Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 16
Alternative Approaches to Language Learning and Teaching Evrópsk ráðstefna haldin í HÍ, 9. og 10. nóvember 2001 Eyjólfur Már Sigurðsson. Eins og tungumálakennurum mun vera í fersku minni var árið 2001 evrópskt tungumálaár. Einn af viðburðum tungu- málaársins á Islandi var ráðstefhan og sýn- ingin „Alternative Approaches to Langu- age Learning and Teaching“ sem haldin var í Háskóla íslands, 9. og 10. nóvember sl. Undirritaður tók þátt í að skipuleggja þessa ráðstefnu og hér að neðan verður leitast við að gera grein fyrir henni. 1. Aðdragandi I tilefni af tungumálaárinu auglýsti ffam- kvæmdastjórn Evrópusambandsins eftir umsóknum um styrki til þess að fjármagna sérstök verkefni á árinu. Alls voru 200 verkefni styrkt og þar af voru þqú íslensk: „Babelsturn" Endurmenntunarstofnunar HÍ í maí, „Alternative Approaches to Language Learning and Teaching“ í nóv- ember sem Rannsóknaþjónusta HI og fleiri höfðu umsjón með og „Menningar- miðlun í ljóði og verki“ sem Þýðingaset- ur HI hélt í desember. Eins og titillinn ber með sér þá var umfjöllunarefnið nýjar aðferðir í tungu- málanámi og -kennslu og var sérstök áhersla lögð á nemendamiðað nám. Ráð- stefnan var öll tekin upp á myndband og gerð aðgengileg á vefnum og á geisladisk- um sem dreift hefur verið víðs vegar í Evrópu. Markhópur ráðstefnunnar var þar með orðinn alþjóðlegur og henni því val- inn titill á ensku og ákveðið var að vinnu- málið skyldi einnig vera enska. 2. Undirbúningur Rannsóknaþjónusta HI hafði frumkvæði að því að halda ráðstefnuna og fékk hún til liðs við sig Tungumálamiðstöð HI, Kvasi (Samtök fræðslu og símenntunar- miðstöðva á landsbyggðinni), MFA (Menningar - og fræðslusamband alþýðu), Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og EAEA (European Association for the Education of Adults). Þessir aðilar sóttu um styrkinn í sameiningu. I júnímánuði var ljóst að verkefnið hefði hlotið styrk og hófst þá undirbún- ingur þegar af fullum krafti. Skipaður var starfshópur sem skyldi sjá um undirbúning ráðstefnunnar og áttu eftirfarandi aðilar sæti í honum: • Sigurður Guðmundsson, Rannsókna- þjónustu HI sem stýrði hópnum • Þórdís Eiríksdóttir, Rannsóknaþjónustu HÍ • Hildur Svavarsdóttir, Rannsóknaþjón- ustu HI • Eyjólfur Már Sigurðsson, Tungumála- miðstöð HÍ • Erlendína Kristjánsson, Tungumálamið- stöð HÍ • Skúli Thoroddsen, Kvasi • Ingibjörg Guðmundsdóttir, MFA • Ragnhildur Zoega, Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins • Hafdís Ingvarsdóttir, HÍ Sérlegir ráðgjafar hópsins voru Sigi Gru- ber frá EAEA og Vigdís Finnbogadóttir velgjörðarsendiherra erlendra tungumála hjá UNESCO. Verkefnin sem biðu hópsins voru næg: Safna þurfti upplýsingum um evrópsk tungumálaverkefni sem samræmdust efni ráðstefhunnar og bjóða þeim þátttöku í sýningunni sem haldin var í tengslum við hana, velja fýrirlesara á ráðstefnuna og vinna að tæknilegri útfærslu hennar svo sem upptöku á fyrirlestrum og dreifingu á netinu svo að sem flestir gætu notið þeirra.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.