Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.02.2016, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 18.02.2016, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 18. febrÚAr 2016 Elín Agla ræðir köllunina að flytja í Árneshrepp, byggðar- lag sem sannarlega á undir högg að sækja, með ekkert vegasamband við umheiminn hluta úr ári og drauminn um að reisa torfbæ. Hún ræðir einnig hvernig löngunin til að skilja lífið hefur drifið hana áfram og meðal annars kynnt hana fyrir Stepen Jenkinson, sem kemur við annan mann með námskeið í Árneshrepp í sumar. Elín Agla titlar sig sem þjóð- menningarbónda og hjarta hennar brennur fyrir varð- veislu þorpsmenningar og byggðinni í Árneshreppi. Elín Agla Briem hnýtir líf sitt sannarlega ekki sömu hnútum og hver annar og er óhætt að segja að hún syndi móti straumnum á margan hátt og þá sér í lagi hvað varðar val á búsetu. Hún býr í Norðurfirði á Ströndum, ásamt dóttur sinni Jóhönnu Engilráð, í byggðarlagi sem sumir ganga svo langt að segja að muni innan tíðar líða undir lok. Elín Agla er fædd í Reykjavík þar sem hún varði fyrstu tveimur æviárunum í Vesturbænum, en þá fluttist fjölskyldan til Keflavíkur þar sem þau bjuggu þar til Elín var tólf ára, þá flutti fjölskyldan aftur til Reykjavíkur, þar sem hún varði unglingsár- unum í Breiðholtinu, en 18 ára fluttist hún í Þingholtin og þar sem hún hefur verið mikið síðan. „Þingholtin eru hverfið mitt í Reykjavík, þægilega rólegt og litskrúðugt hverfi. Umferðin í ferðamannarútunum, sem eru alltof stórar fyrir þröngar göturn- ar og skröltið í ferðatöskunum allan sólarhringinn hefur þó breytt svolítið stemningunni síðustu árin.“ Hamingjuleit fólks þvælist fyrir að gera hlutina saman Elín Agla var rólegt og íhugult barn og segja má að snemma hafi beygst krókurinn til þess er verða vildi því hún hafi alltaf haft sérstaka ánægju af því að vera með eldra fólki og spjalla við það. „Það hafði djúpstæð áhrif á mig að dvelja með móðurforeldr- um mínum á garðyrkjustöð þeirra í Biskupstungunum, á Syðri- Reykjum. Þar var gróskan svo mikil í hverareyknum, blómhafið og litadýrðin, ylvolgt grænmeti beint úr moldinni og villikettir sem fengu matarafganga undir stórum grenitrjám. Þar fékk ímyndunaraflið góða leikmynd og þessi ró og þessir dagar með afa og ömmu hafa alltaf fylgt mér. Í raun held ég að þar hafi minn lífsins draumur mótast hvað mest, að verða góð manneskja eins og þau voru, hvort með sínu lagi. Þau voru bæði svo jarðtengd og skjólgóð, eins og tré. Og í kringum þessi tré gátu fíngerð blóm blómstrað og börnin leikið sér örugg. En þau voru hvorugt úr Biskups- tungunum, afi minn fæddist á Skólavörðustígnum og amma á Fossá í Kjós í Hvalfirði. Þess vegna finnst mér ég á minn hátt vera að feta í fótspor þeirra með því að gróðursetja líf mitt í Árneshreppi, þar sem ég á enga forfeður né jarðnæði. Ég viðurkenni bara þennan kannski klisjulega eða barnalega draum hér og nú: ég vildi og vil verða góð manneskja. Þetta á auðvitað enginn að segja upphátt enda er stutt í þessi almennu við- brögð: hver heldurðu eiginlega að þú sért! Það er svo skrýtið hvernig við ölum á draumum unga fólksins um að það geti allt sem það vill, séu allir vegir færir – svona í anda að allir geta orðið forsetar Bandaríkjanna. En svo er það oft slegið niður kalt þegar fólk vill hafa áhrif á umhverfi sitt: hver heldurðu eiginlega að þú sért! Það er yfirleitt ekki sagt svo skýrum orðum en sterklega gefið í skyn. Til dæmis, þú getur ekkert breytt þessu, þetta