Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 17. mars 1993 Ogfleirasport... Bolvískir körfuknattleiksmenn hœttu keppni: l I I l I l l l Magnfreð Jensson. Sund: j Magnfreð j vann gull! ÍSFIRSKI sundmað- J urinn Magnfreð Jensson ■ tók þátt í íslandsmóti I fatlaðraísundisemfram | fór í Sundhöll Reykja- | víkur um síðustu helgi. . Hann sigraði í 50 metra * flugsundiátímanum 45.00, \ varð annar í 100 metra | baksundi og í þriðja sæti í ■ 100 metra skriðsundi en J þar fékk hann tímann ■ 1.17.00. sem erbæting um | 18sekúndur. I Eiga fjársektir yfir höfði sér - og þurfa að hefja þátttöku í annarri deild ef þeir hyggjast taka þátt í íslandsmótinu á næsta keppnistímabili LIÐ Ungmennafélags Bol- ungarvíkur sem leikið hefur í 1. deild karla í körfuknatt- leik í vetur á yfir höfði sér fjársektir sökum þess að félagið gaf tvo síðustu leiki sína sem þeir áttu að leika gegn Þór og UMF Akureyrar á Akureyri um þar síðustu helgi. Þá þarf félagið að hefja þátttöku í annari deild ef þeir hyggjast taka þátt í Islandsmótinu á næsta kepp- nistímabili. Allir leikir liðsins í vetur þurrkast út af stigatöflunni en það mun ekki breyta neinu um lokastöðu deildarinnar því liðið tapaði öllum leikjum sínum nema einum, gegn Hetti á Egilsstöðum, en það félag komst ekki í úrslitakeppnina. Astæða þess að Bolvíkingar gáfu ieikina voru fjárhags- örðugleikar, en aðalstyrktar- aðili liðsins var Einar Guð- finnsson hf. sem lýst var gjald- þrota fyrir stuttu. I bréfi sem Bolvíkingarsendu Körfuknatt- leikssambandi Islands og dag- sett er 5. mars, sama dag og fyrri leikurinn átti að fara fram, óska þeir eftir heimild KKI til að mæta ekki í leikina án þess að til refsinga og/eða sekta komi, þannig að sá möguleiki haldist áfram að hægt verði að byggja upp á þeim grunni sem lagður hefur verið við iðkun körfuknattleiks í Bol- ungarvík. Um ástæðuna fyrir beiðn- inni segir í bréfinu: „Astæður fyrir þessari ósk okkar eru nokkrar. Það sem vegur þó þyngst er sú staðreynd sem flestum er kunn, þ.e.a.s. at- vinnuástandið í Bolungarvík. Aðalstyrktaraðili okkar hefur verið lýstur gjaldþrota og í framhaldi af því hafa nokkrir leikmenn misst sína vinnu. Þetta hefur orðið til þess að við höfum engan möguleika á því að fjármagna ferðir við núverandi stöðu. Ekki er heldur hægt að fara fram á það við leikmenn, sem hafa misst atvinnu sína, að þeir kosti aðfullu 2-3 dagaferðirámilli landshluta.” Pétur H. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKI sagði í samtali við blaðið að mál Bolvíkinga hefði ekki verið tekið fyrir en niðurstöðu væri að vænta í lok þessarar viku. „Bolvíkingarnir sendu okkur bréf þar sem þeir skýrðu sitt mál en það bréf hefur ekki verið tekið fyrir ennþá. Það er áætlaður stjórnarfundur nú í vikunni og þá reikna ég með að bréfið verði tekið fyrir.” Aðspurðurum hversu miki- ar sektir Bolvíkingar ættu yfir höfði sér sagði Pétur að yfirleitt væru menn að tala um áætlaðan ferðakostnað á staðinn en þó aldrei lægri upp- hæð en 22.500 krónum. „Verði liðið beitt sektum fer sú fjárhæð til KKÍ. Hins vegar ef félagið sem á heimaleikinn hefur lagt út í einhvern kostn- að, þá geta þeir sótt um það til KKÍ. Okkur hafa ekki borist neinar slíkar beiðnir frá þeim norðanmönnum enda voru Bolvikingarnir mjög snemma í því að tilkynna að þeir myndu ekki mæta. Þeir hafa sér það til málsbóta að þeir tilkynntu sérstaklega um það símleiðis á fimmtudag og þvi var hægt að láta bæði félögin og dómara vita í tíma” sagði Pétur H. Sigurðsson í samtali við blaðið. _o Viöar Konráðsson tannlseknir í „aksjón”. IJósmynd: Einar Valur Kristjánsson jr. Vélsleðamótið í Bolungarvík: Tannlækmrinn U.M SÍÐUSIU helgi fór fram í Bolungarvík fyrsta alvöru vélsleðakeppnin sem haldin hefur vcrið hér vestra í vetur og var hún undanfari úrsiitakeppni til íslandSmeistara sem haldin vcrður á ísafirði í maí nk. Keppt var í spýrnu, brautarkeppni og fjállaralli og urðu úrslit sem hér segir: í AA-flokki í spyrnukepphi sigraði Magnús Jóhannsson á Wildcat 700, ahnar varð Viðár Konráðsson, tann- læknir á ísafirði á Wiideat 700 EFI og þriðji varð Kristófcr Hciðarsson, cinnig áWildcat700EFl.