla sem fengist hefur af notkun þeirra er sú að þau séu mjög gagnleg og hafi reynst vel sem viðbótarefni. En auðvitað má ekki gleyma því að kennsluforrit og tungumálanám á tölvur kemur ekki í staðinn fyrir nám sem bygg- ir á samskiptum nemenda og kennara annars vegar og nem- enda innbyrðis hins vegar. Því hlýtur niðurstaðan að telj- ast sú að kennsluforrit í frönsku séu mjög áhugaverður kostur og kærkomin þeim kennurum sem vilja leggja áherslu á tilbreytingu í sinni kennslu og fjölbreytni í kennsluaðferðum. Grétar Skúlason Kvennaskólanum í Reykjavík. C’est Ca I: Hedman, Hellström og Grand-CIément Gjellerup & Gad, Köbenhavn 1981 C'est Ca II: Hedman, Hellström og Grand-Clément Gjellerup & Gad, Köbenhavn 1983 Tense Tutor The Hyperglot Software Company, Inc. Knoxville 1992 French Word Torture 5.0 The Hyperglot Software Company, Inc. Knoxville 1992 20

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.