hefur alltaf verið svona, eða: hugsaðu fyrst um sjálfan þig og hamingju þína. Þessi hamingjuleit okkar í dag þvælist svolítið fyrir í mik- ilvægum málum sem við þurfum að takast á við saman. Finnst mér. Ég átti mér líka annan stóran draum eða þrá og það var að skilja allt. Ég hef aldrei almennilega vanist þessu lífi, finnst það stór- merkilegt, undarlegt, áhugavert, óvanalegt. Og við í þessu lífi hér og nú. Ég man alltaf viðbrögð þessa fullorðna einstaklings sem ég valdi að treysta fyrir þessum draumi þegar ég var barn: „mig langar að skilja allt, svona allt í einu andartaki!“ og viðbrögð þessarar fullorðnu manneskju sem sagði að það væri auðvitað ekki hægt og best væri að láta af slíkum draumórum sem fyrst. Enginn skildi lífið. Sem er auð- vitað skynsamlegt og kannski alveg rétt. En þó ég hafi bognað svolítið við þessi viðbrögð þá hefur mér ekki enn tekist að hrista af mér þennan draum eða fullorðnast að þessu leyti.“ Heimspekinám og Búddaklaustur Elín hóf nám til stúdentsprófs við Menntaskólann við Sund sem hún seinna meir kláraði í kvöldskóla í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Eftir menntaskóla fór ég í Háskóla Íslands að læra heim- speki og ég man þessa tilfinningu sem ég fékk svo oft og iðulega í tímum þar, hversu heppinn ég væri að fá að sitja þarna og hugleiða þessar spurningar. Það var erfitt að koma auga á eitthvað hagkvæmt við heimspekinámið fyrir fólkið í kringum mig, en ég hef lifað lengi á orðum Áslaugar ömmu minnar, sem lifði þá tíma sem engri venjulegri stúlku hefði nokkurn tímann dottið í hug að setjast á skólabekk að stúdera heimspeki. Ég minnist þess að sitja í eldhúsinu hjá henni að ræða námið og amma strauk mér um kollinn líkt og hún var vön og sagði „kannski þú verðir bara heimspekingur!“ Það var allt sem ég þurfti, samþykki ömmu. Ég lifi á því ennþá. En ég má auðvit- að ekki kalla mig heimspeking, í fyrsta lagi þarf maður örugglega að vera með doktorspróf til þess, og ef ég gerði það þrátt fyrir það þá væri nú ekki djúpt á þessum viðbrögðum: hver heldurðu eig- inlega að þú sért?“ Elín segir ábyggilega óhætt að segja að hún hafi ekki valið að fara beina braut í lífinu, enda hafi hún frá fæðingu verið laus við allan hefðbundinn veraldlegan metnað og að auki hafi hún sífellt verið að kljást við djúpstæða skilningsþrá. Hún bætir við að með lífi hennar frá unga aldri megi segja að hún hafi stundað óformlegar rannsóknir á því hvað það er að vera heima hjá sér og hvað þurfi til að staður sé heimili manns. Eftir að hafa lokið BA prófi í heimspeki við HÍ flutti Elín til norður-Englands. „Ég fór þangað í hálfgert Búddaklaustur þar sem ég var að leita mér að heimspeki sem hefði meira hversdagslegt vægi, væri einhvers konar iðkun eða lífstíll. Það var heilmikið nám, tíbetskur búddismi er mjög heimspeki- legur og mikil fræði sem þarf að stúdera. Á milli þess vann ég með munkum og leikmönnum að búa til mót og steypa stórar Búddastyttur sem voru sendar út um allan heim. Þessi dvöl mín endaði þegar ég varð ástfangin af munki og hann af mér og við stungum af. Ég bjó svo með honum í Englandi í nokkur ár og við seldum ensk vintage herraföt á netinu. Það var margt gott við að búa í Englandi og ég eignaðist marga góða og trausta vini og góða tengdafjöl- skyldu. Ég var þó aldrei alveg Hafrekið sprek á annarlegri strönd Viðtal við Elínu Öglu Briem, sem býr í Norðurfirði á Ströndum Elín Agla í Kolgrafarfirði, þar sem hún vill reisa torfhús.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.