Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 10
10 BÆJARINS BESTA' Miövikudagur 6. janúar 1993 Ferðamál: Ferða- þjónusta á Vestfjörðum í brennidepli - Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi skrifar: HINN 30. nóvember sl. var haldinn undirbúnings- fundur fyrir stofnun Ferð- amálafélags Isafjarðar og nágrennis. Allir þeir sem starfa að ferðaþjónustu í bænum voru sérstaklega boðaðir á fundinn ásamt eigendum og starfsfólki verslana og ýmissa fyrir- tækja. Þá var fundurinn opinn öllum þeim sem hafa áhuga á að efla ferða- þjónustu á svæðinu. Það er skemmst frá því að segja að fundurinn var vel sóttur; hátt á fjórða tug manna mættu og urðu líf- legar umræður um stöðu ferðaþjónustunnarhéráísa- firði og í nágrenni. Fundar- menn voru sammála um að nauðsynlegt væri að taka höndum saman og standa vörö um það starf sem Ferðaskrifstofa Vestfjarða vann á meðan hún var við lýði. Þá þyrfti að leita nýrra leiða til að laðaferðamenn til svæðisins. Ákveðið var að ganga til form legrar stofn unar Ferða- málafélags Isafjarðar og nágrennis og var stofn- fundurinn ákveðinn hinn 13. janúarn.k. Fundurinn verður haldinn á efstu hæð Stjóm- sýsluhússins og hefst kl. 20.30. Þórdís G. Arthursdóttir, ferðamáia- fulltrúi Akraness, kemur á fundinn og heldur erindi um samstarf fyrirtækja og stofnana á Akranesi vió upp- byggingu ferðaþjónustunnar þar í bæ. Þórdís ætlaði að vera með þetta erindi á undirbúningsfundinum en forfallaðist á síðustu stundu þannig að nú gefst tækifæri til að hlýða á þetta áhuga- verða efni. Allir þeir sem voru á undirbúningsfundinum eru hvattir til að mæta á mið- vikudaginn sem og hinir sem einhverra hluta vegna komust ekki. NYJAR MYNDIR ! VIKULEGA - - ’mm QUICKSAND: NO ESCAPE Donald Sutherland og Tim -j Matheson fara hér frábærlega með hlutverk fjárkúgarans og - fómarlambs hans. Hinn spillti einkaspæjari — Doc (Sutherland) kemst yfir “1 - gögn um aðild arkitekts nokkurs að morðmáli. - - Hann hefur samband við - hann og krefst fjárhæðar sem engin leið er að - greiða... - LEAVING NORMAL - Frábær gamanmynd með Meg Tilly og Christine Lahti. Marianne og Darly lenda á flakki til Alaska þar sem Darly fékk þar fasteign að arfi. Marianne rétt - nýsloppin úr misheppnuðu - hjónabandi og hin kaldhæðna Darly er nýbúin - að bera fram sinn síðasta - drykk sem gengilbeina. Saman ákveóa þær að best - sé að breyta til. En það eru mörg skrítin fyrirbæri... _ JR-VIDEO MÁNAGÖTU 6 ©4299 ,'k SjaUinn Sádti fians Jóns míns 'KveðjudansUHqiT Jöstudagskvöfd 16 ára aCdurstakmarlj Laugardagskyöld 18 ára aCdurstaljmarlf iKrúsin Lokað Ísafjarðarbíó „Catifornia 9dan “ fimm tudagsíftöfd, föstudagskyöld og mánudagsfcvöCd (f. 21. