Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 1
OHAÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM AÐILIAÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 l.TBL. • 10. ÁRG Verðkr. 150,- Flateyri: Gengið frá sölu Gyllis - sjá bls. 2 Skíðasvæðið: Aðsókn heldur dræm -sjá bls. 11 1992: Fréttaannáll ársins - sjá bls. 6-8 Bærinn: Krefst opinberrar rannsóknar - sjá bls. 5 Slippurinn: Hefur smíðar á tvíbytnum - sjá baksíöu FLUGLEIÐIR ISAFJARÐARFLUGVELLI S 3000 • S 3400 • S 3410 ATH! Á meðan á affermingu véla stendurer simsvari á. Ódýrar tollskýrslur Eigum til á lager ódýr tollskýrslueyðublöð í tví- og fjórriti. I lausblaðaformi og einnig samhangandi fyrir tölvur. Kannaðu málið! H-PRENT Sólgötu 9, ísafirði Kyrrsetningar krafist á Erik Boye: Ákvörðun um kröfuna verð- ur tekin í dag BREIÐDALSHREPPUR og fleiri aðilar fyrir austan fóru fyrir áramót fram á það við Sýslumanninn á í safirði aðfiutningaskipiðErik Boye sem legið hefur í ísafjarðar- höfn frá því 12. ágúst síðast- liðinn yrði kyrrsett til tryggingar björgunarlaunum á meðan þeir færu í stað- festingarmál við eigendur skipsins út af laununum. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum á Isafirði 31. desember síðastliðinn og var ákveðið aö fresta ákvörðun um kröfuna til kl. 14 í dag miðvikudag og mun þá skýrast hvort skipið fær að láta úr höfn en ætlunin var að draga • Erik Boye í Isafjarðarhöfn í gærdag. Utan á flutningaskipinu er dráttarbáturinn Hvanneyrin sem á að draga skipið til Siglufjarðar ef sýslumaður gefur jáyrði fyrir brottför skipsins. það til Siglufjarðar þar sem viðgerð á að fara fram á Staöa hafnarstjóra á ísafiröi: tveimur EINS og sagt var frá í síðasta tölublaði, þá sóttu nítján aðilar um stöðu hafnarstjóra á fsafirði en umsóknarfrestur um stöðuna rann út rétt fyrir síðustu jól. Hafnarstjórn Isafjarðar fundaði síðastliðinn mánudag um málið og aó honum loknum voru lagðar fram tillögur um tvo um- sækjendur, þá Hermann Skúlason skipstjóra á ísafirði og formann hafnarstjórnar og Frímann Sturluson skipa- tæknifræðing í Reykjavík. Tveir hafnarstjómarmenn þeir Tryggvi Tryggvason og AmarKristinsson mæltu með Frímanni en þeir Einar Hreinsson og Einar Garðar Hjaltason mæltu með Hermanni. Fimmti hafnar- stjórnarmaðurinn Guð- mundur Agnarsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Oráðiðerþvíennhverhlýtur stöðuna en gert er ráð fyrir því að bæjarstjóm taki endan- lega ákvörðun um málið á fundi sínum á morgun fimmtudag. -5, Könnun á gildi gamalla húsa á ísafirði: Verkið viðameira en ráð var gert fyrir - niðurstöðu er að vænta í mars næstkomandi í APRÍL á síðasta ári gerðu bæjarsjóður ísa- fjarðar, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Skipulagsstjórn ríkisins annars vegar og Elísabet Gunnarsdóttir arkitckt á ísafirði hins vegar með sér samning um húsa- könnun á ísafirði sem Elísabet átti að framkvæma á tímabilinu frá 1. maí til 31. desember síðastliðinn. Vegna þess hversu verkið er umfangsmikið hefur verið ákveðió að þvi verði fram- lengt fram í mars næstkomandi og hefur kr. 300.000. verið áætlað til að Ijúka verkinu en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi kosta um eina milljón króna. Tilgangur könnunarinnar var að fá niöurstöðu um gildi ein- stakra húsa og bygginga á Isa- firði fyrir bæjarfélagið sem síðan ætlaði að vinna deili- skipulag kaupstaðarins miðað við þá niðurstöðu. Elísabet hefur unnið verkið eins og áður sagði og hefur hún notið starfskrafta Jónu Símoníu Bjarnadóttur sagn- fræðings sem skoðað hefur sögu húsanna. Kostnaður vegna þessa verks skiptist jafnt á milli verk- kaupanna þriggja. _s_ skipinu áður en það verður afhent nýjum eiganda. Samkvæmt upplýsingum blaðsins nema björgunarlaunin rúmum sjö milljónum króna en auk þess skuldar núverandi eigandi skipsins bæjaryfir- völdum á Isafirði um 130 þúsund krónur vegna hafnar- gjalda. Að sögn Smára Haraldssonar bæjarstjóra á Isa- firði, hefur eigandi skipsins lofaö að gera þá skuld upp í dag, miðvikudag, og sagði hann skipið þá laust frá hendi Isafjarðarkaupstaðar. Gerði eigandinn hins vegar ekki upp skuld sína færi skipið ekkert. Smári sagði ennfremur að hann yrði mjög fcginn þegar þessu máli væri lokið og hann vonaðist til að því myndi Ijúka endanlegaídag. „Maðurgerði sér vonir um að einhver vinna yrði við skipið hér á Isafirði og á þeirri forsendu tók ég ákvörðun um að leyfa skipinu aó liggja hér, en það hefur því miður brugðist. Það fiskast ekki alltaf þótt róið sé en hins vegar fiskast ekkert nema það sé róið, því urðum við að reyna” sagði Smári í samtali við blaðið. Það skýrist því í dag hvort skipið fær að fara frá Isafirði en þess má geta að síðast- liðinn sunnudagsmorgun fékk lögreglan á Isafirði tilkynningu frá vaktmanni í öðru skipi í Isafjarðarhöfn um að Erik Boye væri farir.n að halla mikið. Við nánari athugun og samkvæmt upplýsingum frá skipverjum Hvanneyrarinnar, sem draga á Erik Boye til Siglu- fjarðar, þá hafði komið leki í lestar skipsins sem búiö er að þétta nú. -s. RITSTJÓRN XT 4560 - FAX Ð 4564 ■ AUGLYSINGAR OG ASKRIFT 0 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.