Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 4
4 BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 6. janúar 1993 Oháð vikublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður 8 94-4560 i 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón <J. Sigurðsson 8 4277 & 985-25362. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson 8 4101 &? 985-31062. Blaðamaður: Margrét Björk Arnardóttir 8 3675. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Eftirprentun, hfjóðritun, notkun ]jós- mynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Hörður Guðmundsson fjorði i kjöri Rasar2 um Mam arsins 1992: „Eg trúði ekki • • minum eigin eyrum“ ■sagði Hörður um viðbrögð sín við fréttinni I NALEGA 25 ár hefur Hörður Guðmundsson flug- maður séð um sjúkraflug á Vestfjörðum. I upphafi ætlaði hann sér einungis að vera að í 3 mánuði en 1. maí á næsta ári eru komin 25 ár síðan hann hóf þessa starf- semi sina og hann heldur ótrauður áfram. Það er óhætt að segja að Vestfirðingar kunni vel að metastörf Harðaríþeirraþágu því fjöldinn allur af fólki hringdi inn þegar kjör manns ársins stóð yfir á Rás 2 og gaf Herði atkvæði sitt. Lokatölur urðu þær að Hörður hafnaði í fjórða sæti sem er glæsilegur árangur. Aðspurður um viðbrögðin við þessum fréttum sagðist Hörður ekki hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann heyrði þetta. „Þetta kom mér mjög á óvart. Eg var staddur Norður í landi og þegar ég kom heim heyrði ég af einhverjum til- nefningum. Morguninn eftir heyrði ég síðan úrslitin og ég trúði varla mínum eigin eyrum. Maður er aldeilis ekki einn á meðan maður hefur svona stuðning.” A sl. ári flutti Hörður um 200 sjúklinga frá hinum ýmsu stöðum á Vestfjörðum og oftaren ekki lá líf við. Hörður flýgur aðallega frá Patreks- firði, Bíldudal, Hólmavík, Reykhólum, Grundarfirði og Rifi. Einnig er alltaf eitthvað um flug frá Isafirði en það hefur minnkað mjög undan- farin ár. Núna eru þeir tveir flug- mennimir sem starfa hjá Flug- félaginu Erni og er það með minnsta móti. í gegnum tíðina hefur hópur flugmanna verið þjálfaður hjá Herði. Þcir hafa tlogið víða um heim m.a. í Evrópu, Bandaríkjunum, Afríku og Asíu. Núna er einn staddur í Víetnam að fljúga. Að sögn Harðar segja þeir allir að það sé barnaleikur að fljúga erlendis miðað við þær aðstæður sem boðið er upp á hér á landi. „Aðstæðurnar sem flogið er við hérna á Islandi eru þær frumlegustu sem hægt er aó komast í. I Afríku þar sem skilyrði eru frumstæðust er aðstaðan ekki verri en hérna á litlu völlunum og á Grænlandi eru þeir fáu flugvellir sem þar eru í það minnsta vel útbúnir til lendinga.” Allar breytingar hérlendis ganga mjög hægt og er ótrúlegt oft á tíðum að flug- mönnum sé boðið upp á þær aðstæður sem þeir þurfa að vinna við. Þessi tæpu 25 ár sem Hörður hefur starfað á Isafirði hcfur hann þó hcilmikið flakkað um heiminn. Hann hefur flogið víða og má þar nefna staði eins og Mosambik og Kenýa og einnig hefur hann flogið í Bandaríkjunum. Blaðið óskar Herði inni- lega til hamingju með titilinn og óskar honum, fjölskyldu hans og starfsfólki farsældar á komandi árum. Bolungarvík: Þrettándagleði í kvöld ÞAÐ VERÐUR kátt á hjalla í Bolungarvíkinni í kvöld. Von er á að álfar og aðrar kynja- verur heimsæki bæinn og af þeim sökum á að slá upp mikilli þrettándagleði. I fyrra var gleðin haldin á ísafírði svo nú er komið að Bol- víkingum að kveðja jólin og verður það gert með miklum glæsibrag. Gleðskapurinn hefst á blys- för sem farin verður frá skólanum kl. 20.00. Gengið verður um bæinn og sungið fyrir framan sjúkrahúsið. Skrúðgangan endar á Hreggnasavöllum. Þar verður brenna með öllu tilheyrandi, söng, dans og gleði. Ymsar verur koma í heim- sókn og má þar nefna álfakóng og drottningu ásamt Ijósálfum og dökkálfum, grýla og leppa- lúði mætaá svæðið með jóla- sveinaskarann, skrattinn lítur við og kannski einhverjir fleiri góðir gestir. Gleðin endar á flugeldasýningu sem Lionsmenn í Bolungarvík sjá um. Að sögn Önnu Edwald hefur gengió vel að fá þátttakendur að þessu sinni og eru það um 50 manns sem koma þarna nærri. