Málfríður - 15.05.2002, Page 13
að vafra um netið fyrst og fremst til
skemmtunar. Notkun tölvu við skólastörf
er frábrugðin þessu. Að mínu mati þýðir
t.d. ekki að láta nemendur fara að vinna á
tölvu í námi án þess að tryggt sé að þeir
skilji reglurnar sem unnið er eftir. Aður en
byijað er að vinna með tölvu er því þörf á
að gera grein fyrir nýju sameiginlegu
kennsluumhverfi þ.e. gera nemendum
grein fyrir því til hvers er ætlast af þeim í
sambandi við að vinna ákveðið verkefni.
3. Ferilvinna eða TASK-vinna
Vefleiðangurinn er aðferð til að búa til
kennsluumhverfi og hann getur með góðu
móti fallið inn í það sem oftast er kallað
ferilvinna/máltökuverkefni eða TASK-
vinna. (enska: task; ísl.: viðfangsefhi). Með
því að nota TASK-vinnu í tungumála-
kennslu tryggir maður:
• tjáskipti/samskipti milh nemenda
• þróun málakunnáttu nemenda
• að innihaldið er í brennidepli
• að verkefnin hafa ákveðinn tilgang
• að verkefnin leiði til árangurs
Vinnuferhð í TASK-vinnunni byggir á:
í) Undirbúningsvinnu þar sem áhersla er lögð á:
a) Undirbúning á innihaldi.
b) Undirbúning nemenda hvað varðar
málfræði, málnotkun og fleira.
c) Að finna viðeigandi verkefni.
2) Sjálfri TASK-vinnunni, þar sem áhersla er
lögð á:
a) Að skipuleggja verkefnið.
b) Að vinna verkefnið.
c) Að nemendur íhugi hvernig þeir
vinna og hvað þeir eru að læra.
3) Mati, með því er átt við:
a) Verkefnaskil (skriflegt og/eða munn-
legt).
b) Málnotkunar- og málfræðiæfingar
o.fl.
Segja má að vefleiðangurinn sé tæki/að-
ferð sem nota má til að vinna sjálfaTASK-
vinnuna þ.e. við skipulagningu og úr-
vinnslu verkefnisins. I undirbúnings- og
matsvinnunni er einnig hægt að nota önn-
ur forrit og annað efhi af netinu. í eftirfar-
andi töflu er að finna tillögur um hvaða
forrit/miðil er hægt að beita/nota í sam-
bandi við framkvæmd; 1) undirbúnings-
vinnunnar, 2) TASK-vinnunnar og 3) mats-
vinnunnar.
Miðill/forrit Dæmi Notkun
Upplýsingar og efni Vefurinn, CD-ROM Undirbúningsvinna/upplýsingasöfnun
Málþj álfunarforrit Gagnvirk innfyllingarverkefni,
„drills" o.fl. Undirbúningsvinna/málþjálfun, málnotkun
Ævintýraleikur, sýndarleikur o. fl. TASK-vinna/
Gagnvirk forrit leysa vandamál („problem solving'j
Boðskiptamiðill Tölvupóstur, fréttir TASK-vinna/
spjallrásir og fleira samskipti, upplýsingar
Vefleiðangur Notað til að safna TASK-vinna/
upplýsingum um leysa vandamál
ákveðið efni („problem solving")
Glæruforrit Powerpoint Matsvinna/ notuð til að kynna verkefnið.
Ritvinnsluforrit Word,Word Perfect, Matsvinna/
Lotus ferilritun
Málþj álfunarforrit Gagnvirk Matsvinna/
innfýllingarverkefni, ,,drills“ og fleira málþjálfun eftir verkefnaskil
13