Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 20
tökufræði þ.e. að gengið er út frá forsend- um lesanda þegar unnið er með bók- mennta- og rauntexta. Danskt mál og málnotkun III (2 ein.). A þessu námskeiði er stefnt að því að auka enn frekar leikni nema í færniþáttunum fjórurn. Einnig er fjallað um hvernig megi beita textagreiningu til að meta þyngd og einkenni mismunandi texta. Eftirfarandi námskeið eru í boði í ensku: Enskt mál og málnotkun I (3 ein.). A þessu námskeiði er fjallað um enska mál- kerfið, málfræðihugtök, málfræðireglur, málsnið og málnotkunarreglur. Einnig er lögð áhersla á ritun texta af ýmsum gerð- um. Menning og þjóðlíf ( enskumælandi lönd- um I (2 ein.). Námskeiðið fjallar um marg- breytilegar hliðar á bresku þjóðlífi eins og það birtist í bókmenntum, fjölmiðlum og daglegu lífi fólks. Vinna í námskeiðinu krefst alhliða málþjálfunar. Enskt mál og málnotkun II (3 ein.). Fjall- að er um uppbyggingu texta, orðræðu- greiningu og hlutverk orðaforða. Lestur og greining á ólíkum textagerðum. Auk lesturs er þjálfun í ritun texta af ýmsum toga. Enskukennsla fyrir unga byrjendur (2 ein.). Lögð er áhersla á að kennaranemar tileinki sér aðferðir og vinnubrögð sem hæfa ungum byijendum. Fjallað er um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Enskukennsla í efri bekkjum grunnskóla (4 ein.). Þetta námskeið tengist vettvangs- námi í ensku sem fer fram á sama misseri. Lögð er áhersla á skipulagningu kennslu, markmið og leiðir, námsefni og ítarefni og komið inn á kennslu allra færniþátta. Enskt mál og málnotkun III (2 ein.). A námskeiðinu er fyrst og fremst fjallað um talað mál og eðli þess. Nemar fá þjálfun í að beita málinu við ýmsar aðstæður, taka þátt í umræðum, lesa upp, segja ffá og segja sögur. Auk þess fer fram þjálfun í rit- uðu máh. Menning og þjóðlíf í enskumœlandi lönd- um II (4 ein.). A námskeiðinu kynnast nemar menningu og þjóðlífi í ýmsum enskumælandi löndum. Lesin verða bók- menntaverk, dagblöð og greinar, auk þess sem myndbönd og efni af veraldarvefnum verður notað. Nánari lýsingar á námskeiðum og aðrar upplýsingar er að finna á vef Kennarahá- skóla Islands http: //www.khi,is auk þess sem undirrituð gefa allar nánari upplýs- ingar. A vefnum er einnig að finna upplýs- ingar frá Símenntunarstofnun KHI. Það er ljóst að bæði námskráin og nýtt námsefni gera meiri kröfur til kennara en áður. Kennaraháskólinn vill leitast við að styrkja kennara í starfi, koma til móts við þá og opna skólann enn meir fyrir starf- andi kennurum. Auður Torfadóttir dósent audurt@khi.is. s: 563 3817 Michael Dal lektor michael@.khi.is. s: 563 3821 Samuel C. Lefever lektor samuel@.khi.is. s: 563 3843

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.