Málfríður - 15.09.1998, Síða 17

Málfríður - 15.09.1998, Síða 17
Orðaforðahorn Auðar Torfadóttur Síðastliðið vor birti ég grein í Málfríði sem nefndist Orðaforði og tungumála- nám. Þar var farið vítt og breitt yfir svið- ið, en rúmsins vegna var ekki hægt að gera öllu skil. Eg hafði því samband við rit- stjórn Málfríðar og kom með þá uppá- stungu að birta smápistla um orðaforða öðru hverju, þar sem hægt væri að taka fyrir viss afmörkuð atriði. Það var vel tek- ið í það, og hér birtist fyrsti pistillinn, en þeir munu ganga undir heitinu Orða- forðahornið. Það hafa ýmsir velt fyrir sér og spurt hvernig best sé að fylgjast með þróun orðaforða hjá nemendum og prófa orða- forða. Orðaforðahornið tekur þessi mál til meðferðar í þetta sinn, einkum þó fyrr- nefnda atriðið. Orðaforðapróf Orðaforði hefur löngum verið sérstakt prófatriði á stöðluðum tungumálaprófum, eins og t.d. ameríska TOEFL prófinu og þá gjarnan í formi krossaspurninga. Þetta hefur hins vegar verið að breytast. Ef við tökum TOEFL prófið sem dæmi, þá hefur það sætt gagnrýni á undanförnum árum fyrir að stilla tungumálinu upp sem sam- safni af mismunandi þáttum (málfræði, orðaforða o.s.frv.), frekar en að leggja áherslu á málið sem heildstætt fyrirbæri. Einn af þeim sem hafa gagnrýnt þessa stefnu er Lyle Bachman, sem er einn þekktasti sérfræðingur Bandaríkjamanna á sviði tungumálaprófa. Það þarf mikið til að hrófla við hinni sterku hefð Banda- ríkjamanna fyrir tölfræðistýrðum krossa- prófum og þróunin er hæg. I fyrstu voru orð prófuð ein og sér, t.d. foolish means ____ clever ____ rnild ____ silly frank Næsta stig í þróuninni var að setja orð- in í samhengi, t.d.: Mrs. P. had a stroke. ____ a serious illness ____ an idea ____ an accident (Tekið skal fram að þessi dæmi eru ekki úr TOEFL prófunum sjálfum). Vegna enn frekari gagnrýni hefur sú þróun orðið að orðaforði hefur frá 1995 verið prófaður sem hluti af lestexta en ekki sér. A undanförnum árum hafa prófsemj- endur víða um heim verið að færa tungu- málapróf í átt til meiri samþættingar þar sem litið er á tungumálið heildstætt og skilningsorðaforðinn (receptive) er próf- aður í tengslum við hlustun og lestur, en virki orðaforðinn (productive) í tengslum við munnlega og skriflega tjáningu. Opinber prófastefna á Islandi virðist ganga í öfuga átt við það sem tíðkast ann- ars staðar nú og samræmd próf hafa færst í átt frá samþættingu í það að prófa að- greinda þætti. Mælitæki tölfræðinnar eru látin ráða ferðinni án þess að tillit sé tekið til þeirrar þróunar sem hefur orðið í kennslu erlendra mála. Fyrir nokkrum árum var könnunarpróf í ensku lagt fyrir í framhaldsskólum landsins. Þar var málið bútað niður í einingar sínar og prófað sér í orðaforða með krossaspurningum. Orð- in, sem prófa átti, voru fjórtán að tölu. Þarna blasir við vandi. Hvernig er hægt að velja fjórtán orð til að vera fulltrúar þeirra þúsunda orða sem nemendur á þessu stigi eiga að kunna? Prófformið sjálft kemur í veg fyrir að hægt sé að prófa nema brot. Auk þess er mjög erfitt að semja góð krossapróf og þau prófa ekki endilega það sem þau eiga að prófa. Nemendur þurfa að skilja alla hina valmöguleikana til að geta svarað rétt, og þar með er verið að gera aukakröfur til nemenda umfram það sem prófatriðið leggur upp með. Auður Torfadóttir. Opinber prófa- stefna á íslandi virðist ganga í öfuga átt við það sem tíðkast annars staðar nú og samræmd próf hafa færst í átt frá samþætt- ingu í það að prófa aðgreinda þætti. 17

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.