Málfríður - 15.09.1998, Page 21

Málfríður - 15.09.1998, Page 21
Fra Bayeux til margmiðlunar Dagana 22. júní til 26. júní í sumar var haldið námskeið á vegum norrænu/ baltísku deildar (Nordisk Baltisk Region) alþjóðasambands tungumálakennara (FIPLV), í Svíþjóð. Samtök tungumála- kennara (LMS) í Dalarna báru hitann og þungann af undirbúningi og skipulagn- ingu námskeiðsins.Var allt til fyrirmyndar. Yfirskrift námskeiðsins var táknræn: „Frá Bayeux till Multimedia“ og voru haldnir margir bitastæðir fyrirlestrar og málstofur um tungumálakennslu og margmiðlun. Fyrirlesarar komu frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi og tókst öllunt vel upp jafnt í munnlegri sem raftækri framsetningu. Þátttakendur voru tæplega 60 og komu frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Námskeiðið var um margt bæði athygl- isvert og lærdómsríkt. Það er augljóst að við erum að ganga inn í hátæknivæddan kennsluheim margmiðlunar þar sem tölv- ur eru jafn hversdagsleg tól og krítin. Með nýrri tækni breytist hlutverk kennarans; hann er ekki lengur hinn alvitri ítroðslu- meistari upp við púlt sem notar eingöngu bók, prik, krít og rödd heldur hverfist hann smám saman í tæknivæddan leibein- anda. Þar sem ég sat undir fræðilegum fyrirlestrunum um hvernig nýta mætti margmiðlun til öflugri, markvissari og margþættari tungumálakennslu á öllum skólastigum varð sú hugmynd æ áleitnari að við kennarar, sem komnir eru á miðjan aldur, fæddir löngu fýrir hátæknibyltingu og margmiðlun, værum að úreldast í starf- inu. Það er vægast sagt fremur slæm til- finning. Annað hvort væri að bretta upp ermarnar, hleypa í sig kjarki og læra á tæknina, verða virkur í tænivæddu upplýs- ingasamfélagi nútímans ellegar sækja um að komast á eftirlaun fýrir aldur fram. Auðvitað láturn við ekki deigan síga heldur veljum við fremur að læra á tækn- ina og nýta hana okkur og nemendum okkar til framdráttar í skólastarfinu. En hvernig förum við að því? Danski fýrirles- arinn Paul Otto Mortensen hélt því fram að kennarar, einkum þeir í eldri kantin- um, þyrftu 300 til 500 kennslustundir til að tileinka sér hátæknina þannig að þeir gætu nýtt sér hana af öryggi í kennslunni. Það er dýrt að senda alla kennara í svo langa endurmenntun en það er ekki síður dýrt að láta þá verða af henni. Það gagnar lítið að búa skólana öllum bestu hugsan- legum tækjum sem standa svo ónotuð vegna vankunnáttu eða ótta kennara við að nota þau. Fyrsta skrefið hlýtur því að vera að mennta kennara og veita þeini þá æftngu og þjálfun sem þarf til að geta tek- ið tæknina í sína þjónustu við kennsluna. Helgarnámskeið í fræðunum er vita gagnslaust. Mortensen sagði frá bæjarfélagi einu í Danmörku sem var einkar skóla- og menntunarvænt. Marmkiðið var að skapa frábæran grunnskóla og laða þannig að fólk til búsetu. Kennarar voru flestir komnir á og yfir miðjan aldur og kunnu fremur lítið fyrir sér í notkun margmiðl- unar eins og von er. Skólanefndin ásamt bæjarstjórn ákvað því að hverjum kennara skyldi lánuð tölva heim með tengingu við internetið og mættu þeir hafa tölvuna í 18 mánuði. Þetta þótti ódýrari kostur en að senda alla kennarana á námskeið í marg- miðlun.Tilraun þessi þótti takast með ein- dæmum vel. Einkum sýndu kennslukonur miklar framfarir í tölvuleikni að 18 mán- uðum liðnum. Við lok lánstímans fengu kennararnir tækifæri til að kaupa tölvurn- ar á góðurn kjörum með föstum mánað- argreiðslum. Þátttakendum á námskeiðinu í Leksand fannst þetta afar snjöll lausn og ekki var laust við að vottaði fýrir öfund í garð dönsku kolleganna vegna þeirrar natni og umhyggju sem þeim hafði verið sýnd af bæjaryfirvöldum. Umrætt námskeið fór fram í mennta- skólanum í Leksand. Skólinn er nýlegur, aðeins þriggja ára gamall og höfðu kenn- arar hönd í bagga við útfærslu byggingar- Jórunn Tómasdóttir. Það er augljóst að við erum að ganga inn í há- tæknivæddan kennsluheim margmiðlunar þar sem tölvur eru jafn hvers- dagsleg tól og krítin. 21

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.