Bæjarins besta - 18.02.2016, Síða 2
2 Fimmtudagur 18. febrÚAr 2016
Háls- nef- og eyrna-
læknir á Ísafirði
Ólafur Guðmundsson Háls- nef- og eyrna-
læknir verður með móttöku á Ísafirði dagana
24. – 26. febrúar.
Tímapantanir í síma 450 4500, á milli kl. 08.00
og 16.00 alla virka daga.
HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTFJARÐA
Dansbylting í Stjórnsýsluhús-
inu föstudaginn 19. febrúar
kl. 11.45 í boði UN Women á
Íslandi
Aldrei hafa fleiri konur verið á
flótta frá því við lok seinni heim-
styrjaldar. Þær eru sérstaklega
berskjaldaðar fyrir kynbundnu of-
beldi, mansali og kynlífsþrælkun.
Í ár tileinkum við dansinum
konum á flótta sem leggja líf sitt
að veði í leit að öruggara lífi fyrir
sig og börn sín
Allir eru hjartanlega velkomnir í
Stjórnsýsluhúsið þann 19. febrúar
stundvíslega kl. 11.45 til að taka
þátt í dansbyltingu!
Byltingin er haldin um allan
heim og með samtakamætti lætur
heimsbyggðin til sín taka. Yfir
milljarður karlmanna, kvenna og
barna kemur saman til að dansa
fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem
allir fá að njóta sömu tækifæra.
Okkar trú er sú að það sem sam-
einar okkur er sterkara en það sem
sundrar okkur.
Í fjórða sinn ætlum við að sam-
einast fyrir hugrökkum konum
um allan heim sem berjast gegn
mótlæti, óréttlæti og misbeitingu
í daglegu lífi. Við ætlum að veita
þeim samstöðu og dansa af krafti.
Hátt í 10 þúsund hafa komið
saman um land allt síðastliðin fjög-
ur ár og fylkt liði á dansgólf lands-
ins. Í ár verður dansað í Reykjavík,
Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði,
Reykjanesbæ, Neskaupsstað og á
Höfn í Hornafirði. Í ár pússum við
dansskóna enn betur!
UN Women hvetur alla til að rísa
upp gegn óréttlæti heimsins fyrir
heimi án ofbeldis og mæta með
Fokk ofbeldi húfuna í dansinn,
bera hana með stolti og vekja um
leið fólk til vitundar um ofbeldið
og óöryggið sem konur á flótta
og börn þeirra búa við um þessar
mundir.
Hægt er að kaupa Fokk ofbeldi
húfu á 3.900 kr. í verslunum
Eymundsson um land allt. UN
Women á Íslandi hvetur alla til
að næla sér í húfu og gefa um leið
ofbeldi fingurinn.
Eins skorar UN Women á
Íslandi á vinnustaði, skóla og
vinahópa til að mæta og taka þátt í
byltingunni með dansinn að vopni.
Ekki missa af stærstu dansveislu
heims!
Aðgangur ókeypis
Myllumerkið er #milljardurr-
is16 og #fokkofbeldi
Konur á flótta þurfa
vernd og öryggi
• Aldrei hafa fleiri konur verið á
flótta frá því við lok seinni heim-
styrjaldar.
• Um 500 þúsund konur og börn
flýja nú heimalönd sín og leggja
leið sína til Evrópu
• Talið er að 12% kvenna sem
ferðast yfir Miðjarðarhafið séu
með barni
• Gríðarleg aukning hefur orðið
á mæðradauða síðan flóttamanna-
straumurinn hófst
• Konur og stúlkur á flótta eiga
í stöðugri hættu á að vera beittar
ofbeldi, kynferðislegri misnotkun
eða mansali
– Sjónarmið – Inga María Guðmundsdóttir
Sögupersónur í þessari til-
búni dæmisögu eru Óli og
Siggi. Óli er 38 ára fjölskyldu-
maður, gamall skáti, núver-
andi björgunarsveitarmaður
og áhugamaður um útivist,
hreyfingu og samveru með
fjölskyldunni. Þessi áhuga-
mál sameinar hann gjarnan
þegar fjölskyldan fer í langa
göngutúra með hundinn, hann
Snata, sem þau ættleiddu hjá
Dýrahjálp Íslands. Þegar atvik-
ið sem hér er til umfjöllunar,
átti sér stað voru þeir Snati á
leið heim eftir góðan göngutúr,
og Óli hlakkaði til að eiga
notalegt föstudagskvöld með
fjölskyldunni.
Siggi er fermingarbróðir
Óla og gamall skólafélagi en
síðustu áratugina hafa þeir ekki
rekist mikið hvor á annan, ekki
fyrr en þeir rákust bókstaflega
saman á bílastæðinu fyrir fram-
an Vínbúðina, fimm mínútur í
sjö á föstudagskvöldi. Ekki er
gott að segja hvor þeirra varð
valdur að árekstrinum, Snati
hefur kannski kippt heldur
mikið í húsbónda sinn á svell-
inu og Siggi skautað einbeittur
á blankskónum af öllum sínum
þunga, með það markmið að ná í
Ríkið fyrir lokun. Að kaupa bjór
með snakkinu var Sigga efst i
huga þar sem hann hljóp-skautaði
yfir bílastæðið með hálfreykta
sígarettu í annarri hendinni og
síðasta pulsubitann í hinni. Og
þá skullu þeir saman!
Byltan var slæm og það þurfti
sjúkrabíl til að koma Sigga og
Óla undir læknishendur. Það er
bara einn læknir á vakt og þá
er það hin stóra spurning um
forgang. Hvor þeirra á rétt á að
fá aðhlynningu fyrst og hvor þarf
að bíða?
