Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Blaðsíða 9
9 .
nokkra sérþekkingu í undirstöðuatriðum sálgæslu svo sem sálfærði,
félagsfræði og geðsjúkdómafræði. Sr. Sigurður ræddi einkum um
geðræn vandamál fólks almennt, og skipti mönnum x 4 flokka, börn,
unglinga, miðaldra og aldraða. Benti hann á að menn vildu
gjarnan gleyma sálgæslu meðal barna, eða teldu ekki þörf á slíku,
en taldi slíkt mikinn misskilning. Þá kom fram í erindi hans sú
skoðun að hjónaskilnuðum fækkaði, ef einhvers konar skriftarfyrir
komulag væri fyrir hendi. Hann kvaðst hafa hugleitt þann mögu-
leika hvort unnt væri að koma á sambandi milli vanræktra barna
og aldraðra sem þyrftu samfélag og verkefni. ';Sálgæsla er ekki
það að sinna fólki með sérþarfir, - allir hafa sérþarfir". Að
lokum ræddi hann samstarf presta og lækna og kvað slxkt hafa
gefið góða raun, þar sem um hana væri að ræða.
Sr. Tómas Sveinsson ræddi um "Sálpæslu meðal sjúkra". Vek hann
að eftirtöldum þáttum í því sambandi: viðhorf til sálgæslu,
sálgæsluhugtakinu, viðbrögðum manns er hann leggst á sjúkrahús,
viðbrögðum prests er hann vitjar sjúkra, sambandi prests og
sjúklings og boðun orðsins meðal sjúkra. I upphafi rakti hann
sögulega viðhorfið til sálgæslunnar og taldi að í dag væri all-
nokkur áhugi meðal sálfræðinga, lækna og presta á skriftum og
hafa bent á blessunarrík áhrif skriftanna. En vissulega eru
þær raddir uppi sem telja sérfræðingana besta til þess fallna að
gegna þessu hlutverki, prestar þurfi ekkert aö koma hér nálægt.
Hlutverk sálusorgarans hlýtur að vera það, að vera náunpanum
Kristur, og nýta um leið þær aðferöir sem aðrir nota í samtölum
við fólk, en þó má aldrei gleyma því að það sem sálusorgarinn
lætur ósagt er ekki síður mikilvægt, en það sem hann tjáir með
tilfinninpum og látbragði. Sjúkdómsreynsla manna getur leitt
til þess, að sjúklingurinn velji sér nýjan tilverugrundvöll, en
einnip til þess að hann brotni niður. Hinar nýju aðstæður, sem
valda öryggisleysi og jafnvel ótta við dauðann, mætir sjúklingur-
inn betur eða á betur með að yfirvinna, ef hann á trú, heldur en
þeir sem ekki eiga hana meðvitaða. 'Maðurinn lítur þá ekki inn
x eitthvert tóm, heldur á hinn kristni fullvissu um, að hann fái
að hvíla í örmum hins almáttka Guðs, þegar þessu lífi er lokiö.”
Einmannaleikann sem grípur sjúklinginn stundum, þarf hann að
yfirstíga með því að geta rætt við einhvern um sín vandamál.
Heimsókn prestsins vitnar um þann Drottinn sem lætur sér annt
um mennina, að hann elskar hvern og einn þeirra. Að lokum ræddi
Sr. Tómas nokkuð um mikilvægi guðsbjónustunnar sem sálgæsluleiðar