Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 10
10.
þar sem sjúklingurinn finnur að í samfélagi við Guð og aðra
kristna menn er ávallt von og skapandi afl, sem broskar og
eflir.
Eftir 25 ára starf sem prestur í Reykjavík sagöi Sr. árelíus
Níelsson frá reynslu sinni við sálgæslustörf og nefndi erindi
sitt ,lSálgæsla í borgi:. 1 upphafi rakti sr. Árelíus nokkur
atriði og tilvitnanir x M.T. sem honum fannst einkenna sálgæslu-
hlutverkið, einkum bó orðin: SiGæt þú lamba minna”. Það er
engin furða að prestur er oft nefndur hirðir. Allur boðskapur
kristins dóms er sálgæsla, en predikunin nær til fárra en þeir
sem ekki heyra hana eru hvað aðgangsharðastir um alla gæslu,
þegar í ógöngur er komið. SÍmtöl, samtöl, ferðir, leitir,
heimsóknir og vitjanir eru samferða sálgæslunni, sem oft er
erfitt að sjá sýnilegan árangur af. Helstu orsakir að böli
hinna ''týndu'* taldi sr. Árelíus vera þessar: Áfengis- og eitur-
neysla, eftirlæti við sjálfan sig, taumleysi í ástarmálum, og
afbrigðilegt kynferðislíf, sem svo er nefnt. En rætur og jarð-
vegur ógæfunnar í mannlegri hjörð áleit hann vera vanrækslu
heimila, skóla og kirkju á trúarlegu uppeldi barna og unglinga.
Oft er sálnahirðirinn tengiliður ýmissa stofnanna og einstaklings-
ins og þess vegna þarf hann að kunna skil á helstu stofnunum sem
samfélagið hefur að bjóða til hjálpar hverjum einstaklingi. Þá
gat sr. Árelíus bestu starfsaðferða hirðis í stórborg, en þær
eru aö hans áliti: 1) Undirbúningur með námi og starfi og lestri
og bæn. 2) Aö kunna að hlusta og begja. 3) Tala með fullri
virðingu og auðmykt við einstaklinginn. 4) Bæn, fyrirbæn, sambæn,
hljóð bæn. Á hljóðri stund getur tónlist (prestsins, prests-
konunnar) oft verið mikilsverð. Mörg eru vandamál einstaklingsins
í dag, ’en þar heldur hjcrðin sig og þar verður að vaka, vinna
og stríða. Eina stóra hættan, sem ávallt vofir yfir sálgætinum
er uppgjöfin, vanmat á Guði og sjálfum sár.1'
Sr. Tómas Guðmundsson flutti erindio. "Sálgæsla meðal syrgjenda".
Hann gat þess í upphafi að hlutverk prestsins væri ro.a. fólgið í
því að hjálpa hinum eftirlifandi að komast yfir það áfall sem
dauði ástvina veldur. Höndla þyrfti manneskjuna sem eina heild,
sál og lxkama. Öll geðhrif verka bæði á líkama og sál. Maðurinn
getur ekki skotið sér undan motlætinu og þjáningunni. Hins
vegar þarf einstaklingurinn stuðning. Það tilheyrir starfi
prests að veita þann stuðning, og þá verður hann að gera sér
grein fyrir ýmsum atriðum, m.a.: hver eru einkenni hins syrgjandi,