Málfríður - 15.09.1998, Side 14

Málfríður - 15.09.1998, Side 14
Að byggja upp orðaforða Dagana 8. til 10. júní í sumar var haldið námskeið á vegum STIL og Endurmennt- unarstofnunar HI um orðaforða og orða- forðatileinkun. Leiðbeinendur voru Auður Torfadóttir lektor í KHÍ og Hafdís Ingv- arsdóttir kennslustjóri I HI. Þátttakendur á námskeiðinu voru 30 og voru saman komnir fulltrúar dönsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Því miður komust færri að en vildu þannig að það er eindregin Járunn Tómasdóttir. ,, TT r,, c von okkar að Auður og Hatdis sjai ser tært að endurtaka námskeiðið svo að þeir, sem voru svo óheppnir að komast ekki að í sumar, fái notið frábærra fyrirlestra um einkar athyglisvert og tímabært efni. I þessum greinarstúfi ætla ég mér ekki að gera nákvæma grein fyrir viðamiklu umtjöllunarefni námskeiðsins né endur- segja í smáatriðum firnagóða fyrirlestra þeirra Auðar og Hafdísar heldur eingöngu stikla á stóru. Það verður að segjast strax í upphafi að námskeiðið tókst með ein- dæmurn vel. Auði og Hafdísi tókst að halda athygli allra fanginni frá fyrstu mín- útu og voru þátttakendur sammála um að sjaldan hefðu þeir verið á jafn skemmti- legu og gefandi námskeiði. I upphafi var velt upp spurningunni um hvernig við sjálf lærum ný orð. Fólk beit- ir mismunandi tækni við að festa orð í minni sér, t.d. sjá þau fyrir sér, rifja þau stöðugt og markvisst upp, skrifa þau, tengja þau við önnur orð o.s.frv. Því rniður hendir það oft að við kennarar þröngvum okkar eigin aðferðum upp á nemendur við að tileinka sér ný orð í staðinn fyrir að veita þeirn frelsi til að velja þá aðferð eða tækni sem hentar hverjum og einum best. Auðvitað gerum við þetta í góðri trú, full- viss um að þar sem tiltekin aðferð nýtist okkur vel hljóti hún að nýtast nemendum okkar á sama hátt. Hlutverk kennarans er fremur að benda nemandanum á ýmsar ólíkar leiðir við að tileinka sér ný orð og veita honum síðan fullt frelsi til að velja 14 sína eigin aðferð. Auður hélt síðan yfirlitsfyrirlestur um þátt orðaforða í tungumálakennslu. Hún byggði fýrirlesturinn að mestu á grein sem hún skrifaði í síðasta tölublað Málfríðar. Vil ég nota tækifærið og benda fólki ein- dregið á að lesa þá grein. Eins og við vit- um eru orð til alls fýrst. Það er óhugsandi að læra tungumál án þess að kunna orð. Við getum ekki hlustað, talað, lesið eða ritað tiltekið mál án þess að hafa hluta orðaforða þess á valdi okkar. Orðaforðinn er því bæði fýrirferðarmikill og afar mik- ilvægur í öllu tungumálanámi. Að sjálf- sögðu hafa tungumálakennarar ætíð gert sér grein fýrir mikilvægi orðaforðans og lagt ríka áherslu á að kenna nemendum orð, orðasambönd og orðatiltæki og beitt til þess ýmsum og tjölbreytilegum aðferð- um en ef til vill hefur kennsla í orðaforða verið tremur tilviljanakennd og varla nægilega markviss hingað til. Þó er vitað að án málfræði getum við lítið sagt en án orðaforða getum við ekkert sagt. í framhaldi af fýrirlestri Auðar var rætt um kennslubækur og orðaforða. Oft virð- ist sem hending ein ráði því hvaða orða- forði ratar inn í kennslubækurnar, ekki sé vísindalega unnið að því að byggja hann upp og festa í minni nemenda bæði til skilnings (óvirkur orðaforði) og til notk- unar (virkur orðaforði). Viss grundvallar- orðaforði þarf að vera fýrir hendi sem fýrst og síðan þarf markvisst og skipulega að byggja ofan á hann. Ekki eru allir sammála um hversu mikill orðaforðinn þarf að vera til að unnt sé að segja kinnroðalaust að maður ,,kunni“ tungumál en öllum má vera ljóst að hann þarf að vera töluverður. Kennari sem leggur metnað sinn í að gera orðaforðanum jafn hátt undir höfði í kennslunni og öðrum færniþáttum þarf fýrst og fremst að hafa í huga hver mark- rniðin með orðaforðakennslunni eru: — að nemandinn öðlist góðan og gagn- legan grunnorðaforða.

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.