Málfríður - 15.09.1998, Qupperneq 10

Málfríður - 15.09.1998, Qupperneq 10
Þjálfun í þýsku - námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Danfríður Skarphéðinsdóttir. r I Evrópusam- bandinu er þýska það tungumál sem er móðurmál flestra íbúanna eða um 90 milljóna 10 Ein blómlegasta stofnun þjóðarinnar, Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands, fagnar um þessar mundir 15 ára afmæli sínu. Námskeið Endurmenntunarstofnun- ar hafa svo sannarlega hitt í mark hjá þjóð- inni og á síðasta ári sóttu um tólf þúsund manns námskeið stofnunarinnar. Frá upp- hafi hefur það verið gæfa stofnunarinnar að hafa ráðið til sín framsýna eldhuga. Með öflugu starfi sínu hefur þeim tekist að bjóða sérhæfð námskeið fyrir ýmsa hópa háskólamanna en einnig námskeið t.d. í tungumálum og um menningu íyrir almenning. Með slíkum námskeiðum hef- ur Endurmenntunarstofnun tengt og gef- ið stórum hópi fólks innsýn í þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Það mun þegar til lengri tíma er litið ráða nokkru um hvernig HI tekst að fóta sig í þjóðfé- lagi þar sem breytingar verða æ hraðari og stórstígari. Með aukinni og beinni þátttöku þjóð- arinnar í alþjóðlegu samstarfi skiptir tungumálakunnátta æ meira máli. Nýjar atvinnugreinar t.d á sviði hugbúnaðar og í ferðaþjónustu eru greinar þar sem Islend- ingar eru í samkeppni á stórum og hörð- um markaði. Fleiri og fleiri þurfa dag hvern að nota erlend tungumál við vinnu sína. Því er ekki að undra að flestir sem sækjast eftir fólki í vinnu skuli setja spurn- inguna um tungumálakunnáttu umsækj- enda ofarlega. Eins og kunnugt er hefst nám í þriðja erlenda tungumálinu hér á landi við upp- haf náms í framhaldsskóla. Margir nem- endur hafa reyndar lært þýsku eða frönsku sem valgrein í 10. bekk. Það nám er yfir- leitt ekki viðurkennt þegar þeir koma í framhaldsskólann. Sú staðreynd að byij- endur í þriðja máli hér á landi eru nokk- uð ,,gamlir“ þegar þeir hefja námið veld- ur því að þorri nemenda stendur á þeim þröskuldi að vera að byrja að geta notað málið sér til gagns þegar þeir útskrifast úr framhaldsskóla. Tíminn, sem ætlaður er til námsins, er einfaldlega of stuttur. Fáir þurfa beinlínis að nota þriðja erlenda tungumálið í námi að loknum framhalds- skóla. Annað blasir hins vegar við þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Það er ekki tilviljun að í viðskipta- og hagfræðiskor Háskóla Islands er nú boðið upp á nám í erlendum tungumálum m.a. þýsku. I Evrópusambandinu er þýska það tungumál sem er móðurmál flestra íbú- anna eða um 90 milljóna, næst koma enska og franska með milli 50 og 60 millj- ónir íbúa hvort málsvæði. I viðskipta- og fjármálaheimi Evrópubandalagsins er þýska mjög mikilvægt samskiptamál. Með opnun A-Evrópu hafa okkur opnast áhugaverð menningarsvæði og nýir mark- aðir. Þar er löng hefð fyrir þýsku sem fyrsta erlenda tungumáli. Kunnátta í þýsku er því lykillinn að samskiptum við margar þjóðir þar eystra. Til þess að mæta þörf fjölmargra ein- staklinga fýrir að þjálfa þýskukunnáttu sína frá skóladögunum var ákveðið að bjóða upp á þýskunámskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ síðastliðinn vetur. Tók undirrituð að sér að kenna á námskeiðinu ásamt Dr. Oddnýju Sverris- dóttur, dósent við HI. Námskeiðið bar yfirskriftina „Þjálfun í þýsku.“ Gengið var út frá því að fólk hefði nokkurn grunn fyrir. Markmið námskeiðsins var að þjálfa og styrkja þá kunnáttu. Þátttakendur komu úr ýmsum atvinnugreinum, s.s. blaðamennsku, ferða- þjónustu, skólakerfinu og viðskiptum. Þeir áttu það sameiginlegt að þurfa að nota þýsku við störf sín. Megináherslan var lögð á að þjálfa munnlega færni, m.a. með samtalsæfingum og hlutverkaleikjum. Þá voru hlustunaræfingar, sem þátttakendur endursögðu, og lesefni afýmsu tagi, t.d.úr

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.