Málfríður - 15.09.1997, Síða 3
EFNISYFIRLIT
Bls.
Málþing STÍL:
Námskrárvinna............... 4
Guðrún Halldórsdóttir:
„Á móðurmálinu segi ég þnð
sem ég vil, á nýja málinu
segi ég það sem ég get“.... 6
Árdís Elíasdóttir:
Tœlenskunám................. 8
Þórhildur Oddsdóttir og
Ósa Knútsdóttir:
„Den der skal lœre skal selv
arbejde“.................. 9
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir:
Ritun og myndbönd í
frönskukennslu.............. 13
Þórey Einarsdóttir og
Þórhildur Lárusdóttir:
Námskeið FEKÍ í Bath........ 16
Kolbrún Harðardóttir og
Brynja Sigurðardóttir:
Schœffergárden og Fyn....... 18
Helga Ágústsdóttir:
Ástfanginn af orðsins list
og sögum................... 18
Lotte Kristensen:
fdeer til dansk............ 19
Rannveig Jónsdóttir:
BBC fréttir í skólastofunni. 23
Leo Munro:
„Is my guess as good
as yours?"................. 25
Hugmyndabankinn............ 27
Nœrmynd.................... 30
Eva Hallvarðsdóttir:
Unniö með texta af netinu.. 30
Málfríður
Tímarit samtaka tungumála-
kennara
2. tbl. 1997
Útgefandi: Samtök tungumála-
kennara á íslandi
Ábyrgðarmaður:
Auður Torfadóttir
Ritnefnd:
Ásmundur Guðmundsson
Guðbjörg Tómasdóttir
Ingunn Garðarsdóttir
Steinunn Einarsdóttir
Prófarkalestur:
Gunnar Skarphéðinssoon
Setning, prentun og bókband:
Steindórsprent-Gutenberg hf.
Heimilisfang Málfríðar:
Pósthólf 8247
128 Reykjavík
Forsíðumyndina tók
Ingunn Garðarsdóttir
Ritstjórnarrabb
Laugardaginn 25. október sl. stóð STÍL, samtök tungu-
málakennara á íslandi fyrir málþingi þar sem fjallað var um
námskrárvinnu í erlendum tungumálum. Frá þessu þingi er
sagt í Málfríði.
Ritnefndinni lék forvitni á að vita hvernig útlendingum
er kennd íslenska sem erlent tungumál og Ieitaði því til
Guðrúnar Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykja-
víkur sem hefur margra ára reynslu á þessu sviði. í kjölfar
greinar Guðrúnar skrifar Árdís Elíasdóttir nemandi í 6.
bekk MR grein um dvöl sína í Tælandi og þeim erfiðleikum
sem mæta íslendingi við nám í gerólíku tungumáli.
í blaðinu eru frásagnir af ýmsum námskeiðum. Þórhild-
ur Oddsdóttir og Ósa Knútsdóttir fjalla í grein sinni „Den
der skal lære skal selv arbejde“ um námskeið sem haldið
var sl. sumar á vegum STÍL. Fyrirlesari á námskeiðinu var
Jytte Birkebæk og viðfangsefni hennar var eins og nafnið
bendir til ábyrgð nemenda á eigin námi. Jóhanna Björk
Guðjónsdóttir, frönskukennari segir frá námskeiði um
ritun og myndbönd í frönskukennslu. Þórey Einarsdóttir
og Þórhildur Lárusdóttir segja frá námskeiði fyrir ensku-
kennara sem haldið var í Bath sl. sumar. Og eins og oft
áður var haldið námskeið á Schæffergárden en að þessu
sinni var námskeiðið ætlað kennurum sem kenna 11 og 12
ára nemendum og segja þær Kolbrún Hjartardóttir og
Brynja Sigurðardóttir frá dvöl sinni þar.
Á haustdögum kom hingað til lands sögumaðurinn
David Cambell frá Skotlandi. Helga Ágústsdóttir skrifar
afar skemmtilega grein um þennan áhugaverða gest.
Lotte Kristensen sem kom hingað til lands sem gesta-
kennari á vegum danska menntamálaráðuneytisins skrifar
greinina „Ideer til dansk“ en þar er að finna margar góðar og
hagnýtar ábendingar til dönskukennara.
í blaðinu er einnig að finna ýmiss konar hagnýtt efni sem
ætti að geta nýst kennurum í starfi. Rannveig Jónsdóttir
lýsir því hvernig nota má BBC fréttir í tungumálakennslunni,
Leo Munro kynnir okkur skemmtilegan spurningaleik og í
hugmyndabankanum er danskt slönguspíl eftir þær Þórdísi
Magnúsdóttur og Ágústu Pálu Ásgeirsdóttur. Eva Hallvarðs-
dóttir hefur útbúið verkefni út frá texta sem hún leitaði uppi
á netinu og að lokum er í blaðinu nýr liður, Nærmyndin, en
ætlunin er að þar verði kynntir kennarar og störf þeirra.
Góðar ábendingar eru hér vel þegnar og einning viljum við
minna á pósthólf Málfríðar en þangað má senda hugmyndir
um efni og greinar sem lesendur vilja koma á framfæri.