Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 06.01.1993, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA ■ Miðvikudagur 6. janúar 1993 hið innra. Sveigð þök kirkjunnar minna á öldur út- hafsins, þar sem hver báran rís af annarri.” Laugardaginn 9. maí fór Fokker F27 flugvélin TF-FLP var um tíma flugmaður hjá Flugfélaginu Emi hf. á Isafirði. Körfuknattleikslið Ung- mennafélags Bolungarvíkur vann sér rétt til að leika í 1. deild í körfuknattleik eftir aö Sigurðar R. Símonarsonar. Þá voru við opnunina tveir vísna- söngvarar þau Jan-Olof Andersson sem er sænskur söngvari og gítarleikari og Hanne Juul sem á rætur sínar að rekja til Isafjarðar, því afi hennar var um tíma apótekari á Isafirði. Sunnudaginn 3. maí voru til- kynnt úrslit í lokaðri sam- keppni um hönnun kirkju og safnaðarheimilis fyrir Isa- fjarðarsöfnuó. Úrslitin voru kunngerð í Stjórnsýsluhúsinu að viðstöddu fjölmenni og síðan voru tillögurnar til sýnis fyrir almenning. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöóu að tillaga Hróbjarts Hróbjarts- sonar arkitekts væri heppi- legust og yrði því fyrir valinu. I niðurstöðu dómnefndar um þá tillögu sagði m.a.: ,,I tillögunni mynda kirkja og safnaðarheimili samræmda heild. Þrátt fyrir sérstæða lögun byggingarreitsins og smæð hans tekst höfundi að skapa byggingu, sem bæði er vel heppnuð hvaó ytra útlit snertir og er haganlega gerð • Síðustu nýstúdentarnir sem útskrifuðust frá Menntaskólanum á ísafirði en hann heitir nú Framhaldsskóli Vestfjarða, voru útskrifaðir laugardaginn 23. maí 1992. í sitt síóasta áætlunarflug fyrir Flugleiðir og var Isafjörður áætlunarstaður hennar. Þegar því flugi var lokið hafði vélin verið tæp þrjátíu ár í þjónustu Flugleiða og þjónað vel. Flug- stjóri í þessari síðustu ferð vélarinnar til Isafjarðar var Kristján Harðarson en hann liðið hafði sigrað Ungmenna- félagið Gnúpverja í æsi- spennandi úrslitaleik sem haldin var í Hagaskólanum í Reykjavík. Lokatölur leiksins urðu 68-54. Mánudaginn 18. maí samþykkti meirihluti hrepps- nefndar Nauteyrarhrepps í Isa- fjarðardjúpi á fundi sínum að til viðbótar luku meistaranámi í húsasmíðum. Dux schoale varð Margrét Björk Arnar- dóttir frá Hofshreppi í Skaga- fjarðarsýslu með 8,3. Frystitogarinn Júlíus Geir- mundsson IS-270 var í lok maí leigður í grálúðuleiðangur á vegum Hafrannsóknar- stofnunar. I leiðangrinum var • Niðjar Jóns Jónssonar klæðskera og konu hans Karlinnu Jóhannesdóttur við minnisvarðann í skrúðgarðinum við Bæjarbrekkuna á ísafirði, en garðinum var gefið nafnið Jónsgarður þann 17. júní 1992. ný ferjubryggja sem þjóna á áætlunarsiglingum Djúpbátsins Fagraness yrði byggð á Naut- eyri. Agreiningur var uppi um staðsetningu bryggjunnar og vildi hluti djúpmanna að bryggjan yrði staðsett á Mel- graseyri. Af byggingu bryggjunnar hefur ekki orðið enn. Menntaskóianum á Isafirði var slitið í 22. skipti og það síðasta laugardaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í sal skólans að vióstöddu fjölmenni en meðal viðstaddra voru eldri nemendur skólans auk að- standenda nýstúdentanna auk annarra gesta. Þrjátíu ný- stúdentar voru brautskráðir frá skólanum að þessu sinni auk þess sem útskrifaðir voru þrír vélaverðir á 1. stigi vél- stjórnamáms, sex á 2. stigi og einn af skipstjórnarbraut. Fimm nemendur fengu verslunarskólaprófsskírteini og voru fjórir þeirra úr röðum nýstúdenta. Þá lauk einn nemandi almennu meistara- námi iðnaðarmanna og tveir togað niður á 800 faðma dýpi sem er mun dýpra en almennt gerist. Samfara grálúðu- leiðangrinum vonuðust leiðangursmenn til þess að fá ýmsar auka fiskitegundir í trollið en það er velþekkt að langhali héldi sig á þessu dýpi auk búrfisks og annarra tegunda. í byrjun júní var kunngert að frystitogarinn Júlíus Geir- mundsson frá Isafirði hefói verið aflahæstur íslenskra fiskiskipa fyrstu fjóra mánuði ársins með 1.764 tonn. Vest- firsku togararnir Bessi