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI1 • ÍSAFIRÐI • S 3940 & 3244 • FAX 4547 Fasteignaviðskipti Fasteign vikunnar Tangagata 17: 202 m2 einbýlishús á 2 hæðum + kjallari. Nýuppgert. Einbýlishús/raðhús: Stakkanes 4: 140 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Skipti möguleg. Skipagata 11:80 m2 einbýiishús átveimurhæðum.Mikiðendurn. Fagraholt 11: 140 m2 einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Brautarholt 10:160 m2einbýlis- hús úr timbri á einni hæð. Lyngholt 8: 140 m2 einbýlishús + bílskúr. Skipti möguleg á eign á Eyrinni. Bakkavegur 29: 2x129 m2 ein- býlishús átveimur hæðum ásamt bílskúr. Hlégerði3:120 m2einbýlishúsá 11/2 hæð ásamt bílskúr. Hlíðarvegur 42: 3x60 m2 rað- hús á þremur pöllum. Góð greiðslukjör. Bakkavegur 14: 280 m2 einbýlishús á2 hæðum + bílskúr. Skipti á eign á Eyrinni möguleg. Hlíðarvegur 6:130 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum + rishæð. Skipti á húseign í Reykjavík. Fitjateigur 4: 151 m2 einbýlis- hús á 1 hæð + bílskúr. Skipti koma til greina. Tilboð óskast. Góð kjör. Hrannargata 8b: 46 m2 lítið einbýlishus á einni hæð ásamt heitum skúr á lóð. Stekkjargata 29: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. 4-6 herbergja íbúöir Fjarðarstræti 32:90 m2 4ra herb. Íbúðá2hæðum í v-e ítvíbýlishúsi + 90 m2 bílskúr. Aðalstræti 26a: 4ra herb. íbúð á e.h. v-enda í þríb.húsi. Skipti á minni eign möguleg. Urðarvegur41:120m23-4herb. íbúð á n. h. í tvíbýlishúsi. Sundstræti 24:123 m24-5herb íbúð á miðhæð í fjölbýlishúsi áamt bílskúr. Hreggnasi 3:2x60 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt rishæð undir súð. Sundstræti 14: 80 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð, v-enda í þrí- býlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Hlíðarvegur29:120m24raherb. íbúð á etri hæð í tvíbýlishúsi. Sólskýli ofanvert á lóð. Pólgata 4:136 m2 5 herb. íbúð á 2. hæð í þríbýli + lítill bílskúr. Fjarðarstræti 38:4ra herb íbúð á 2 hæðum. Mikið endurnýjuð. Túngata 21: 115 m2 4-5 herb. íbúð á miðhæð í þríb.húsi. Bílskúr er tvöfaldur að lengd. Skiptiástærrieignkomatilgreina. 3ja herbergja íbúðir Aðalstræti 25: íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Stórholt 11: 75 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi Stórholt 7: 76 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Stórholt 11: 85 m2 íbúð á jarð- hæðífjölbýlishúsi. Útsýni Í3 áttir. Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 2. hæð til vinstri f fjölbýlishúsi. Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 3. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Sundstræti 14: 86 m2 íbúð á e.h. n-enda í þríbýlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Aðalstræti 15: 90 m2 íbúð á efri hæð, s-enda í fjórbýli. Sérinng. Fjarðarstræti 9:70 m2 íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Aðalstræti 26a: íbúðáefrihæð, v-enda í þríbýlishúsi. Hlíðarvegur 35: 80 m2 íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi. Endurnýjuð að hluta. 2ja herbergja íbúðir Tangagata 23a: íbúð á einni hæðásamtkjallara. Endurnýjuð. Ýmislegt Seljalandsvegur 50: 5-600m2 lóð til sölu. Tilboð óskast. Aðalstræti 5: Lager- og iðnaðarhúsnæði. Bolungarvík Vitastígur 13: 90 m2 3ja herb. séríbúð á n.h. í fjölbýlishúsi. Nýuppgerð. Vitastígur 19: 3ja herb. séríbúð á n.h. Selst á góðum kjörum. Reykjavík: Rauðarárstígur 1: 70 m2 3ja herb. íbúð á2. hæð í fjölb.húsi á besta stað í Reykjavík. Rauðarárstígur 1: 70 m2 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölb.húsi, innréttuð sem skrifstofa. Tilboð óskast