Nú veit ég nákvæmlega ekki
neitt um forgangsröðun sjúklinga
á bráðadeildum sjúkrahúsa, en
ég myndi giska á að best sé að
huga fyrst að þeim sem væri
meira slasaður – er það ekki?
Æ, ég viðurkenni að þetta var nú
svolítið kvikindislega uppsett hjá
mér. Fer mörgum orðum um hvað
Óli er mikill fyrirmyndarborgari
og gef í skyn að Siggi hugsi fyrst
og fremst um lífsins nautnir, og
sé kannski ekki alltaf sá ábyrg-
asti. Eins og það skipti einhverju
máli þegar fólk verður veikt eða
slasast og þarf að leita á náðir
heilbrigðiskerfisins!
Eða hvað? Skiptir það kannski
máli? Manneskja sem lifir lífi
sínu eftir öllum ráðleggingum
og stöðlum sem yfirvöld gefa
út með það að markmiði að
minnka líkur á sjúkdómum, á
sú manneskja kannski meiri rétt
á þjónustu heilbrigðiskerfisins
en manneskja sem spáir meira
í verð, þægindi eða bragð þegar
verslað er í matinn og situr kyrr
við tölvuna frá 8–5? Þegar sófa-
kartaflan veikist, ætli hún upplifi
skömm yfir því að þurfa að nota
dýr úrræði heilbrigðiskerfis sem
fjölmiðlar segja okkur á hverjum
degi að ráði ekki við meira?
Þó að dæmið um Sigga og
Óla hafi verið tilbúningur, þá
hef ég undanfarin ár heyrt ýmis-
legt sem segir mér að ekki eru
allir sjúklingar jafnir. Ég hef
verið á mannamótum þar sem
sagðar eru fréttir af fólki og
man eftir nokkrum skiptum þar
sem frásegjandinn bætir aftan
við sjúkrasögu: „En það er nú
honum sjálfum að kenna.“ Og
svo er gjarnan bætt við í undrun
„En hún reykti aldrei og hjólaði
alltaf í vinnuna“ þegar einhver,
sem lifað hefur dyggðugu lífi,
fær krabbamein.
Ég verð reyndar að viðurkenna
að þeir sem vilja skipta sjúkling-
um í verðuga og óverðuga, minna
mig á Lykla-Pétur og Gullna
hliðið. Lykla-Pétur stendur við
hliðið að himnaríki og passar að
syndugir sleppi ekki þangað inn.
Lykla-Pétrar heilbrigðiskerfisins
vilja sem betur fer ekki senda
synduga sjúklinga til helvítis,
nei þeir komast inn í heilbrigð-
iskerfið en með einhvers konar
siðferðislegri sjálfsábyrgð „Þetta
er nú honum sjálfum að kenna“.
En er þetta ekki bara allt
í lagi? Ef það er tölfræðileg
fylgni milli einhverra þátta í lífi
okkar sem við getum stjórnað
og því að þurfa meiri og dýr-
ari heilbrigðis þjónustu, á það
nokkuð að vera viðkvæmt mál?
Sumir eru óheppnir og glíma við
veikindi og sjúkdóma þrátt fyrir
að hafa lifað frómu lífi. Aðrir
hunsa staðla yfirvalda um hollt
líferni og gera hluti sem þeir vita
að fylgir hætta. Ef til vill er það
bara hið besta mál að minna þá á
eigin ábyrgð, það hvetur þá til að
bæta úr ráði sínu og fælir aðra
frá að gera sömu mistök.
Það má kannski færa rök fyrir
því, sérstaklega í þjóðfélagi sem
leggur áherslu á hagkvæmni
og hagræðingu. En skiptingin í
dyggðuga sjúklinga og synduga
virðist ekki alveg vera á hreinu.
Hvað með slys á skíðum, við
fjallaklifur, við keyrslu yfir
hámarkshraða og/eða slæmar
aðstæður nú eða við að ganga
yfir svellbunka á skóm sem
henta engan veginn til þess.
Hvað með íþróttameiðsl? Íþrótt-
ir valda mjög mörgum slysum
og endurhæfing eftir íþróttaslys
er oft löng og dýr. Samt sjást
blaðagreinar um kostnað þjóð-
félagsins vegna íþróttameiðsla
ákaflega sjaldan en greinar um
kostnað vegna offitu eru svo
til daglegt brauð. Lausleg leit í
Google á „íþróttameiðsl kostn-
aður” skilaði 77 niðurstöðum en
leit á „offita kostnaður” skilaði
48.000 niðurstöðum
Kannski vantar okkur bara
Lykla-Pétur í vinnu á sjúkra-
húsið, fá alvöru fagmann í
flokkunina?
Inga María Guðmundsdóttir
Syndugir sjúklingar
Fánasmiðjan ehf. Ísarði
óskar eftir að ráða starfsmann til framleiðslu á
fánum, límmiðum og eiri skyldum vörum.
Um er að ræða ölbreytt starf og nauðsynlegt að
umsækjandi sé metnaðarfullur og geti unnið
sjálfstætt. Skilyrði er að umsækjandi ha sæmilega
tölvukunnáttu og góða þjónustulund.
Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu í silkiprentun,
aðeins áhuga á að læra og þor til að prófa sig áfram.
STARFSKRAFTUR
ÓSKAST
Aðrar hæfniskröfur : Metnaður - Frumkvæði -
Stundvísi - Geta til að vinna sjálfstætt
Áhugasamir ha samband við skrifstofu
Fánasmiðjunnar í síma: 577 2020 fyrir 1.mars