Málfríður - 15.05.2002, Page 4

Málfríður - 15.05.2002, Page 4
Fáeinar hugleiðingar um nám og sjálfsnám í tungumálum ... Eyjólfur Már Sigurðsson. 4 „Er ekki allt nám sjálfsnám?" Þannig spurði einn kollegi minn forviða þegar ég sagði honum að ég hefði það starf að skipuleggja sjálfsnám í tungumálum við Háskóla Islands. Mér varð fátt um svör, bæði vegna þess að ég fékk sjampó í aug- að (þetta var í sturtuklefanum eftir blakæf- ingu), en þó aðallega vegna þess að þetta er ekki alrangt; allt nám er sjálfsnám í þeim skilningi að enginn lærir í annars stað. Þar með er þó ekki öll sagan sögð og því þykir mér rétt að skilgreina nánar sér- stöðu þess náms sem kallað er sjálfsnám og þá þætti sem greina það frá hefðbundnu námi, þ.e. námi sem fer fram í kennslu- stofu og stjórnað er af kennara. Hér verð- ur einkum fjallað um sjálfsnám í tungu- málum og þegar talað er um sjálfsnám þá er í öllum tilfellum átt við sjálfsnám í þeirri grein. Eins og orðið gefur til kynna er sjálfs- nám nám sem veitir nemandanum fullt sjálfræði. Henri Holec hefur skilgreint sjálfræði í tungumálanámi sem „hæfileik- ann til þess að bera sjálfur ábyrgð á eigin námi'1.1 I hefðbundnu námi er það vissulega nem- andinn sjálfur sem nemur en hann hefur þó oft lítið að segja um flesta þá þætti er lúta að skipulagi og inntaki námsins. Hann velur í fæstum tilfellum námsefni og námsgögn og hefur ekki nema mjög tak- markaða stjórn á námshraða og námsmati. Sjálfsnám er því það nám sem gefur nem- andanum kost á því að stjórna ofangreind- um þáttum. Þetta kann að hljóma byltingarkennt og því mikilvægt að skilgreina nánar hvað felst í þessu. Hér að neðan verður vikið nánar að afmörkuðum þáttum sem tengj- ast sjálfsnámi: hlutverki nemandans, kenn- 1 HOLEC, Henri: Autonomie et apprentissage des langues étrangéres, Conseil de l’Europe, 1979, Éditions Hatier. arans og menntastofnana, notkun upplýs- ingatækni og að lokum þeirri áherslu sem lögð er á að koma til móts við þarfir nem- andans. Hlutverk nemandans í sjálfsnámi skipuleggur nemandinn sjálfur námsferlið og velur sér viðfangsefni við hæfi. Námið stundar hann svo á eigin for- sendum með því að stjórna námshraðan- um og velja þær aðferðir sem hann beitir við námið. Þetta sjálfræði kallar að sjálf- sögðu á aukna ábyrgð nemandans og kref- st ákveðinnar sjálfsþekkingar. Mikilvægur hluti sjálfsnáms er því að „læra að læra“, þ.e. verða meðvitaður um eigin námsað- ferðir og vera reiðubúinn að endurskoða þær ef þannig ber undir. Nemendur og kennarar geta unnið markvisst að þessu í sameiningu t.d. með viðtölum, sjálfsmati og með því að halda dagbók. Nemandinn lærir þannig að nota þau gögn og þá þjón- ustu sem honum býðst, þ.m.t. aðstoð kennarans. Hlutverk kennarans I hugum margra er sjálfsnám nám án kennara en þannig er það þó í fæstum til- fellum. Nám án kennara er vissulega til eins og alhr vita en oft á tíðum er það ekki mjög markvisst. Hver kannast ekki við að hafa einsett sér að læra erlent tungumál á eigin spýtur en gefist fljótlega upp? Það sem kemur oft í veg fýrir árangur í slíku námi er skortur nemandans á faglegri þekkingu. Hann hefur ekki alltaf forsend- ur til þess að setja sér markmið, velja sér námsefni við hæfi, leita sér aðstoðar og meta eigin árangur. Tungumálakennarinn hefur faglega sérþekkingu og getur veitt nemandanum þá aðstoð sem hann þarf á að halda til að ná raunverulegum árangri. Hann hefur auk sérþekkingar í viðkom-

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.