í báðar íbúðirnar saman eða sína í hvoru lagi. SPAUGARI síðustu viku Þórdís Þorleifsdóttir bókavörður við bóka- safnið á Isafirði skoraði á Halldór Ásgeirsson starfs- mann Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal að koma með næstu sögu og hér kemur hún: „Hnífsdælingur staddur í Barcelóna á Spáni reikaði einn sunnudag auralítill um borgina. Hann kemurþarsem nautaat var að hefjast. Spengilegur Spanjóli kom að innganginum og kynnti sig: “Matador!” Vöróurinn hneigði sig og hleypti manninum inn. Sá næsti kom og kynnti sig: “Salvador!” Aftur hneigði vörðurinn sig. Hnífsdælingurinn rétti nú úr sér, gekk tígulega að inn- ganginum og sagði: “Theodór!” Hann fékk eitt besta sætið á sýningunni.” Eg skora á Jóhannes B. Guðmundsson Holti Hnífs- dal, nemanda í Framhalds- skóla Vestfjarða að koma með nœstu sögu. BÆJARINS BESTA - eina vikublaðið á Vestfjörðum ARNAR G. HINRIKSSON Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími 4144 Fagraholt 12: U.þ.b. 150 m2 einbýlishús ásamt bílskúr. Húsið er laust. Stórholt 11: 122,9 m2 á 3ju hæð ásamt bilskúr. Miðtún 25: 2x130 m2. Á efri hæð eru m.a. 4 svefnherbergi og á neðri hæð er m.a. 2ja herb. íbúð. Tangagata 20: 3ja herb. íbúð. Laus enir samkomulagi. Lyngholt2:140m2einbýlishús ásamt bílskúr. Laust eftir sam- komulagi. Fjarðarstræti 9:3ja herb. íbúðir á 1., 2. og 3. hæð. Hjallavegur12:117m24raherb. íbúð á e.h. í tvíbýli + bílskúr og kjallari. Skipti ath. Sundstræti 24: Miðhæð. U.þ.b. 120 m2 4-5 herb. íbúð ásamt bílskúr. FASTEIGNAVIÐSKIPTI Túngata 13: 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð. Aðalstræti 20: 3ja herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 95 m2. Mjallargata 6: Norðurendi. 4ra herb. íbúð ásamt tvöföldum bílskúr. Fitjateigur4: U.þ.b. 151 m2ein- býlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Bolungarvík Hólastígurð: Rúmlegafokhelt raðhús. Selst á góðum kjörum. Hlíðarstræti 21: Gamalt ein- býlishús, 80 m2. Traðarland24:Tvílyfteinbýlis- hús, u.þ.b. 200 m2 með bílskúr. Vitastígur 8: Tvílyft einbýlis- hús, m.a. 4 svefnherbergi. Traðarland 15:120m2einbýlis- hús ásamt bílskúr. Góð lán fylgja. Flugeldasala: Hnífsdælingar sprengjuglaðir EF MARKA má dýrðina sem sjá mátti yfir ísafjarðar- bæ á gamlárskvöld mætti ætla aðflugeldasala hafiveriðgóð. Hjálparsveitarmenn á Isafirði voru hins vegar ekki ýkja ánægðir með söluna en Björgunarsveitarmenn í Hnífs- dal voru hins vegar hæst ánægðir með stöðu sinna mála. Að sögn Halldórs Hauks- souarí Htiífsdal mátti litlu muna að birgðirnar kláruðust og sagði hann að á þeini bæ væru menn mjög sáttir við útkomuna. í Hnífsdal var haldín stór og mikil brenna og sáu Björgunar- sveitarmenn um flugeldasýningu sem tókst í alla staði mjög vel. Sigurður Jónsson á ísafirói sagði hins vegar að mikið væri enn eftir af flugeldum hjá Hjálparsveitinni og er stefnt á að selja meira fyrir þrettándann. Það verður opið hús í Skáta- heimilinu eitthvað frant eftir degi á miðvikudag og er sprengjuglöðu fólki bent á að enn er hægt aó birgja sig upp af flugeldum til að sprengjaút jólin. -ma.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.