Málfríður - 15.05.2002, Qupperneq 14
Vefleiðangurinn
getur hjálpað
nemendum að
íhuga hvernig
þeir vinna og
hvað þeir eru að
læra.
Vefleiðangurinn er m.ö.o. leið sem hægt
er að fara til að vinna TASK-vinnuna.
Helstu kostir við að nota vefleiðangur eru
þessir:
• Nemendur eru leiddir markvisst
gegnum ákveðið námsefni.
• Vefleiðangurinn setur ramma og út-
skýrir hvaða reglur gilda fyrir verk-
efnið.
• Vefleiðangurinn getur hjálpað nem-
endum að íhuga hvernig þeir vinna
og hvað þeir eru að læra.
• Þó vefleiðangrar séu oftast upp-
byggðir eins (kynning, verkefni,
krækjur, vinnuferiU og mat) þá eru
þeir mjög sveigjanlegir.
(Skoðaðu einnig
http://members.tripod.com/MsDSmith/
til að sjá vefleiðangur sem er gerður fyrir
tungumálakennslu)
4. Dæmi um notkun vefleið-
angra í dönskukennslu
Skoðum dæmi um hvernig hægt er að
nota vefleiðangurinn í tungumálakennslu.
Dæmið er tekið úr dönskukennslu í fram-
haldsskóla.
Samkvæmt námsáætlun eiga nemend-
ur að lesa skáldsöguna „Babettes gæste-
bud“ eftir Karen Blixen. Að auki eiga
nemendur að finna upplýsingar um höf-
undinn. Hér er um að ræða frekar hefð-
bundið verkefni, sem hægt er að fjalla um
á hefðbundinn hátt.Til að gera þetta meira
spennandi fyrir nemendur og vinnuna
markvissari getur kennarinn unnið þetta
sem ferilverkefni/máltökuverkefni eða
TASK-verkefhi.
Undirbúningur:
í 1. tíma tjá nemendur sig um hvað þeir
vita nú þegar um Karen Bhxen.
1. Hugflæði á dönsku þar sem kennar-
inn skrifar upp á töflu þær hug-
myndir sem nemendurnir koma
með.
2. Hópnum er skipt niður í pör (nem-
andi A og nemandi B).
3. Nemendur fá tvo texta sem báðir
fjalla um atburð í lífi Karenar Bl-
ixen. Nemandi A fær A- textann og
nemandi B fær B-textann. Hvor
texti er u.þ.b. ein A-4 blaðsíða að
lengd.
4. Þegar nemendurnir eru búnir að
lesa textann tekur kennarinn text-
ana aftur. Nemandi A segir nem-
anda B ffá textanum sínum (á dön-
sku) og öfugt.
5. Allir A-nemendur safnast nú í hóp
eða hópa og endurskrifa textann (á
dönsku) sem B-nemendurnir lásu.
B-nemendurnir reyna að endur-
skrifa textann (á dönsku) sem A-
nemendurnir lásu.
6. Hóparnir kynna texta sína hver fyr-
ir öðrum (upplestur).
Síðan er hægt að vinna áffam með
textana með því að kennarinn ruglar þeim
saman eða útbýr innfyllingarverkefni
byggt á efni og orðaforða textanna. Á
þennan hátt kynnast nemendur efninu og
fá ákveðinn orðaforða sem kemur að
gagni seinna.
Heima byrja nemendur að lesa
„Babettes Gæstebud“.
I 2. tíma ffæðast nemendur meira um
líf Karenar Blixen.
1. Sýnd eru smábrot úr myndinni
„Out of Affica“ sem fjallar um líf
Karen Blixen (leikin af Meryl
Streep) í Affíku og sambandi henn-
ar við Dennys Finch Hatton (Ro-
bert Redford).
2. I framhaldi af því fá nemendur
smá „innlegg" frá kennaranum um
líf Karenar Blixen (fyrirlestur á
dönsku).
3. í lok tímans er farið aðeins í fyrstu
kaflana í „Babettes Gæstebud" og
sérstök orð og orðaforða. (,,drills“
og innfyflingaræfingar).
TASK-vinnan:
I 3. tíma er vefleiðangur um Karen Blixen
14