Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 3
3.
reynst hefur bæði lærdómsrík og uppörfandi fyrir börnin, halda
þau áfram að hittast eftir að heim er komið, og starfa þannig
nokkrir "klúbbar” mótmælenda og kabólskra. Hjálparstofnunin
hefur til þessa verkefnis notið stuðnings dönsku hjálparstofnunar-
innar og fengið hvatningu til áframhaldandi starfs á þessum
vettvangi af Alkirkjuráðinu og Lutherska heimssambandinu. Er
nú x athugun um fjárhagslegan stuðning við verkefni þetta frá
þessum aðilum á komandi árum, ef nauðsynlegt reynist að halda
starfi þessu áfram.
Við undirbúning og móttöku hópanna hefur Hjálparstofnunin notið
aðstoðar Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar, kvenfólaga víða um land
og sérlega höfðinglegrar fyrirgreiðslu sóknarpresta. Þá hafa
Flugleiðir h.f. veitt ómetanlega aðstoð með fyrirgreiðslu sinni
um að koma hópum þessum ódýrt til landsins.
Að þessu sinni dvaldi hópurinn, sem samanstóð af 15 ára unglingum,
um tíma x Vestmannaeyjum í boði k\/enfélags Landakirkju og sóknar-
prestsins sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, í Lýðháskólanum í
Skálholti í umsjá staðarráðsmanns, Sveinbjörns Finnssonar, farið
var í ferð norður Sprengisand og dvalið að sumarbúðunum að
Vestmannsvatni undir forystu stud.theol. Sigurðar Árna Þórðarsonar
og þegið kaffi í boði kvenfélags Staðarfellssckr.ar í Aðaldal
ásamt sóknarprestinum sr. Jóni B. Aðalsteinssyni. Þá dvaldi
hópurinn í boði sr. Kára Valssor.ar í Hrísey í tvo daga og verður
sú dvöl ógleymanleg svo vel var tekið við hópnum. Þá var dvalið
í Skagafirði einn sólarhring, gist að Varmalandi, en veitingar
þegnar í boði félagsstarfs kirkjunnar að Löngumýri. Á suðurleið
var síðan gist að Hvanneyri í boði sóknarprestsins sr. ólafs J.
Sigurðssonar og veitingar þegnar. Síðustu tvo dagana hélt
hópurinn síðan til í Reykjavík og naut þá sérstakrar gestfisni
kvenfélags Grensássóknar og sóknarprestsins sr. Halldórs Grðndal,
en hópurinn fékk að búa í hinu vistlega safnaðarheimili þeirra og
þar framreiddu kvenfélagskonur allar veitingar. Ileðan hópurinn
dvaldi í Reykjavík kom kaþólski presturinn á Landakoti, faðir
Georg í heimsókn til unglinganna og ræddi við þá.
Hjálparstofnun kirkjunnar vill nota þetta tækifæri til bess að
þakka öllum þeim er á einn eða annan hátt lagði máli þessu lið
og biðja þeim guðs blessunar í starfi. Beztu kveðjur fylgja
hópnum sem nú er farinn til síns beima og mættum við öll sam-
einast um bæn um frið og farsæla lausn þessum nágrönnum okkar
íslendinga til handa.