Málfríður - 15.09.1998, Page 8

Málfríður - 15.09.1998, Page 8
Sérsniðin dönskunámskeið Endur- / menntunarstofnunar Háskóla Islands Brynhildur A. Ragnarsdóttir. Þátttakendur á námskeiðinu voru þjálfaðir í því að halda er- indi, sitja fundi, setja fram fyrir- spurnir og að spjalla um mál- efni sem tengj- ast fagi þeirra og réttindamál- um. 8 Á tímum alþjóðavæðingar og aukins sam- starfs þjóða í milli er góð kunnátta í tungumálum gulls ígildi. Þegar menn þurfa að gera samninga eða sitja fundi þar sem miklir hagsmunir eru í húfi verður þeim ljóst hve miklu skiptir að kunnátta í viðkomandi tungumáli sé á góðum grunni reist og að þeir hafi haldgóða þekkingu og skilning á viðteknum samskiptaháttum þeirrar þjóðar sem þeir eiga viðskipti við. Hvar sem er í heiminum er vaxandi þörf á sérsniðnum tungumálanámskeiðum ætluð fólki í viðskiptaheinrinum. Þegar tungumálaráðgjöfin hóf starfsemi sína í þeirri mynd sem hún starfar nú, haustið 1994, var óskað eftir því af hálfu Stjórnarráðsins að haldið yrði námskeið í „Telefondansk“ fyrir móttökuritara. Is- lendingar voru að taka við formennsku í norrænu samstarfi og fannst riturunum þörf á því að hressa upp á kunnáttu sína í norrænum málum. Þátttakendur hittu kennarana, sem voru tveir, einu sinni í viku í tvo tíma í senn og síðan tóku norrænu lektorarnir að sér að hringja daglega í þátttakendur og æfa þá þætti sem teknir höfðu verið fyrir í kennslustundum. Þetta þýddi að til við- bótar við kennslustundirnar fengu þátt- takendur fjórar upphringingar á dag, fjóra daga í viku, og þurftu að bregðast við fyr- irspurnum á dönsku, norsku, sænsku og finnlandssænsku. Námskeiðið stóð yfir í átta vikur. Næsta sérsniðna námskeiðið var haldið að beiðni Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga haustið 1995. Starfsmenn félagsins voru kennurunum innan handar við efnisöflun og tóku orða- forðaæfingar mið af fagmáli hjúkrunar- fræðinga.Að auki tengdist hluti æfmganna, máli því sem notað er við fundahöld. Fengnir voru danskir fyrirlesarar úr heilbrigðisstétt, sem fjölluðu um málefni tengd heilbrigðisgeiranum. Þátttakendur á námskeiðinu voru þjálfaðir í því að halda erindi, sitja fundi, setja fram fyrirspurnir og að spjalla um málefni sem tengjast fagi þeirra og réttindamálum. Fyrirlestrar og kynningar voru teknar upp á myndband sem síðan var skoðað og metið í samvinnu við þátttakendur. Nám- skeiðið stóð í 20 klukkustundir og þátt- takendafjöldi var 15. Og síðan fór boltinn að rúlla. I upphafi árs 1996 óskaði eitt ráðuneytanna eftir sérsniðnu námskeiði fyrir sína starfsmenn og við skipulagningu þess námskeiðs var farið eins að og á fyrrgreindu námskeiði FIH. Starfsmenn sendiráðs Danmerkur hér á landi komu og fjölluðu um málefni tengd þörfum ráðuneytisins. Endurmenntunarstofnun Háskóla Is- lands frétti af þessum námskeiðum og varð að samkomulagi að stofnunin tæki að sér, í samvinnu við kennarana, að bjóða upp á námskeið ætluð ríkisstarfsmönnum, sem þurfa að sitja norræna fundi. Fyrsta námskeiðið af því tagi var haldið haustið 1996 og hafa þau verið fastur lið- ur á dagskrá Endurmenntunarstofnunar allar götur síðan, eitt til tvö á önn. Tíma- þöldi er 24 og hámarksfjöldi þátttakenda er 14 í hveijum hópi. Rammi námskeiðanna er í grófum dráttum eitthvað á þessa leið: Þátttakendur kynna sig. Þátttakendur flytja stutt erindi um menntun sína, fag sitt og starf. Hlutverkaleikir (mikið er um vinnu í litlum hópum þar sem þátttakendur þurfa að leysa ákveðin vandamál og komast að samkomulagi eða niðurstöðu). Utanaðkomandi fyrirlestrar um málefni sem varða hópinn. Lestur blaðagreina og umfjöllun um þær.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.