Málfríður - 15.05.2002, Page 25
Það mælti mín móðir
að mér skyldi kaupa
fley og fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svo til hafnar,
höggva mann og annan.
Þessi vísa er einfaldari að formi en annar
kveðkapur sem Agli er eignaður en engu
að síður frábærlega vel ort. Hér birtist vík-
ingaandinn í hnotskurn, hvorki meira né
minna. Nú er ekki loku fyrir það skotið að
Egill hafi rifjað upp bernskubrek sín sjálf-
um sér og öðrum til gamans þegar hann
stóð í stórræðum á enskri fold. Ef hagorð-
ur Engilsaxi hefði numið þessa auðskildu
vísu hefði hann getað snarað henni nánast
orðrétt á móðurmál sitt. Flest orðin eru
sameiginlegur germanskur arfur en jley,
víkingur og knörr koma fyrir sem norræn
tökuorð í fornensku: jlœge, wícing og cnear,
það hefði því ekki reynst enskum mönn-
um torvelt að botna í þeim. Eg giska á að
fornenska þýðingin hefði verið á þessa
leið (og bið lesandann að taka viljann fyr-
ir verkið):
Þæt mælede mín módor
þæt me scolde ceapian
flæge and fægra ára,
faran aweg wið wícingum,
standan úppe in stefnan,
stíeran deorne cnear,
faran swá tó hæfene,
héawan man and óðer.
Fyrir utan nokkur smáorð þarf aðeins að
breyta einu orði til þess að merkingin
komist til skila á allffambærilegri fornen-
sku. Það er sögnin halda, sem er að vísu til
í fornensku (healdan) en ekki í merking-
unni ‘stefna’ eins og í íslensku. Hér er því
notuð sögninjaraw (jara) í staðinn og þar af
leiðandi raskast stuðlasetningin á þessum
eina stað í þýðingunni.
Stuðlar og höfuðstafir tíðkuðust sem
kunnugt er einnig með germönskum
frændum okkar til forna og því hefði
glíman við formið naumast verið ljóðelsk-
um Engilsaxa ofraun. Þegar norræn eddu-
kvæði og dróttkvæði eru borin saman við
hina fornháþýsku Hildibrandskviðu (sbr.
Jón Helgason 1959) og hina fornensku
Bjólfskviðu, sem Halldóra B. Björnsson
(1983) færði í rammíslenskan búning,
blasir við að germanskar þjóðir áttu sér
eitt sinn sameiginlegt skáldskaparmál. Það
kom hins vegar í hlut Islendinga einna að
varðveita hið hefðbundna ljóðform, sem
lifði af hallæri og aðra óáran norður við
ysta haf — og tókst meira að segja ekki að
deyja alveg á sjálfri atómöld.
Meira líkt en ólíkt
Ekki skal gert lítið úr þeim atriðum sem
greina norræn mál frá fornensku og öðr-
um vesturgermönskum málum. Þó má
ekki missa sjónar á því að þrátt fyrir marg-
vísleg sérkenni sem málfræðingar einbhna
á og gera mikið veður út af svipar fornger-
mönskum málum í rauninni mjög saman.
Ef til vill má orða það svo að vegna þess
hversu mikil áhersla er jafnan lögð á það
sem á milli ber falli sameiginleg einkenni
málanna í skuggann. Einföld athugun á
fornenskum texta eins og hér hefur verið
gerð sýnir að munurinn á fornensku og ís-
lensku er óverulegur. „Fornenska og ís-
lenska eru náfrænkur, en líkjast þó meir
hvor annarri en margar alsystur,“ segir
Pétur Knútsson í formála sínum að þýð-
ingu Halldóru B. Björnsson á Bjólfskviðu
(1983:7) og hittir naglann á höfuðið. Þetta
hefur lengi verið glöggskyggnum mönn-
um ljóst, eins og sjá má af ummælum fyrsta
málfræðingsins og höfundar Gunnlaugs
sögu. Þessi munur er (að breyttu breyt-
anda) ekki mikið meiri en á milli norrænu
meginlandsmálanna nú á dögum, norsku,
dönsku og sænsku, eða norrænu eyjamál-
anna, íslensku og færeysku, eða þá sviss-
neskra mállýskna. Aftur á móti má slá því
föstu að munurinn er minni en á milli ís-
lensku og dönsku eða lágþýsku og bæ-
versku.
Sjálfur hef ég átt heima bæði í Norð-
ur- og Suður-Þýskalandi og hef því fyrir
tilviljun nokkurn pata af mállýskum nyrst
og syðst á þýsku málsvæði. Mér þykir
sennilegt að bóndi frá Allgáu í Suður-Bæj-
Það kom hins
vegar í hlut Is-
lendinga einna
að varðveita hið
hefðbundna
ljóðform, sem
lifði af hallæri
og aðra óáran
norður við ysta
haf- og tókst
meira að segja
ekki að deyja al-
veg á sjálfri
atómöld.
25