Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 10
10 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 17. mars 1993 Björn Helgason SPAUGARI síðustu viku, Oli M. Lúðvíksson, skrifstofustjóri hjá sýslu- mannscmbættinu á Isa- firði skoraði á Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á ísa- firði að scgja næstu sögu. Björn vildi hafa þær þrjár stuttar og hcr koma þær: Læknaritaranum brá í brún þegar hún sá nunnu koma rigsandi út af stofu læknisins og strunsa beina leið á dyr án þess að borga. Þegar læknirinn kom fram spurði hún hvað gerst hefði. ,,Ja” sagði læknirinn. ,,ég skoðaði hana og sagði henni svo að hún væri ófrísk.” „En hamingjan sanna,” kallaði ritarinn upp yfir sig. „Þaðgeturbaraekki verið!” ,,Nei, auðvitað ekki,” svaraði hann. „En þetta læknaði hana svo sannarlega af hikstanum.” Síminn hringdi hjá Náms- styrkjastofnun. Stúdent nokkur sagðist eiga í vandræðum með að láta enda ná saman og vildi því sækja um styrk. Stúlkan á Námsstyrkja- stofnun sagðist gjarna skyldu senda honum um- sóknareyðublað, en hún ætti svo bágt með að heyra í honum í símanum: „Ertu í tíkallasíma úti á landi, eða hvað?” „Nei, nei,” ansaði hann, „þetta er bara bílasíminn minn.” Konan stóð við útidyrnar með fangið fullt af úlpum. Fjögur lítil börn voru á þeytingi í kringum hana. Maðurinn hennarkom niður stigann og spurði hvers vegna hún stæði svona þarna. „Hana” sagði hún og rétti honum úlpurnar. „Nú skalt þú klæða krakkana í þessar úlpur og ég skal fara út og ýta á bílflautuna.” Eg skora á Hermann Hákonarson verslunarmann í Sporthlöðunni að koma með nœstu sögu. Norskar skipasmíða- stöðvar: Smiðuðu skip fyrir 77 mílljarða í fyrra Norski skipasmíða- iðnaðurinn lauk smíði á skipum að verðmæti 77 milljarða króna á síð- asta ári og er það aukn- ing um 5% á milli ára. Þetta kemur fram í Ver- inu, sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins sem kom út í síóustu viku. Þar segir einnig aö af þessum 77 milljörðum hafi norskar skipasmíðastöðvar flutt út skip að verðmæti tæplega 65 milljarða, en það er aukning um 30% frá árinu áður. Þrátt fyrir þessi miklu umsvif hefur verið ákveóið að veita 500 mill- jónum króna í rannsóknar- verkefni, sem hefur það að markmiði að finna leiðir til að auka samkeppnis- hæfni norskra skipasmíða á alþjóóavettvangi. Þorskverð innanlands: 30% hærra á mörkuðum Verð á slægðum þorski frá áramótum til októberloka á síðasta ári var 30% hærra á íslenskum fiskmörkuð- um en í beinum við- skiptum innanlands. A samsvarandi tímabili á árinu 1991 var mun- urinn 26%. Þetta kemur fram í F iski- fréttum en þar segir að þessir útreikningar séu byggðir á tölum um sölu á fiskmörkuðunum annars vegar og upplýsingum um hráefniskaup, sem Fiski- félag Islands safnar hjá fiskvinnslufyrirtækjum hins vegar. Meöalverð á slægðum þorski á mörk- uðum var 91 kr/kg á áður- nefndu tímabili en 70 kr/ kg í beinum viðskiptum. Varanlegur aflakvóti: 30 þúsund þorskígildi á milli skipa Á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi kvóta- tímabils var 30.000 tonna kvóti í þorsk- ígildum fluttur varan- lega á milli skipa, sam- kvæmt þeim upplýsing- um sem Fiskifréttir öfl- uðu sér hjá Fiskistofu. Þetta er meira en helm- ings aukning miðað við samsvarandi tímabil á síðasta fiskveiðitímabili en þá nam varanlegur kvóta- flutningur 13.000 tonnum í þorskígildum. Aukning- una