Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 12
12.
Þá lagði biskup frain "Hanabók fyrir presta og söfnuði”, drög
að tillögu. Let biskup bau orð fylgja, að þessi bók væri lögð
fram á hans ábyrgo prestum og söfnuðum til athugunar og notkunar
í tilraunaskyni.
Allsherjarnefnd bárust tvær tillögur, sem samþykktar voru. Var
sú fyrri frá sr. Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi prófasti, og
hljóðaði svo í lítið eitt breyttri mynd nefndarinnar: Presta-
stefna fslands 1976 beinir þeim tilrnælum til kirkjustjórnarinnar
að vinna að því að lög um sjúkrahúsprest komi til framkvæmda hið
allra fyrsta.
Síðari tillagan barst frá sr. Bjarna Sigurðssyni. "Prestastefna
íslands 1976 beinir þeim tilm.ælum til kirkjuráðs að það birti
reikninga ráðsins og aðrar skýrslur þess, annað tveggja x Gjörðum
kirkjuþings eða hinni árlegu skýrslu Prestastefnunnar.'s
Á prestastefnunni var kosin fimm manna "skipulagsnefnd sálgæslu".
í henni eiga sæti:
Sr. Tómas Guðmundsson,
Sr. Tómas Sveinsson,
Sr. Halldór Gröndal,
Sr. Jón Bjarman,
Sr. Kristján BÚason.
BISKUPSRITARI Á FÖRUM
Eins cg komið hefur fram var ðlafsfjarðarprestakall auglýst
laust til umsóknar nú í sumar. Ein umsókn barst, frá cand.theol.
Vigfúsi Þor Árnasyni, sem dvalið hefur í Þýskalandi við nám á
s.l. ári.
Nú hefur sr. Úlfar Guðr.undsson, biskupsritari, sem áður var
sóknarprestur í ðlafsfirði óskað eftir að hverfa aftur til
prestsembættis í ólafsfirði, enda liggja fyrir áskoranir margra
safnaðarmanna um þaö. Vigfús Þór Árnason hefur því dremiö umsókn
sína um ðlafsfjörð til baka.