Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 6. janúar 1993 5 ísafjörður: • Fyrsta barnið, sem fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði á árinu 1993, kom i heiminn í fyrrinótt kl. 03.02. Það var stúlka, 3675 g og 51 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Sveinbjörg Sveinsdóttir og Kristinn Halldórsson, Fjarðarstræti 57, á ísafirði. Blaðið óskar foreldrunum til hamingju með litlu stúlkuna. -ma. ísafjörður: Próflausir á stolnum bíl MIÐVIKUDAGINN 30. desember síðastliðinn var brotist inn í Grunnskólann á Blönduósi sem og lögreglu- stöðina á staðnum og þaðan stolið peningum ásamt fleiru verðmætu. Sama dag var bif- rciðinni H-772 sem er af gerðinni Toyota Camry stoiið við íbúðarhús á staðnum og var strax hafin leit að bif- reiðinni. Hvað kemur þetta ísafirót við spyrja kannski einhverjir en sam- banderþt't þamaámilli þvi tæpum sólarhring síðar fannst bifreióin fyrir utan íbúðarhús í Hnífsdai, rúmum fimm hundruð kíló- metrum frá Blönduósi. í framhaldí af fundi bif- reiðarinnar voru tveir góð- kurtningjar lögreglunnar í Reykja- vík handteknir, annar á sextánda ári og hinn sautjár) ára og viðurkenndu þeír að hafa stolið i bifreiöinn i. Sá y ngri v iðurkenndi einnig aó hafa ekið bifreióinni nánast alla leíöina þrátt fyrir ungan aldur. Hinn viðurkenndi eínnig brot sitt og akstur á bif- reiðinni en þrátt fyrir að hafa aldur til hafði hann ekki öku- réttindi. Mennimir viðurkenndu einnig innbrotin á Blönduósi. Þeir voru hýstir á lögreglustöðinni á ísa- firði fram yfír áramót en þá fóru þeir flugleiðís til Reykjavíkur. Bifreiðin er enn á lsafirði og virðist hún lítið skemmd. Málið er talið aðfullu upplýst og verður það sent ríkissaksóknara til frekari vinnslu. -s. Hlíöarskjólsmáliö á ísafirði: Bæjaryfirvöld krefjast opinberrar rannsóknar BÆJ ARYFIRVÖLD á ísa- firði gengu á Gamlársdag á fund lögreglunnar á Isafirði þar sem opinberrar rann- sóknar var krafist á fjár- reiðum leikskólans Hlíðar- skjóls á Isafirði en eins og kunnugt er þá hefur fyrr- verandi forstöðukonu leik- skóians ekki tekist að gefa viðhlítandi skýringar á tæpum fimm hundruð þúsund krónum sem nú þegar vantar upp á uppgjör samkvæmt mati bæjaryfir- valda. Það var í september síðast- liðnum að starfsmenn bæjarins urðu varir við að eitthvað athugavert var við uppgjör og skil daggjalda frá leikskólanum og fannst þeim lítió hafa borist frá skólanum miðað við umfang og var því málið rannsakað. Þegar hér var komið við sögu var for- stöðukonan í fríi en er hún kom úr því var hún krafin skýringa og reiddi hún þá fram hluta þeirrar fjárhæðar sem á vantaði að mati bæjaryfir- valda. Viðbótarskýringar ásamt uppgjöri á rúmum 400 hundruð þúsund krónum sem bærinn hefur krafist af for- stöðukonunni hefur enn ekki borist bæjaryfirvöldum og því var tekin ákvörðun um að krefjast opinberrar rannsóknar á fjárreiðum skólans. I milli- tíðinni urðu nokkur blaðaskrif um málið m.a. af eiginmanni forstöðukonunnar sem í grein sinni ásakaði formann félags- málaráðs Isafjarðar um trúnaðarbrot í starfi og krafðist að hann biðist opin- berlega afsökunar eða segði af sér. I kjölfar þessara skrifa óskaði félagsmálaráð eftir því við bæjarfyrirvöld að opinber rannsókn færi fram á fjárreióum skólans en beðið var með þá ákvörðun þar til á Gamlársdag. Þar sem forstöðukonan er flutt frá Isafirði verður málið að öllum líkindum sent rannsóknarlögreglu ríkisins til frekari vinnslu. -s. ísafjörður: Landsbankinn segir ekki upp starfsfólki LANDSBANKI íslands á Isafirði kemur ekki til með að segja upp starfsfólki á næstu mánuðum þrátt fyrir að niðurskurður í starfs- mannahaldi standi fyrir dyrum hjá Landsbankanum. I kjölfar frétta þar sem sagt var frá því að fækka ætti starfs- fólki Landsbanka Islands tölu- vert var haft samband við BaldurOlafsson og hann inntur eftirþvíhvcmigþessum málum væri háttað í Landsbankanum á Isafirði. Hann sagði að á síðasta ári hefði starfsfólki fækkað tölu- vert án þess að komið hefði til uppsagna. Astæðuna sagði hann vera að ekki væri ráðið nýtt fólk í stað þess sem hætti og væri stefnan að fækka starfsfólki bankans á þennan hátt. Engar fækkanir eru ráðgeróar á næstu mánuðum og engar fyrirskipanir um upp- sagnir hafa komið frá ráða- mönnum fyrir sunnan. -ma. KJALAMOPPUR (/Ííðsterkar skjalamðppur með stálkanti. áflegir litirnir setja svip á hverja skrifstofu. tlað til geymslu á A4 skjðlum. erð aðeinskr. 290,-m.vsk. H-PRENT Sólgötu 9, ísafirði, sími 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.