Málfríður - 15.05.2002, Page 8

Málfríður - 15.05.2002, Page 8
Áherslur mínar í íslenskukennslu sem öðru tungumáli Sigríður Ólafsdóttir. 8 Það má víst fullyrða að langur vegur sé á milli þeirra kennsluhátta sem ég upplifði á minni skólagöngu og þeim aðferðum sem ég beiti í tungumálakennslunni. Mér eru minnisstæðir tímarnir íVerslunarskólanum þegar við í máladeild vorum að læra öll þessi tungumál: þýsku, ensku, latínu, spæn- sku og frönsku. í upphafi var byrjað á ákveðnum algengum orðum sem við lærðum að beygja í öllum föllum eintölu og fleirtölu, lásum texta þar sem orðin komu fyrir, greindum fall og tölu og þar firam eftir götunum. Þetta var nú alveg ágætis hugarleikfimi sem mér leiddist alls ekki. Ég var ekkert að velta vöngum yfir því hvað í tungumálunum kæmi mér til góða ef ég ætlaði að heimsækja viðkom- andi lönd. Þetta var hin þekkta „bottom- up“ aðferð: að lesa, þýða og læra málfræði. Við byrjuðum á smæstu einingunni, orð- inu og málfræðinni sem því tengist og færðum okkur svo yfir í setningar og les- greinar. Textarnir sem við glímdum við í upphafi kennslunnar voru yfirleitt ekki í samhengi heldur byggðir á þeim mál- fræðireglum sem verið var að kenna hverju sinni. Þó mér hafi ekki leiðst á sínum tíma að glíma við tungumáhn á þennan hátt er ég hrædd um að nemendur mínir yrðu held- ur langleitir og óþolinmóðir ef ég ætlaði að nálgast íslenskuna á þennan máta. Það er líka ýmislegt sem skilur að nútímanem- endur og íslenska verslunarskólanema í máladeild á áttunda áratug tuttugustu ald- ar. í fyrsta lagi eru ferðalög á milli landa orðin það sjálfsagður hlutur að þörfin fyrir að geta sem fyrst bjargað sér á mismun- andi tungumálum og að skyggnast aðeins inn í viðkomandi menningu er hreinlega áþreifanleg. í öðru lagi höfum við mörg hver reynsluna af því að flytjast á milli landa. Við höfum sjálf haft þörf fýrir að hlutirnir gangi hratt fyrir sig og að öðlast sem fyrst ákveðna færni í tungumálinu. Nemendur mínir tilheyra hinu síðar- nefnda, þeir eru nýfluttir til Islands og koma frá ýmsum löndum heims. Það er einmitt þess vegna sem áhersl- urnar í tungumálakennslunni hafa breyst þetta mikið á síðustu árum. Kennarinn þarf að byrja á að kynna þann orðaforða sem nauðsynlegur er nemandanum á fyrsta degi, viku, mánuði, ári. Þannig að þörfin víkkar smám saman út. Erlendur grunn- skólanemi þarf á fyrsta degi að læra hug- tökin sem tengjast skólastofunni, skólan- um, umhverfinu, daglegu hfi og þar frarn eftir götunum. Við skellum ekki nýjum nemanda inn í skólastofuna og látum hann glíma við texta sem fjallar um Jón og Gunnu sem fara upp í sveit og skoða dýr- m, af því að orðin hundur og hestur hafa sömu beygingu. Hann hefur ekkert að gera með að læra þessi orð fyrr en hann hefur náð tökum á fyrrnefhdum orða- forða. Það var einmitt þessi nálgun sem ég tileinkaði mér í kennslufræði erlendra tungumála hjá Hafdísi Ingvarsdóttur í há- skólanum veturinn 1993—1994. Það auð- veldaði mér óneitanlega að takast á við kennsluna þegar ég hóf störf við móttöku- deild nýbúa í Háteigsskóla haustið 2000. Ég hafði mjög unga nemendur í minni forsjá og það kallaði á þörfma fyrir skemmtilega tíma og að hlutirnir gengju svolítið hratt fýrir sig. Það var þegjandi samkomulag milli mín og skjólstæðinga minna að þeir yrðu sem fýrst sjálfbjarga í íslenskunni. Þegar lithr einstakfingar flytja til útlanda þarf ekki að spyrja að því að þeir finna sjálfir þörfina. Ég sá það hjá dóttur minni þegar við fluttum til Hollands fyrir nokkrum árum og hún var að bíða eftir því að geta skilið krakkana og kennarann í skólanum. En það er fleira sem kennarar erlendra barna þurfa að hafa í huga í kennslunni. Ekki bara það að krakkana þyrstir í fróð-

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.