Málfríður - 15.09.1998, Page 3

Málfríður - 15.09.1998, Page 3
Ritstjórnarrabb Málfríður hefur nú fengið nýtt og léttara yfirbragð sem vonandi fellur lesendum vel í geð. Efni blaðs- ins er þó hefðbundið og í þessu tölublaði er að finna margar merkar greinar sem tengjast ýmsum hliðum tungumálakennslu. Eins og mönnum er vel kunnugt er vinna við nýja námskrá hér á landi í fullum gangi. Það gæti því verið fróðlegt að líta til annarra þjóða og sjá hvernig þær hafa unnið að námskrármálum. Berg- þóra Kristjánsdóttir fjallar í grein sinni um það hvernig Danir hafa unnið með sína námskrá. I kjöl- far greinar Bergþóru er grein eftir Gerði Guð- mundsdóttur sem stýrir námskrárvinnu erlendra tungumála hérlendis. Hún segir í grein sinni frá málstofu um námskrárvinnu sem hún sótti í Graz í Austurríki. I tilefni af 15 ára afmæli Endurmenntunarstofn- unar Háskólans fengum við þær Brynhildi A. Ragnarsdóttur og Danfríði Skarphéðinsdóttur til að skrifa unr endurmenntun í tungumálum á vegum Háskóla Islands fyrir fólk í atvinnulífmu. Sabine Marth fjallar um bókina “Die Schöne ist angekonr- men” þar sem þýskri málfræði er fléttað saman við efni glæpasögu. Jórunn Tómasdóttir segir frá nám- skeiði á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskól- ans um orðaforða sem haldið var sl. sumar. Orða- forðahorn Auðar Torfadóttur er nýr liður í Málfríði en þar mun hún framvegis gefa góð ráð um hvern- ig byggja má upp orðaforða nemenda. Hugmynda- bankinn er fenginn úr frændgarði þ.e.a.s. tímaritinu Sproglæreren og tengist orðaforðaþjálfun. Að lokum eru í blaðinu tvær greinar sem tengj- ast tölvunotkun í tungumálanámi eftir þau Jórunni Tómasdóttur og Grétar Skúlason. Samkvæmt venju eru í haustblaði Málfríðar frásagnir af sumarnám- skeiðum. Fyrri greinin er eftir Bergljótu Halldórs- dóttur og Monicu Mackintosh sem sóttu námskeið fyrir enskukennara í Wales. Síðari greinin er eftir þær Ásu Kristínu Jóhannsdóttur og Bryndísi Helga- dóttur og segir þar frá námkeiði fyrir dönskukenn- ara sem haldið var í Danmörku. Efnisyfirlit: Bergþóra S. Kristjánsdóttir: Danska sem annað mál .......................... 4 Gerður Guðmundsdóttir: Málstofa um námskrárvinnu í Graz............... 7 Brynhildur A. Ragnarsdóttir: Sérsniðin dönskunámskeið Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands.................... 8 Danfríður Skarphéðinsdóttir: Þjálfun í þýsku — námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar .......................10 Sabine Marth: Buchbesprechung............................12 Jórunn Tómasdóttir: Að byggja upp orðaforða....................14 Orðaforðahorn Auðar Torfadóttur ...........17 Hugmyndabankinn ...........................20 Jórunn Tómasdóttir: Frá Bayeux til margmiðlunar................21 Grétar Skúlason: Ný tækni í frönskukennslu — «Utilisation des nouvelles technologies dans l’enseignement du francais».................................23 Bergljót Halldórsdóttir og Monica Mackintosh: Frá enskunámskeiði við háskólann í Swansea í Wales sumarið 1998 ............................ 26 Asa Kristin Jóhannsdóttir og Bryndís Helgadóttir: Námskeið framhaldsskólakennara í Hróarskeldu og Schæffergárden í Gentofte dagana 5.—15. ágúst 1998 .............................. 28 Málfríður, tímarit samtaka tungumálakennara, 2. tbl. 1998. Útgefandi: Ritnefnd: Setning, prentun og bókband: Samtök tungumálakennara á Ásmundur Guðmundsson Steinholt ehf. Islandi. Guðbjörg Tómasdóttir Ingunn Garðarsdóttir Heimilisfang Málfríðar: Ábyrgðarmaður: Kristín Jóhannesdóttir Pósthólf 8247 Auður Torfadóttir Steinunn Einarsdóttir Frófarkalestur: Gunnar Skarpéðinsson 128 Reykjavík. Forsíðumynd: Eiríkur Haraldsson, þýskukennari

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.