í A-flokki sigraði Stefán Alfsson á Polaris Indy XLT, annar varö Reimar Vilmundarson á Artic Cat Z 580, og þriðji Elvar Sigurgeirsson á Artic Cat Z 580. í B-flpkki sigraði Ragnar Stebjörnsson á SkiDoo Plus EFI, annar varð Þorkell Kristinsson á SkiDöó Gr. Touring og þriðji varð Róbcrt Halldðfsson á Ski- DooPlus. í C-flokki sigraði síðan Ingólfur Sigurðsson ' á Artic Cat 440 ZR, annar varð GunnarHólm Friðriks- son á Polaris Indý XCR og þriðji varð Guðjón Helga- sön á Polaris Indy 400. í AA-flokki í brautar- keppni sigraði Viðar Kon- ráðsson á Wiidcat 700 EFI, annar varð Elvar Sigurgeirs- són á Artic Cat Z 580 og þriðji varð Stefán Álfsson á Polaris Indy XLT. í B-flokki sigraði IngólfurSigurðsson á Artic Cat 440 ZR, annar varð Gunnar Hólm Friðriks- son á Polaris Indy: XCR og þriðji Ragnar Sæbjömsson á SkiDoo Plus EFI. í AA- flokki í Shell Skálaralli sigraði Viðar Konráðsson á Wild Cat 700 EFI á tímanum 18.47. Annarvarð Sverrir Pétursson á Polaris Indy RXL á tímanum 20.40 og þriðji varð ÁsgeirElías- son á SkiDoo Mach 1, á tímanum 20.50. Elvar Sigurgeirsson sigr- aði á Ártic Cat 580Z í A- flokki á tímanum 20.10. Annár varð Ragnar Sæ- björnsson á Polaris Indy XLT á tímanum 20.43 og þriðji varð Ævar Ólafsson á Artic CatEXT á tímanum 22.47. í C-flokki sigraði Ingólfur Sigurðsson á Artic Cat 440 ZR á tímanum 20.27. Annar varð Gunnar Hólm Friðriks- son á Polaris Indy XCR á tímanum 20.53 og þriðji varð Halldóra Sigurgeirs- dóttir á SkiDoo Plus EFI á tímanum 24.26. -s. • Fasteign vikunnar ™ i^—mniniiiiinnrmi ® Sundstræti 24: 55 m2 íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI1 • ÍSAFIRÐI • ® 3940 & 3244 . FAX 4547 Fasteignaviðskipti Einbýlishús/raðhús: Fitjateigur 4:151 m2einbýlishús á einni hæð + bílskúr. Skipti möguleg á minni eign á Eyrinni. Stakkanes 4: 140 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti möguleg. Urðarvegur 56:209 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Fagraholt 11: 140 m2 einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Lyngholt 8: 140 m2 einbýlishús ásamt bílskúr. Skipti möguleg á eign á Eyrinni. Bakkavegur 29: 2x129 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Hlíðarvegur 42: 3x60 m2 rað- hús á þremur pöllum. Góð greiðslukjör. Bakkavegur 14: 280 m2 einbýlishúsá2hæðum + bílskúr. Skipti á eign í Reykjavík möguleg. Hrannargata 8b: 46 m2 lítið einbýlishús á einni hæð ásamt heitum skúr á lóð. Stekkjargata 29: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. 4-6 herbergja íbúðir Stórholt 9: 117 m2 4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Túngata 3: 120-140 m2 íbúð á 2 hæðurn í s-enda í fjórbýlishúsi + ris + kjallari. Fjarðarstræti 32:113m24raherb. íbúð á2 hæðum í v-e í tvíbýlishúsi + 90 m2 bílskúr. Aðalstræti 26a: 112 m24ra herb. íbúð á e.h. n-enda í þríb.húsi. Skipti á minni eign möguleg. Urðarvegur41:120m23-4herb. íbúð á n. h. í tvíbýlishúsi. Hreggnasi 3: 2x60 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt rishæð undir súð. Sundstræti 14: 80 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð, v-enda í þríbýlis- húsi. Endurnýjuð að hluta. Pólgata 4:136 m2 5 herb. íbúð á 2. hæð í þríbýli + lítill bílskúr. Fjarðarstræti 38: 4ra herb íbúð á2 hæðum. Mikið endurnýjuð. Túngata 21: 115 m2 4-5 herb. íbúðámiðhæðíþríb.húsi. Bílskúr er tvöfaldur að lengd, Skipti á stærri eign koma til greina. 3ja herbergja íbúðir Aðalstræti 25: íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Stórholt 11:75 m2 íbúð á2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi Stórholt 7: 76 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Stórholt 11: 85 m2 íbúð á jarð- hæð í fjölbýlishúsi. Útsýni Í3 áttir. Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 2. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Sundstræti 14:86 m2 íbúðáe.h. n-enda í þríbýlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Aðalstræti 15: 90 m2 íbúð á efri hæð, s-enda í fjórbýli. Sérinng. Fjarðarstræti 9: 70 m2 íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Aðalstræti 26a: Ibúð áefri hæð, v-enda í þríbýlishúsi. Hlíðarvegur 35: 80 m2 íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Skipti á stærri eign möguleg. 2ja herbergja íbúðir Urðarvegur 80: 66 m2 íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Sérinng. Tangagata23a: íbúóáeinnihæð ásamt kjallara. Endurnýjuð. Strandgata 5: 55 m2 íbúð í s- enda, efri hæð, nýuppgerð.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.