Málfríður - 15.09.1998, Síða 22

Málfríður - 15.09.1998, Síða 22
Hvað svo sem öðru líður er og verður undir- staða farsæls og framsækins skólastarfs metnaðarfull og markviss menntun kenn- ara þar sem hvergi er slegið af faglegum kröfum. innar. Þetta er glæsileg skólastofnun þar sem einkum hefur verið tekið tillit til þarfa nemenda og kennara. I skólanum eru rúmlega 700 nemendur. Hvert tungu- mál hefur sína eigin kennslustofu þar sem öll gögn, er hugsanlega þarf að nota í kennslunni, eru fyrir hendi. Myndbands- tæki er í hverri stofu. Það sem vakti þó hvað mesta athygli er málverið „Lingotek“. I málverinu, sem var bjart og rúmgott, voru 20 tölvur tengdar við internet. Þar var hægt að skoða sjónvarpsefni frá ýms- um löndum Evrópu í beinni útsendingu. Myndbandstæki var tengt við hverja tölvu þannig að nemendur gátu valið sér mynd- bandsefni, horft á myndina, hlustað á text- ann í heyrnatólunum og oftast en ekki séð hann samtímis ritaðan á skjáinn. Svo voru auðvitað alls kyns leikir og æfingar á CD- Rom. I málverinu var stór skápur fullur af alls konar myndbandsefni, hljóðsnældum, geisladiskum, og CD-Rom diskum á alls kyns tungumálum. Stór hluti af mynd- bandsefninu og hljóðsnældunum var kominn frá sænska fræðsluvarpinu sem er afar öflug og lifandi stofnun. Hver tungu- málahópur hefur aðgang að verinu einu sinni í viku. I 700 nemenda skóla í Dalarna, sem er að vísu fegursta sveitin í Svíþjóð en sveit engu að síður, er útbúnaður þvílíkur til tungumálakennslu og tungumálanáms að allir þátttakendur urðu orðlausir af undr- un og aðdáun. Þarna var í raun holdgerð- ur draumur hvers einasta tungumálakenn- ara. Það myndi tvímælalaust hjálpa til við að nálgast þau markmið, sem stjórnvöld hafa sett sér, að gera tungumálakennslu á íslandi þá framsæknustu og bestu ef ekki í heiminum þá a.m.k. í Evrópu að hafa slíka aðstöðu í skólunum. En ekki nægir það. Það er ekki nóg að gera kröfur um að við sköpum besta skóla í Evrópu. Það er ekki nóg að leggja áherslu á mikilvægi tungu- málanáms og gefa því aukið vægi í nýrri námskrá. Það verður að fylgja þessum kröfum eftir og sjá til þess að mögulegt sé að fullnægja þeim. Annars hjökkum við bara í sama farinu og verðum langt á eftir öðrum í kennslutækni tungumála. Hvað svo sem öðru líður er og verður undir- staða farsæls og framsækins skólastarfs metnaðarfull og markviss menntun kenn- ara þar sem hvergi er slegið af faglegum kröfum. Mikilvægt er að skólarnir séu vel búnir tækjum og tólum, að vinnuaðstaða kennara sé viðunandi og síðast en ekki síst að laun kennara séu það góð að starfið verði eftirsóknarvert og að kennarar geti lifað mannsæmandi lífi á kennsluskyld- unni einni saman þannig að þeim gefist tími og orka til endursköpunar og endur- nýjunar í starfi sem er algert lykilatriði í kennslunni ef hún á að vera metnaðarfull og framsækin. Á þennan hátt gætum við unnið að því heilshugar að skapa besta skóla í Evrópu. Þegar ég sagði norrænum kollegum mínum frá því að ekki væri óal- gengt að framhaldsskólakennarar á Islandi kenndu 30—36 tíma á viku horfðu þeir vantrúaðir á mig og sögðu: „En það er bara ekki hægt!“. „Nei,“ svaraði ég, „það er ekki hægt en við gerum það samt“. Jórunn Tómasdóttir, frönskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja ogforinaður STIL 22

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.