IS 410 og Guðbjörg ÍS 46 voru í 4-5 sæti á meðal ísfisktogara landsins hvað aflaverðmæti varðar, Bessinn með 114 milljónir og Guðbjörg með 109 milljónir. Vestfirsku togararnir fiskuðu 9,6 tonn aó meðaltali á dag að verðmæti rúmlega 450 þúsund krónur, en árið á undan voru þeir með 11,2 tonn að verðmæti 477 þúsund krónur. I júní tók til starfa í Bolungarvík fyrsta gisti- heimilið á staðnum, Gesta- húsið. Gestahúsið er í eigu þeirra feðga Jóns Friðgeirs Einarssonar og sonar hans As- geirs Þórs og er það staðsett að Aðalstræti 9. Asgeir Þór sagði í samtali við blaðið að Gestahúsinu væri ætlað að uppfylla þörf fyrir ódýrari gistingu á svæðinu og tók hann skýrt fram að ekki væri ætlunin að fara í samkeppni vió Hótel Isafjörð. Þann 17. júní varafhjúpaður minnisvarði í blómagarðinum við bæjarbrekkuna á Isafirði til minningar um hjónin Jón Jónsson klæðskera og Karl innu Jóhannesdóttur en þau voru frumkvöðlar að gerð garðsins fyrir um 70 árum síðan. Við afhjúpunina voru börn þeirra hjóna og fleiri niðjar en lista- verkið varunniðaf Jóni Sigur- pálssyni myndlistarmanni á Isafirði. I tilefni þessa ákvað bæjarstjórn Isafjaróar að garðurinn beri nafnið Jóns- garður. Flateyrarhreppur varð 70 ára í júní og var mikil hátíð á staðnum að því tilefni í fjóra daga. Ibúatala staðarins tvöfaldaðist þessa fjóra daga enda varmargttil skemmtunar og fróðleiks á staðnum á meðan hátíðarhöldin fóru fram. Á fundi skiptaráðandans á Isafirði sem haldinn var mánudaginn 22. júní var tekin fyrir beiðni Niðursuðuverk- smiðjunnar hf. á Isafirði um nauðasamning fyrirtækisins. Fram kom á fundinum að stjórn Niðursuðuverk- smiðjunnar taldi sig ekki geta náð nauðasamningum og óskaði því eftir að tilraunum til nauóasamninga yrði hætt án árangurs. Föstudaginn 26. júní fór Landhelgisgæslan í könnunar- flug yfir hafsvæðið út af Vest- fjörðum og kannaði m.a. haf- ís sem var hann meiri þá en í meðallagi. Hafísinn varnæstur landinu 62 sjómílur frá Baróa og Straumnesi. • Flateyrarhreppur varð 70 ára í júní. íbúafjöldi staðarins tvöfaldaðist á meðan á afmælishátíðinni stóð. Meðfylgjandi mynd var tekin í íþróttahúsi staðarins. Síðari hluti fréttaannáls ársins 1992 birtist í nœsta tölublaði Það vantaði ekki kjarkinn í ísfirska skíðamanninn Jón Norðkvist er hann skíðaði fram af brúnum Kirkjubóls- fjalls niður á jafnsléttu þriójudaginn 14. apríl. Með Jóni í ferðinni á fjallið voru tveir bandarískir blaðamenn frá tímaritinu Skiing í New Y ork, þrautreyndir skíðamenn sem m.a. hafa skíðað mikið í Klettafjöllum. Sú reynsla dugði þeim þó ekki til að fara niður Kirkjubólsfjall því þeir guggnuðu er á hólminn var komið og fór því Jón einn niður þessa 720 metra háu fjallshlíð. Það var hátíðleg stund á Isafjarðarflugvelli laugar- daginn 25. apríl þegar þriðja Fokker 50 flugvél Flugleiða lenti þar eftir fimm klukku- stunda flug beint frá Amsterdam í Hollandi. Rúm- lega 1000 manns komu á völlinn til þess að vera við- staddir komu vélarinnar og var ekki að sjá að kuldi og vind- strekkingur hefðu nein áhrif á mætinguna. Eftir að vélin lenti og henni hafði verið ekið upp að flugskýli, gengu farþegar og áhöfn frá borði. Var á- höfninni og Kristjönu Millu Thorsteinsson, stjómarmanni í Flugleiðum færðir blóm- vendir af fimm ísfirskum blómarósum. Eftir ræðuhöld gaf Kristjana Milla vélinni nafnið Freydís og að því búnu buðu Flugleiðir til kaffiveislu í flugstöðvarbyggingunni og hefur sjaldan verið annar eins mannfjöldi í húsinu að sögn kunnugra. Maí Laugardaginn 2. maí fór fram í Stjórnsýsluhúsinu á Isa- firði formleg opnun Norrænu upplýsingaskrifstofunnar en skrifstofan verður staðsett á Isafirói næstu fjögur árin. Margt góðra gesta kom til Isa- fjarðar til að vera viðstaddir opnunina m.a. þeir Haraldur Olafsson, varaformaður Norrænafélagsins, Gylfi Þ. Gíslason, gjaldkeri félagsins auk framkvæmdastjórans Júní

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.