Málfríður - 15.05.2002, Qupperneq 10
En það er líka
nauðsynlegt að
taka með þær
aðferðir sem
barnið þekkir frá
heimalandi sínu.
Við þekkjum það
öll að það gefur
öryggi að vinna
eins og við
kunnum best.
10
skólans. Saman upplifum við, hlustum og
horfum og skynjum allt á sama hátt sem
manneskjur. Svo vinnum við úr reynsl-
unni saman, skiptum niður í orð og setn-
ingar og þar fram eftir götunum. Það er
bara misjafnlega djúpt sem við köfum,
misjafnar kröfur og hraði, allt eftir upp-
runa og hæfni nemandans.
Og þá erum við komin að bakgrunni
barnanna. Það er mikilvægt að ganga alltaf
út ffá honum í kennslunni. Þar höfum við
mikla fjölbreytni. Þess vegna reyni ég,
strax í upphafi. kennslunnar, að skyggnast
aðeins inn í hugarheim barnanna. Við
erum alls ekki á byrjunarreit, öðru nær,
barnið hefur reynt ýmislegt og lært þegar
það kemur til okkar. Það er mitt hlutverk
að fræðast aðeins um það og nýta í kennsl-
unni. í fyrsta lagi þarf ég að spyrja um það
hvernig barninu gekk í náminu í heima-
landinu, kann það að lesa og skrifa sitt
móðurmál. Kann barnið kannski fleiri en
eitt tungumál? Og svo eftir að barnið hef-
ur fengið smá kunnáttu í íslensku skrifa ég
spurningar á töfluna: Hvernig var skólinn
þinn? Hvað var öðruvísi? Hvað var eins?
Hvernig voru vinirnir? Hvað gerðir þú
um helgar? Hvernig eru afi og amma?
Hvernig var húsið þitt og hveijir bjuggu
þar? Börnin mega skrifa á sínu móðurmáli
og teikna.Við reynum svo í sameiningu að
koma þessu yfir á íslensku, það getur tek-
ið nokkra mánuði, en barnið öðlast smám
saman meiri kunnáttu þannig að við get-
um alltaf bætt aðeins við. þetta er eigin-
lega eins og púsluspil hjá okkur. Þarna fæ
ég nauðsynlegan grunn til þess að geta
komið til móts við barnið, fundið út þarf-
ir þess, sterkar hliðar og veikar. Þá á ég við
bæði námslega stöðu og andlega líðan. Ef
barnið hefur til dæmis upplifað mikla erf-
iðleika tek ég tillit til þess.Við vitum að
námsgetan skerðist ef við eigum í sálar-
kreppu, þá gengur allt mun hægar eða
hreinlega stöðvast. Ég hef þegar nokkur
dæmi um það í skólastofunni hjá mér.
í allri þessari meðferð tungumálsins
þarf að leggja jafna áherslu á tal, hlustun,
lestur og ritun. Og þar er ég í sérstaklega
góðri aðstöðu. Ég er að kenna tungumál
sem talað er hér á landi, börnin eru stödd
í þessu málumhverfi. Þau heyra og tala ís-
lensku allan daginn hér í skólanum og
mismikið eftir að honum lýkur á daginn.
Engu að síður þurfa þessir fjórir færni-
þættir að fá jafnmikið vægi inni í skóla-
stofunni hjá mér.
En það er líka nauðsynlegt að taka
með þær aðferðir sem barnið þekkir frá
heimalandi sínu.Við þekkjum það öll að
það gefur öryggi að vinna eins og við
kunnum best. Við verðum líka að taka
með í kennsluna gamalgrónar aðferðir
sem þekktar eru um víða veröld. Það er til
dæmis alls ekkert að því að láta þau læra
utanbókar. Þau eru næstum undantekn-
ingarlaust svo samviskusöm að þar hafa
þau tækifæri til að blómstra. Þá er líka svo
einfalt að standa sig.Við skoðum til dæm-
is mynd úr daglegu lífi og búum til setn-
ingar um myndina. Setningarnar koma frá
þeim en ég skrifa þær rétt á töfluna og
börnin í bækurnar sínar. Síðan fá þau það
heimaverkefni að læra utan að setningarn-
ar og svo er prófað í þeim daginn eftir. Ar-
angurinn er ótrúlega góður og einkunn-
irnar eftir því. Þetta gefur mér tækifæri til
að leggja áherslu á ákveðin orð, orðasam-
bönd og málfræðiatriði sem eru mikið
notuð í daglegu tali.
Það má hins vegar ekki gleyma smæs-
tu einingu málsins: stöfunum og hljóðun-
um sem þeir tákna. Strax í upphafi kennsl-
unnar verð ég að æfa hvert hljóð, hvern
staf til að gefa góðan grunn. Þar eru erfið-
leikarnir afskaplega mismunandi, allt eftir
móðurmáli barnanna. Víetnamar eiga
erfitt með að greina á milli 1 og n,
spænskumælandi b og v, enskumælandi
allra sérhljóða, o.s.frv. Ef þetta er þjálfað
strax komum við í veg fyrir að börnin
festist í „lélegum” framburði.
Af því sem hér hefur verið sagt má
geta sér til að við kennslu í greininni ís-
lenska sem annað tungumál sé ekkert náms-
efni! Er kennarinn bara í lausu lofti, eða
hvað? Reyndar er til námsefni, en afskap-
lega lítið.Við höfum „Islenska, nýja máhð
mitt” og hefur það reynst okkur mjög vel.
En það er gagnslaust þegar við erum með