Málfríður - 15.09.1998, Page 11

Málfríður - 15.09.1998, Page 11
þýskum dagblöðum. Með vali á textum var reynt að koma til móts við starfs- eða áhugasvið þátttakenda og miðla um leið og kynna sérkenni þýskumælandi landa. Þátt- takendur voru þjálfaðir í helstu kurteisis- venjum og hvernig þær tengjast málnotk- un og framkomu. Ekki var lögð áhersla á beina málfræðikennslu en þátttakendur fengu æfingar með lausnum sem þeir gátu leyst heima og beðið um útskýringar og leiðbeiningar. Allir þátttakendur fluttu fyrirlestur fyrir hópinn um efni að eigin vali, yfirleitt um starf sitt eða áhugamál. Reynt var að tala eingöngu þýsku á nám- skeiðinu bæði í tímunum og í kaffihléum. Við þjálfun í notkun daglegs máls í tungumáli er ekkert sem kemur í stað þess að dvelja í viðkomandi landi og taka þátt í daglegu lífi íbúanna.Við sem kenndum á námskeiðinu vildum ekki láta staðar numið með þessu námskeiði. I stað þess að fá fólk í tíma einu sinni í viku eftir íslensk- an vinnudag ætlum við nú að taka nýtt skref. I samráði við Endurmenntunar- stofnun höfum við gert samning við Sprachenkolleg í Freiburg í Þýskalandi um hraðnámskeið þar í borg undir yfirskrift- inni „Mál — menning — mannlíf.“ Tung- umálakennarar hér á landi hafa frá upphafi skipulagt og haldið endurmenntunarnám- skeið erlendis í samvinnu við Endur- menntunarstofnun. Þýskunámskeiðið í Freiburg mun hins vegar vera fyrsta al- menna námskeiðið sem Endurmenntun- arstofnun efnir til erlendis. Er það án efa tákn um þá tíma sem við lifum á. Hér er um að ræða öflugt þýskunámskeið, 65 kennslustundir á 10 dögum, þar sem bryddað verður upp á ýmsum nýjungum. Þýskt mál, þýsk menning og mannlífið í Freiburg verða í brennidepli og allt þetta fléttað saman undir öruggri handleiðslu reyndra kennara við Sprachenkolleg. Auk kennslustundanna verður lögð áhersla á að kynnast fyrirtækjum og stofnunum svo og menningar- og félagslífi íbúa þessarar fallegu borgar í Svartaskógi. Danfríður Skarphéðinsdóttir, þýskukennari við Menntaskólann í Reykjavík Hér er um að ræða öflugt þýskunámskeið, 65 kennslu- stundir á 10 dögum, þar sem bryddað verður upp á ýmsum nýjungum. Frá Félagi dönskukennara og Félagi enskukennara Sameiginlegur fundur Félags dönskukennara og Félags enskukennara um sérkennslu í tungumálum verður haldinn í Kennarahúsinu miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20.00. Á fundinum verður fjallað um ýmsa þætti sérkennslu. Framsöguerindi flytja: • Bryndís Sigurjónsdóttir, enskukenari við Borgarholtsskóla • Guðrún Ragnarsdóttir, dönskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð • MaríaVigdís Kristjánsdóttir, kennari við Starfsþjálfun fatlaðra. Að loknum framsöguerindum verða umræður og kaffiveitingar. 11

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.