Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 2

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 2
DAGUR DÝRANNA 1976 2. Samband dýraverndunarfélaga íslands hefur ritað biskupi bréf, þar sem minnt er á fastákveðinn dag dýranna þriðja sunnudag í september ár hvert, þ.e. hinn 19. september n.k. að þessu sinni. í bréfi þessu fer stjórn S.D.Í. þess einlæglega á leit við biskup að hann beini því til presta landsins að þeir minnist dýranna við guðsþjonustur þennan dag, og er því hér með komið á framfæri við hlutaðeigendur. '’Það er ætlun stjórnar sambandsins að nota daginn til að hvetja til bættrar meðferðar þeirra dýra, sem mennirnir hafa tekið sér til ánægju" eins og segir orðrétt í fyrrnefndu bréfi. í bréfinu er getið um nokkra þætti þessa máls sem mönnum ber sífellt að vera á varðbergi við s.s. utburðar á köttum, drekkingui hvolpa og kettlinga, og bent á að slíkar aðferðir séu alls ésæmandi þegar kunnar eru mannúðlegri aðferðir við aflífanir þeirra. Þá er minnt á að hrossaeign landsmanna skipti þúsundum og getið um dæmi þess að hross hafi soltið í hel við stallinn, eða á útigangi. Þá er getið um drekkingar á selum og þau grimmúðlegu dráp for- dæmd harðlega. í niðurlagi bréfs stjérnar S.D.Í. segir orðrétt: "Stjérn S.Ð.Í. þykir mikill stuðningur að því, er prestarnir minnast dýranna og hvetur til bættrar meðferðar á þeirn.11 N-lRSK UNGMENNI 1 BOÐI HJALPARSTOFNUNAR KIRKJUNNAR Eins og undanfarin sumur bauð Hjálparstofnun kirkjunnar nokkrum Norður-írskum ungmennum til hálfs mánaðar dvalar hér á landi frá 14. - 28. ágúst s.l. Eins og flestum er kunnugt ríkir hið mesta évissu- og réstur- ástand víða á N-írlandi. Þetta hefur að sjálfsögðu x för með sér mikla erfiðleika fyrir íbúa þessara svæða og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur því nú um 5 ára skeið, í samvinnu við "Holiday project Derry" boðið nokkrum börnum og unglingum til stuttrar dvalar hér á landi x því augnar- miði að létta undir með þeim sem e.t.v. eiga um hvað sárast að binda. Hépar þessir hafa samanstaðið að hálfu leyti að métmæl- endum og hinum helmingnum kaþélskum. Eftir dvölina hér, sem

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.