Málfríður - 15.09.1997, Blaðsíða 15
því geta þeir komið með ábend-
ingar um breytingar. Á þennan
hátt fá nemendur tilfinningu
fyrir rituðum texta á erlenda
tungumálinu og eru líklegri til að
skoða eigin texta með gagnrýn-
um augum.
Við yfirferð texta eru í grófum
dráttum fjórar aðgerðir sem
koma við sögu:
1) Að taka út óþörf atriði.
2) Að færa til hluta textans, t.d.
til að betra samhengi fáist.
3) Að taka út og setja annað í
staðinn.
4) Að bæta inn í textann.
Það að fara yfir ritaðan texta
felur einnig í sér að fara yfir mál-
fræði, setningaskipan og staf-
setningu en vitanlega má búast
við að kennarinn fullvinni þá
yfirferð þegar hann fær afurð
nemandans í hendur.
Vel flest af því sem hr. Des-
mougin drap á í sambandi við
ritun mætti nota í tungumála-
kennslu, bæði í grunn- og fram-
haldsskóla. Vandinn sem kenn-
arinn gæti sett fyrir sig er sá að
ritunarferlið krefst oft mikils
tíma og spurningin er því sú
hversu mörgum af dýrmætum
kennslustundum kennarinn sér
sér fært að nota í ritun. Það er
því mikilvægt að skipuleggja
verkið í smáatriðum þegar
vinnuáætlun er gerð í byrjun
annar til að ritunin verði hnit-
miðuð og árangursrík.
* * * ★ *
í Iokin ætla ég að fjalla lítil-
lega um hinn hluta námskeiðs-
ins sem frönskukennarar sóttu
en hann bar yfirskriftina Mynd-
bönd í frönskukennslw. Ýmis af-
brigði franskrar tungu.
Bruno Maurer, líkt og Patrick
Desmougin, kennir bæði við
l’IUFM og Paul Valéry háskóla í
Montpellier. Hann skipti sínum
hluta námskeiðsins í þrjá þætti
og studdist við myndbönd í
þeim öllum. Þessi hluti nám-
skeiðsins nýtist frönskukennur-
um ekki á beinan hátt í kennsl-
unni, þ.e. efni hans, eins og það
kom fyrir, væri vart hægt að
nota í kennslustund í íslenskum
framhaldsskóla, til þess er það
of þungt. Hins vegar lærðu
frönskukennarar heilmikið um
ýmis afbrigði frönsku og eru
meðvitaðri um þann fjölbreyti-
leika sem í þeim felst; með þeim
hætti verða þeir líklegri til að
miðla þessum fjölbreytileika til
nemenda sinna.
í grófum dráttum fjölluðu
þessir þrír þættir um eftirfar-
andi efni:
1) Frönsk tunga í Québec
(Kanada), Belgíu og Sviss.
Horft var á sjónvarpsfréttir frá
Québec og Sviss, þ.e. fréttaþætti
sem sjónvarpað var frá stöðvum
í þessum ríkjum. Niðurstaðan
varð sú að sú franska sem töluð
er í Sviss Iíkist mjög frönsku í
Frakklandi en er töluð heldur
hægar. Hins vegar má til sanns
vegar færa að í Québec hefur
orðið til franskt tungumál sem er
mjög ólíkt frönsku talaðri í
Frakklandi hvað varðar bæði
framburð og orðaforða. Franskan
í Québec lýtur ekki lengur þeim
reglum sem settar eru af frönsku
akademíunni og hefur skapað sér
eigið „málnorm".
Einnig var horft á belgísku
kvikmyndina C’est arrivé prés de
chez vous við misjafnan fögnuð
viðstaddra þar sem um er að
ræða mjög svarta satíru á belg-
ískt þjóðfélag með miklu blóði
og ofbeldi.
2) Hvernig mismunandi af-
brigði frönsku eru notuð annars
vegar til að gera grín og hins
vegar í söluskyni.
Horft var á franska grínþætti
þar sem héraðstengd afbrigði
frönsku eru notuð til að koma
spauginu á framfæri en slíkt er
algengt í Frakklandi, sbr. sveita-
maðurinn sem rúllar á r-unum.
Einnig var rætt um auglýsing-
ar þar sem t.d. notaður er fram-
burður frá S-Frakklandi (accent
du Midi) til að auglýsa vöru (s.s.
mýkingarefni) sem á að bera
með sér ferskleika svæðisins.
3) Þeirri spurningu var varp-
að fram hvernig frönskumæl-
andi fólk utan Frakklands upp-
lifir franska tungu og hvernig
það notar hana.
Horft var á heimildarmynd
um belgískt þjóðfélag þar sem
tungumálatogstreita á milli Vall-
óna og Flæmingja er mjög mikil.
Einnig var horft á þátt um söng-
konuna Angélique Kidjo sem er
upprunnin frá fyrrum frönsku
nýlendunni Gabon en hún tók
þá ákvörðun að syngja á sínu
afríkanska móðurmáli í stað
þess að syngja á frönsku sem
hefði e.t.v. greitt henni hraðari
leið til frægðar.
Þá var fjallað um innflytjend-
ur frá N-Afríku (Túnis, Marókkó,
Alsír) í Frakklandi og horft á tvo
heimildarþætti. Annar þeirra,
Mémoires d’immigrés, er sérstak-
lega athyglisverður. í honum
koma fram sjónarmið ungs
fólks, afkomenda fyrstu innflytj-
endanna, á þá leið að þó að það
hafi að öllu leyti alist upp í
Frakklandi og tali frönsku eins
og Frakkar af frönskum upp-
runa, þá sé það sífellt minnt á í
hinu daglega lífi að það á annan
uppruna. Kemur fram að þetta
unga fólk upplifir þetta á mjög
neikvæðan hátt enda á það erfitt
með að skapa sér sjálfsmynd
þegar það nær ekki að samsama
sig þjóðfélaginu vegna utanað-
komandi skilaboða. í þættinum
eru viðtöl við fólk af norður-
afrískum uppruna á öllum aldri
og er þetta sérstaklega vel unn-
inn og fróðlegur þáttur.
*****
Þetta fimm daga námskeið
fyrir frönskukennara var bæði
gagnlegt og fróðlegt að mínu
mati. Ritunarhlutinn mun eflaust
gagnast á beinan hátt í frönsku-
kennslunni og myndbandahlut-
inn mun stuðla að því að menn-
ingarþátturinn (í orðsins víð-
ustu merkingu) í kennslunni
verður áhugaverðari og fjöl-
breyttari því kennarar eru með-
vitaðri um það að þeir eru ekki
að kenna tungumál sem er ein-
ungis talað innan landamæra
Frakklands af Frökkum með
„baguette'1 og alpahúfu, heldur
af mjög breiðum hópi fólks á
stórum landsvæðum sem á það
sameiginlegt að flokkast undir
það málsvæði sem á frönsku
nefnist la francophonie (frönsku-
mælandi samfélag).
Jóhanna Björk
Guðjónsdóttir.
15