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta og er það von manna að veður- guðirnir gefi að af þessu geti orðið á tilskildum tíma. ísafjörður: í LAUGARDAGINN 9. janúar nk. kl. 16.00 opnar Harpa BjÖrnsdóttir mynd- listarsýningu í listasalnum Slunkaríki á ísafirði. Harpa lauk námi frá Myndl ista- og handíðaskóla íslands 1981 og hefur á undanförnum árum haldið sýningar bæði hér heim og erlendis. Sýningin í Slunkaríki cr ellefta einkasýning Hörpu og verða á sýningunni mynd- verk unnin með blandaðri tækni. -malf. Leiðarinn: Nýársgjöf Vaxtahækkunin, nýársgjöf bankanna til fyrirtækja og almennings, er afar öheppilegt innlegg í umræðuna sem framundan er milli launþega og atvinnurekenda. Talsmenn bankanna hafa ekki látið mikið hafa eftir sér um vaxtahækkunina, hvorki hinir rótfastari þar innan veggja eða nýliðar, sem áður hafa látið vaxtamál mikið til sín taka. Það vita allir að bankarnir hafa við sín vandamál að glíma líkt og önnur fyrirtæki. Offjárfesting í húsnæði og innri yfirbygging sem hlaðist hefur upp á undanfömum árum kemur þar við pyngjuna ekki síður en hjá öðrum. I vaxandi samkeppni eiga fyrirtæki ekki svo gott með að hækka einhliða veró á framleiðslu og þjónustu til að mæta auknum útgjöldum. Þau verða að leita annarra leiða. Þrátt fyrir svonefnt vaxtafrelsi virðist ekki mikið bera á milli hjá bönkunum við samanburð á vöxtum. Þeir gylla að vísu fyrir manni hinar og þessar Ieiðir til ávöxtunarsparifjár. Sé grannt skoðað virðistekki mikill bragðmunur á súpunni þótt skálin kunni að vera mismunandi myndskreytt. Bankarnir hafa lengst af lifað að mestu á vaxtamismun inn- og útlána. Þessi stefna hefur að sjálfsögðu leitt til þess að vaxtamismunurinn hefur verið og er óeðlilega mikill. Nú er það auðvitað öllum kunnugt að bankarnir veita margvíslega og góða þjónustu aðra en að lána mönnum peninga. Þessi þáttur starfseminnar hefur vaxið ört hin síðari ár. Samt mun það svo að bankarnir hafa veigrað sér við að láta viðskiptavini sína greiða fyrir þessa þjónustu, að minnsta kosti ekki í neinum mæli og alls ekki í samræmi við tilkostnað. Þetta er furðuleg afstaða, sem svo sannarlega mismunar viðskiptavinum. En því aóeins hafa bankarnir getað leyft sérþetta í harðnandi samkeppni um viðskiptavinina, aó þeir hafa sjálfdæmi um tekjurnar í formi vaxtamismunar. Bankarnir hafa sýnt það að þeir eru í stakk búnir til að taka að sér margvíslega þjónustu og ganga inn í hlutverk, sem áður hafa verið talin tilheyra hinu opinbera og ekki á færi minna en sjö manna nefndar um að fjalla cóa steinrunninna embættismanna að lcggja blessun sína yfir. En fyrir þessa þjónustu á að greiða. Þessi þjónusta á ekki að vcra borin uppi af einstaklingum og fyrirtækjum sem þurfa á lánafyrifgtæiclslu að halda. Litríkar auglýsingar um þetta frítt og hitt frítt eru bull. Allt þetta verður að borga. Og bankarnir taka kostnaðinn; bara ekki af þeim sem þjónustunnar njóta. Ein af mörgurn leiðunum sem fara mátti til að létta stöðu bankanna var að afnema bindisskylduna í Seðlabankanum. Hennar cr ekki þörf lengur. Erfiðleikar bankanna skulu ekki dregnir í efa. Vaxtahækkunarleiðin sem þeir völdu á dögunum var hins vegar það alversta sem þeir gátu gcrt við ríkjandi aðstæður. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.