Málfríður - 15.05.2002, Side 24

Málfríður - 15.05.2002, Side 24
forna hafi kunnátta í einu germönsku máli nægt til að menn gátu gert sig skiljanlega hvar sem var á germönsku málsvæði. Ein- stök forngermönsk mál voru því að ýmsu leyti ekki ólíkari hvert öðru en mismun- andi mállýskur sama tungumáls. Hins vegar kemur babb í bátinn þegar valska, latína, gríska og hebreska eru nefndar til sögunnar. Sama á við um um írsku eins og meðal annars kemur fram í Laxdælu (sbr. Helgi Guðmundsson 1997:36—39). írska er framandi tungumál, óskiljanlegt norrænum mönnum sem ekki hafa lært það. Einn af þeim fáu sem getið er um að það hafi gert var Olafur pá, enda hæg heimatökin þar sem hann nam írsk- una af vörum Melkorku, móður sinnar. Fornenskt faðirvor Svo að þessi umræða verði ekki of óhlut- bundin er tilvalið að birta hér örlítið sýn- ishorn af fornenskum texta með íslenskri þýðingu undir hverri línu. Þar með verða hin miklu líkindi þessara tveggja mála og hinn smávægilegi munur á þeim ef til vill ögn áþreifanlegri. Textinn að neðan, for- nensk þýðing á faðirvorinu, er frá 9. öld. Fæder úre, þú þe eart on heofonum, faðir vor þú sem ert á himnum Þótt Egill Skalla-Grímsson hefði tæplega verið uppnæm- ur fyrir guðs- orði flutti hann sjálfur dýrt kveðnar vísur á Englandi og virðist þarlend- um hafa fallið þær vel. sí þín nama gehálgod, tóbecume þín ríce, sé þitt nafn helgað til komi þitt ríki geweorþe þín willa on eorþan swá swá on heofonum. verði þinn vilji á jörðu svo svo á himnum Urne gedæghwámlícan hláf syle ús tó dæg vorn daglegan hleif sel oss í dag and forgyf ús úre gyltas swá swá wé for- gyfaþ úrum gyltendum og fyrirgef oss vorar skuldir svo svo vér fyrir- gefum vorum skuldunautum 24 and ne gelæd þú ús on costunge ac álýs ús of ýfele. og né leið þú oss í freistniheldur leys oss af illu Flest eru orðin mjög áþekk samsvarandi orðum í íslensku. Eitt og annað er þó frá- brugðið. Orðið gedœghwámlícan er þannig nokkuð framandlegt við fyrstu sýn en þar eð það stendur með hláf, sem er sama orð- ið og íslenska hleifur, ætti merking orða- sambandsins (‘daglegt brauð’) fljótlega að renna upp fyrir þeim sem heyrir það. Orðmyndin syle er boðháttur sagnarinnar sellan sem samsvarar íslensku sögninni selja (einnig til í merkingunni ‘gefa’). Lýsingar- hátturinn gehálgod er dreginn af sömu sögn og íslenska sögnin helga, helgast þótt orðmyndunin sé önnur. Einu orðin í þess- um texta sem æda má að séu Islendingi óskiljanleg með öllu, nema hann hafi sér- staklega lagt sig eftir að læra fornensku, eru gyltas, gyltendum og costunge. Þó ætti að vera hægt að átta sig á merkingu þeirra af samhenginu. Vera kann að Aðalsteinn konungur hafi farið með þessa bæn á undan orustunni á Vínheiði þótt Egluhöfundur (var það ekki Snorri Sturluson?) þegi um það. Olíklegt er hins vegar að sjálfur hafi Egill verið bú- inn að læra faðirvorið þótt hann hafi látið sér lynda prímsigninguna til málamynda. Tæpast hefði skáldið sem orti Sonatorrek gefið mikið fyrir þennan útlenda leirburð hvort eð er. Hitt er annað mál að ef ís- lenski víkingurinn hefði heyrt Aðalstein konung eða einhveija aðra kristna kveif þylja bænina á fornensku hefði það ekki átt að vefjast fyrir honum að skilja hana eftir orðanna hljóðan, enda þótt honum hefði ef til vill ekki verið innihaldið skap- fellt. Þæt mælede mín módor Þótt Egill Skalla-Grímsson hefði tæplega verið uppnæmur fyrir guðsorði flutti hann sjálfur dýrt kveðnar vísur á Englandi og virðist þarlendum hafa fahið þær vel.Vafa- samt má þó telja að enskur ljóðaunnandi hefði treyst sér til að þýða þann skáldskap fyrirvaralaust þrátt fyrir að málunum svip- aði saman. Öðru gegnir um vísuna al- kunnu sem Egill orti þegar hann var sjö vetra (sbr. ÍF 2:100-101):

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.