Málfríður - 15.09.1997, Side 13

Málfríður - 15.09.1997, Side 13
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir: Ritun og myndbönd í frönskukennslu Dagana 9.-13. júní 1997 stóðu Félag frönskukennara og Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands fyrir námskeiði fyrir frönskukennara og var yfirskrift þess Ritun og myndbönd í frönskukennslu. I raun var um tví- þætt námskeið að ræða og voru fengnir tveir háskólakennarar frá Frakklandi til að sjá hvor um sinn þáttinn. Hér á eftir fer umfjöllun um námskeiðið og það sem greinarhöfundi þótti sérstaklega athyglisvert og fróðlegt með tilliti til frönskukennslu á íslandi. Patrick Desmougin, kennari við l’lnstitut Universitaire de la Formation de Máítres (nokkurn- veginn samsvarandi KHÍ) og við Paul Valéry háskólann í Mont- pellier, sá um þann hluta nám- skeiðsins sem laut að ritun. Eins og tungumálakennarar kannast við getur verið snúið að sinna þessum þætti kennslunnar og er honum gjarnan sinnt með því að láta nemendur svara spurning- um úr texta á erlendu tungumáli og því um leið þjálfa textaskiln- ing. Desmougin fjallaði hins veg- ar fremur um ritun sem hagnýt- an og skapandi þátt án stuðn- ings texta. Ræddi hann um rit- unarfyrirmyndir, um aðferðir til að hrinda ritunarferlinu af stað í frjálsri ritun bæði hjá byrjend- um og lengra komnum, um rit- unarferlið sjálft og mismunandi tegundir ritunar (ljóð, smásög- ur, örsögur, endurritun texta o.fl.). Að lokum um það hvernig hægt er að láta nemendur fara yfir sköpunarverkið, breyta því og bæta það. Þó að Desmougin hafi fjallað um ritun í frönsku- kennslu, má vel yfirfæra þessar leiðir á kennslu í öðrum tungu- málum. Ég læt fylgja hér saman- tekt á því helsta sem farið var í á þessum hluta námskeiðsins. A) Bundin ritun (eftir fyrirmyndum). 1) Að lesa og skrifa: Textafyr- irmyndir. Nemendur þekkja flestir viss- ar tegundir texta úr eigin tungu- máli, t.d. stuttar fréttir, ævin- týri, boðskort, póstkort og óska- kort. Tilvalið er að nota slika texta í kennslu og hefur það verið gert nokkuð lengi. Ef kenn- arinn hefur aðgang að þessum tegundum texta á erlenda tungu- málinu (t.d. í dagblöðum eða jafnvel í persónulegum fórum sínum) er tilvalið að sýna nem- endum þá og gefa þeim tækifæri til að nota þá sem fyrirmyndir, breyta þeim með því að taka út hluta og setja annað í staðinn o.s.frv. Boðskorti í afmælis- veislu má breyta í boðskort í brúðkaup; frétt um innbrot í bakarí í smábæ í Frakklandi mætti breyta í frétt um innbrot í matvöruverslun í bæ á íslandi. Með ævintýrin má vinna á ýmsa skemmtilega vegu; flestir nemendur þekkja uppbyggingu ævintýra, þ.e. kynningu, flækju, ris og lausn mála á farsælan veg. í þessu sambandi má t.d.: - Færa ævintýrin til nútímans (Þyrnirós er ung stúlka í stór- borg). - Segja þau frá sjónarhorni einn- ar „sögupersónunnar" (úlfur- inn í Rauðhettu segir frá í stað sögumanns). - Breyta upphafi og/eða endi eða jafnvel miðju. - Búa til fréttablað með smá- auglýsingum (í dálkinum tap- að-fundið auglýsir prinsinn í Öskubusku eftir eiganda skós- ins), dánarfregnum (drottn- ingin er látin), stuttum frétt- um (eitruð epli í umferð), aug- lýsingum (dansleikur í höll- inni) o.m.fl. 2) Að lesa og skrifa: Ljóða- fyrirmyndir (chantiers poé- tiques). Ljóð henta mjög vel í tungu- málakennslu til þess að nemen- dur fái tilfinningu fyrir hrynjandi málsins. Það hefur verið samið margt góðra einfaldra ljóða í frönsku þar sem höfundar nota stuttar setningar og leika sér á ýmsan hátt með málið. Slík ljóð eru tilvalin til notkunar í kennslu. Nemendur kynnast tungumálinu á annan hátt, þeir sjá að ýmislegt má leyfa sér í notkun málsins og feimni við málið getur minnkað. Des- mougin benti á tvær aðalleiðir til að nota slík ljóð í tungumála- kennslu og má nota þær bæði með byrjendum og lengra komn- um: a. Klippt og klístrað: Kennari gefur nemendum frjálsræði til að leika sér á ýmsan hátt með þau ljóð sem þeir lesa. Hann bendir þeim þó á þá möguleika sem hvert og eitt ljóð býður upp á, t.d. ef endurtekningar eru í ljóði er tilvalið að nemendur notfæri sér þann hluta þess. Nemendur geta tekið út viss orð í ljóði og sett önnur í staðinn, þeir geta skipt á orðum/setning- um úr tveimur eða fleiri ljóðum, víxlað línum o.m.fl. Ég læt fylgja dæmi um vinnu með örstutt ljóð eftir Octavio Armand sem lítur svona út upphaflega: Tu n’es pas dans tes yeux. Tu n’es pas dans ta voix. Tu n’es pas dans ton ombre. Tu n’es pas. Hér væri hægt að skipta út frumlaginu, setja t.d. elle í stað tu. Við það breytist sagnbeyg- ingin og eignarfornöfnin sem nemendur þurfa að finna út

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.