Málfríður - 15.09.1998, Síða 23

Málfríður - 15.09.1998, Síða 23
Ný tækni í frönskukennslu — «Utilisation des nou- velles technologies dans Fenseignement du franfais» Dagana 8. til 10. júní síðastliðinn var hald- ið námskeið fyrir frönskukennara í fram- haldsskólum á vegurn Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands. Umsjón með námskeiðinu hafði Fanný Ingvarsdóttir, formaður frönskukennarafélagsins, en kennari á námskeiðinu varThierry Soubrié frá háskólanum í Montpellier. Námskeiðið fór fram í tölvuveri Verslunarskóla Islands í Reykjavík og þátttakendur voru um fimmtán talsins. Markmið námskeiðsins var ,,að kynna ný kennsluforrit og reyna að finna út hvernig hver og einn getur lagað kennslu sína að nútímakröfum“. Segja má að námskeiðið hafi skipst í þijá hluta: 1. Leit að upplýsingum á veraldarvefnum. 2. Skoðun kennsluforrita. 3. Notkun ritvinnsluforritsins WORD við leiðréttingu ritunarverkefna. Leit að upplýsingum á veraldar- vefnum: Thierry kynnti fyrst fyrir okkur þau hug- tök sem tengjast flakki um vefinn. Því næst sýndi hann okkur þær leitarvélar sem helst eru notaðar við að leita að upplýs- ingum. Sem dæmi rná nefna AltaVista sem er til t.d. á íslensku, Ecila sem er frönsk leitarvél og Lokace sem er leitarvél á frön- sku. Hann lét okkur æfa okkur í að leita markvisst að upplýsingum sem tengdust ákveðnu þema. Einnig fór mikill tími í að skoða alls konar vefsíður sem tengdust frönskunni og kennslu hennar. Það var fjallað um hvernig setja ætti upp notkun Internetsins í kennslu, þ.e. hvað þyrfti að vera ljóst áður en af stað væri farið. Er þar átt við hluti eins og markmið, úrvinnslu efnis, tímann sem fer í þessa vinnu og hvernig allt þetta passar inn í námið og kennsluáætlunina. Hér á eftir fer listi yfir helstu vefsíður sem Thierry kynnti fýrir okkur eða lét okkur heimsækja. Höfundur þessarar greinar tekur enga ábyrgð á því hvort tengingarnar virka enn þá eða eru réttar. Ekki er heldur hægt að ábyrgjast gæði síðnanna, það verður hver að skoða og dæma fýrir sig sjálfur. Leitarvélar: http://www.adbs.fr/adbs/viepro/sinfoint/lardy/toc.htm http://www.bibl.ulaval.ca/vitrine.giri (GIRI= Guide d’initiation á la recherche sur Internet.) http://www.altavista.digital.com http://www.france.ecila.com/index-french.html http://www.lokace.com Síður fyrir frönskuketmara: Sites officiels framjais: http://www.education.gouv.fr/ (Liens avec des ministéres et avec les sites du Président, du Premier Ministre, du Sénat, de l'Assemblée Nationale Síðurfyrir nemendur í frönsku: Langue: http://ciffad.francophonie.org/ http://www.clicnet.swarthmore.edu/fle.html http ://www2. ac-lyon/enseigne/lettres/index.html Grétar Skúlason. 23

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.