má aó nokkru leyti rekja til þess, aö þrjú ný frystiskip bættust í flotann á síðasta ári og færsla í kvótum af eldri skipum yfir á nýju skipin er skráð sem flutningur á varanlegum aflakvótum. Rækjuveiðar: ísaflörður önnur stærsta löndunar- höfnin Á síðasta ári var 4.265 tonnum af rækju landað á Isafirði sem er 34% samdráttur frá árinu áður. Mestum afla var landað á Húsavík eða 4.591 tonn sem svarar til 11% heildaraflans, sem nam um 43.400 tonnum. Siglufjörður var í þriðja sæti yfir helstu rækju- bæina með 3.678 tonn og í fjóröa sæti yfir helstu rækjulöndunarhafnir landsins var Dalvík með 3.498 tonn. Árið 1991 var 6.500 tonnum landað á Isa- firði. ísafjörður: Páll Pálsson landaði 140 tonnum Þrír togarar hafa landað afla sínum á ísafirði frá því að við sögðum síðast afla- fréttir. Páll Pálsson ÍS landaði í gær 140 tonnum af blönduðum afla og Hálfdán í Búð landaði einnig í gær- dag 55 tonnum. Gyllir landaói á mánu- dag 85 tonnum og Hrafn Sveinbj arnarson landaði 126 tonnum af rækju á föstudag og Guðmundur Péturs landaði deginum áður 18 tonnum af rækju. Guðbjörg fiskar núi sigl- ingu en hún á bókaðan söludag í Bremerhaven í Þýskalandi 31. maí. Bakki hf: Tíu bátar með rúm 64 tonn Tíu rækjubátar lönd- uðu afla sínum hjá Bakka hf. í Hnífsdal í síðustu viku, samtals 64,1 tonni og var Bryn- Dagrún ÍS-9. dís ÍS aflahæst þeirra með 8.9 tonn. Ritur ÍS, landaði 7,3 tonnum, Gunnar Siguros- son ÍS, 8,2 tonnum, Gunn- vör IS, 8.7 tonnum, Sigur- geir Sigmundsson ÍS, 8.8 tonnum, Finnbjörn ÍS, 6,8 tonnum, Stundvís ÍS, 7,8 tonnum og Sædís ÍS, 7,6 tonnum. Donna ST-4. Básafell hf: Dornia ST með nim 10 tonn Fimm innfjarðarrækju- bátar lögðu upp hjá Bása- felli hf. á ísafirði í síðustu viku. Bára ÍS landaói 3,3 tonn- um, Donna ST, 10,2 tonn- um, Halldór Sigurðsson ÍS, 5 tonnum, Guðrún Jóns- dóttir ÍS, 7,8 tonnum og Aldan ÍS 8 tonnum. Gissur Hvíti. Ritur hf: Tæp 60 tonn að landi Níu bátar lögðu upp hjá fiskvinnslufyrritækinu Rit hf. á Isafirði í síðustu viku og var Dröfn aflahæst þeirra með 10,1 tonn. Árni Óla ÍS landaði 3,9 tonnum, Dagný ÍS, 3,7 tonnum, Gissur Hvíti ÍS, 6,5 tonnum, Hafrún II ÍS, 5,2 tonnum, Húni ÍS, 7,4 tonnum, Neisti ÍS, 5,8 tonnum, Sæbjörn ÍS, 7,6 tonnum og Þjóðólfur ÍS 9,7 tonnum. Þingevri: Mikil stein- bítsveiði Mjög góð steinbíts- veiði hefur verið hjá vestfirskum línubátum að undanförnu og var steinbíturinn uppistað- an í afla báta á Þingeyri í síðustu viku. Auðunn ÍS landaði 24,7 tonnum eftir einn róður, Máni ÍS, landaói 1,1 tonni eftir einn róður, Mýrafell IS, 2,8 tonnum eftir tvo róðra, Tjaldanes ÍS, 10 tonnum eftir fjóra róðra og Tjaldanes IIIS, 4,6 tonnum eftir tvo róðra. Þá landaði Frá Þingeyrarhöfn. skuttogarinn Framnes á Þingeyri á sunnudag 70 tonnum og var uppistaðan í aflanum þorskur. Isafjarðarhöfn: Miranda lestaði 700 tonn af fiskimjöli Það ráku margir ísfirðingar upp stór augu í síðustu viku þegar þeir sáu flutningaskipið Miranda frá Danmörku hallast ískyggilega þar sem það lá við festar í Isafjarðarhöfn og hringdu nokkrir þeirra til BB og sögðu að leki væri kominn að skipinu. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Skipið hallaðist svona mikið þegar stórum mjölsekkjum var raðað um borð og var engin hætta á feröum. Fiskimjölið, 697 tonn, kom frá Mjölvinnslunni hf. í Hnífsdal.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.