Málfríður - 15.09.1998, Síða 15

Málfríður - 15.09.1998, Síða 15
— að nemandinn öðlist færni í að byggja ofan á þann orðaforða sem fyrir er. — að nemandinn fái tækifæri til að sjá, heyra og nota sama orðið í mismun- andi samhengi og félagsskap. — að nemandinn fái tækifæri til og öðlist færni í að velta fyrir sér merk- ingu, hlutverki, skyldleika, samsetn- ingu og félagsskap orða. — að nemandinn læri að tengja orða- forða eigin reynslu og þekkingu. Hvaða aðferðunr á kennarinn að beita við kennslu orðaforða? Fram kom á nám- skeiðinu að orðaforðatileinkun væri oft tilviljanakennd. Ef við viljum gera hana markvissari getum við byrjað á því að setja frarn skýr markmið. Síðan veljum við orð og/eða orðasambönd með hliðsjón af tíðni þeirra og notkunarmöguleikum. Að því búnu kynnum við orðið fyrir nem- endum (innlögn) og getum þar stuðst við hlut, klippimynd, látbragð, ljósmynd og ýmislegt fleira. Loks leitumst við við á markvissan hátt að hjálpa nemendum að velja sér þá aðferð sem þeim hentar best til að festa orðið í minni sér, t.d. með því að sjá fyrir sér rnyndir, gera orðarós, rifja stöðugt upp og fleiri góðar aðferðir gefast. Nauðsynlegt er að láta nemandann vinna með ný orð í mismunandi og fjölbreyti- legum æfingum bæði munnlegum og skriflegum. Upprifjun gegnir lykilhlut- verki við orðaforðatileinkun. Fram kom að miklu máli skipti að rifja ný orð fljót- lega upp og æfa þau 6 til 16 sinnum til að þau komist inn í langtímaminnið. Lestur og hlustun vega þungt en duga þó skammt ef ekki kemur til samhliða virk vinna nemandans með orðaforðann. Hefð- bundnar glósur og glósulistar gagnast ifla við orðaforðanám þar sem slík vinna krefst of lítils af nemandanum. Það er i hlutverki kennarans að aðstoða nemandann við að velja mikilvægustu orðin til að glósa og fá hann til að velta þeim fyrir sér og sam- henginu við önnur orð. Nauðsynlegt er að fá nemandann til að kljást sem mest sjálfur við orðin. Við lok námskeiðsins voru þátttakend- ur látnir vinna verkefni þar sem þeir áttu að nýta þá kunnáttu og þær hugmyndir sem þeir höfðu öðlast á námskeiðinu. Þeir skiptu sér í hópa eftir því hvaða tungumál þeir kenndu. Hver hópur valdi sér texta úr námsbók og vann úr honum med tilliti til orðaforðans sem kenna skyldi. Síðan kynntu hóparnir verkefnin sín þar sem fram konru ótal frábærar hugmyndir og snjallar lausnir við kennslu orðaforða. Þar sem ég var í frönskuhópnum ætla ég að leyfa mér að birta verkefnið okkar í lok þessa greinar- stúfs sem dæmi um hvernig nálgast má orðaforðakennslu markvisst út frá aðferðum og hugmyndum sem Auður og Hafdís viðr- uðu við okkur á námskeiðinu. I frönskuhópnum voru: • Guðný Arnadóttir, kennari í Flensborg • Jórunn Tómasdóttir, kennari í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja • Sigríður Guðbrandsdóttir, kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð • Vera Osk Valgarðsdóttir, kennari í Fjöl— brautaskóla Suðurlands. Hópurinn valdi texta úr kennslubókinni CAFÉ CRFME 1. hefti, Unité 8. Bókin er gefin út af franska bókaforlaginu Hach- ette.MARKHÓPUR: FRA 103 1. Markmið — bjarga sér á lestarstöð, — skilja tilkynningar, — biðja um upplýsingar, — kaupa miða. 2. Velja orða.til skilnings: a. une correspondance, une voie, un terminus, un voyageur, descendre, partir. b. til notkunar: une gare, un train, un départ (part- ir), un quai,je voudrais, leTGV, une arrivée (arriver), prendre le train, changer de train un billet, aller- retour/aller simple/ un reto- ur/rentrer, premiére classe/ seconde classe. 3. Innlögn — myndir í bókinni og aðrar myndir — tímatafla lesta Nauðsynlegt er að láta nemand- ann vinna með ný orð í mis- munandi og fj ölbrey tilegum æfingum bæði munnlegum og skriflegum. 15

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.