Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 12
með elsta starfandi áætlunarflugfélagi á íslandi. Gleðilegt nýtt órl Pöbbinn opinn fóstudagskvöld kl. 23-03. Karaokekvöld laugardagskvöld kl. 23-03. FLUGFELAGID ERNIRf ÍSAFJA RÐA RFL UG VCLL/ Mörg hundruð lög í boði fyrir söngelskt fólk á öllum aldri. r Veriö velkomin p Víkurbær Skemmtistaður Bolungarvík 8 7130 Skipasmíðastöð Marsellíusar undirritar samstarfssamning við franska skipasmíðastöð: Smíði á tví með vorinu ■ Teikning af 23 m tvíbytnu eins og Skipasmíðastöð Marsellíusar hyggst smíða. NÆSTKOMANDI laugar- dag er væntanlegur til Isa- fjarðar fulltrúi frá franskri skipasmíðastöð og er aðal tilgangur ferðar hans að undirrita samstarfssamning sem komið hefur verið á, á milli Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf. og OCEA skipasmíðastöðvarinnar um væntanlega smíði á svokölluðum tvíbytnum. Að sögn Sigurðar Jóns- sonar skipatæknifræðings hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar hf., er hér um tímamóta- samning að ræða sem kemur til með að skipta sköpum í íslenskum skipaiðnaði á komandi árum. Hann sagði ennfremur að unnið hefði verið hörðum höndum að þessu máii undanfarna tólf mánuði og væri sú vinna > 12 13 14 ‘5 '6 18 '9 20 21 22 23 Grunnmynd af aðalþilfari tvíbytnunnar. loksins að skila árangri. Nokkrir aðilar hafa gert fyrir- spurnir um smíði á slíkum skipum og er gert ráð fyrir að samntngur um srniði á fyrsta skipinu liggi fyrir í lokþessa mánaðar. „Hér er um að ræða þrjár stærðiaftvíbytnum, 14metra langabáta (30 tonn), lómetra langa (60-70 tonn) og 23 metra langa (150-200 tonn). Samningurinn gengur fy rst og fremst út á það að við tökum að okkur að endurhanna fyrir- komulag skipanna að íslenskum aðstæðum og raða því saman. Skipið er allt úr áli ogkoma Frakkarnir því til með að hanna allt burðar- virkið auk þess sem þcir munu efna niður allt álið. Skipið yrði síðan endanlega frá- gengið og afhent hér. Með því að smíða þessa gerð af skipum næst niður verð sem alla skipakaupendur munar um. Við getum tekið dæmi t.d. af 23 metra bát sem er sambærilegur við 200 tonna bát í dag. Hann myndi kosta um 120milljónirsernermiklu ódýrara en gerist í dag. Þessir bátar hafa einnig reynst mjög vel við Frakkland og það er engin spuming að það sama mun vera uppi á tengingunum hér, sérsíaklega hvað varðar línu- og netaveiðar. Þetta eru lang heppilegustu bátarnir fyrir þær veiðar” sagði Sigurður. Hann sagði ennfremur að smíði á 14 metra bátunum tæki um sex mánuði en þeim stærstu um tíu mánuði. Hann ságðist vera mjög bjartsýnn á þetta verkefni enda væri hér um að ræða tímamótaverk- efni í íslenskum skipaiðnaði. ísafjörður: Róleg áramót ÁRAMÓTIN gengu frem- ur rólega fyrir sig á Isafirði að sögn Iögreglunnar á Isa- firði og var lítið um óhöpp. Nokkur ölvun var í bænum aðfararnótt nýársdag og þá sérstaklega á fimm klukku- stunda tímabili frá því klukkan tvö um nóttina til klukkan sjö um morguninn. Þrír aðilar voru færðir í fangageymslur um nóttina vegna öl vunar og óspekta, rúða var brotin í Skóverslun Leós og tilraun var gerð til að brjótast inn í hús við Sund- stræti. Til ryskingakom á milli tveggjamanna í Sjallanum sem endaði með því að annar maðurinn var fluttur á Fjóróungssjúkrahúsið á Isa- firði með áverka á auga. Hann lagði daginn eftir fram kæru á hendur árásarmanninum og er málió í rannsókn. Að minnsta kosti tvær brennur voru í bænum, önnur á Torfnesi og hin á Hauganesi við Holtahverfi. Fjöldi fólks safnaðist saman við brennurnar og var mikið líf í viðstöddum enda ærin ástæða til að skemmta sér og öðrum. Allt gekk vel fyrir sig og engin slys urðu sem best er vitað. Meðfylgjandi mynd var tekin af brennunni við Torfnes þar sem Tumi IS frá Bolungarvík fuðraði upp á stuttum tíma. -í. OHAÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM Suðureyri: Reyktir dansgestir á áramóta- dansleik Sturla Páll Sturluson BB Suðureyri: ÁRAMÓTAGLEÐI Súgfirðinga fór fram með hefðbundnum hætti þetta árið þ.e. með tilheyrandi púðursprengingum og flugeldaskarki auk þess sem matur og drykkur var hesthúsaður úr hófi fram. Fokið þótti í flest skjól (enda fauk í marga) þcgar einn dansgesta á áramóta- dansleiknumíFélagsheimili Súgfirðinga tók sig til í lok dansleiksins og kveikti í reykbombu á miðju dans- gólfinu. Reykbontban, sem ætluð cr sem neyðartæki um borð í skipum, fyllti félags- heimilið á skammri stundu af þykkrauðum reykjar- mekki. Þráttfyrirsnörhand- tök nokkurra dansgesta, sent náðu að henda reykbombunni út sáu menn varlahanda sinnaskil áeftir. Dansgcstirnir þyrptust út úrhúsinu.endaskyggni það lélcgt innandyra að þeir greindu varla dansfélagann, jafnvel þótt í návígi væri. Sumir dansgestanna sem mætt höfðu á ballið mcó góða skapið og í sínu fínasta líni fóru margirhverjirrauð- klæddir hcim. Mörgum var orðið ansi heitt í hamsi og langaói að hafa hendur í hári þesserolli fjaðrafokinu og svo skjótum enda á annars ágætum dansleik. Verknaðurinn hefur verið kærð til lögreglunnar sem vinnur að rannsókn málsins. RITSTJÓRN *ZT 4560 - FAX *ZT 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT “ZT 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.