Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 6
6 RÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 17. mars 1993 Hvað gerðist á lslandijyrir25 ámrn? ísafirði 6. febrúar 1968: Ofsaveður veldur stór- slysum oggífurlegu tjóni Guðmann ásamt systkinum sínum og foreldrum, Karitasi Guðbjörgu Guðleifsdóttur og Guðmundi bónda Asgeirssyni á Kleifum stuttu eftir björgunina . Ljósm.: P.Jackson. Harry Eddom á sjúkrahúsinu á ísafirði. Fárviðri gekk yfir fiski- miðin og Iandið um síðustu helgi. Mestur varð veður- ofsinn á Vestfjörðum og Norðurlandi. Alvarlegastar urðu afleiðingarnar á ísa- fjarðardjúpi, þar sem tveir breskir togarar og íslenskur fískibátur fórust og 26 sjó- menn týndu lífí, 20 breskir og sex íslenskir. Togarinn Ross Cleveland frá Hull fórst með 18 mönnum á ísafjarðardjúpi. Um svipað leyti strandaði annar breskur togari á Snæfjallaströnd. Var lengi tvísýnt um hvort takast mætti að bjarga áhöfninni en varðskipið Oðinn náði að bjarga 18 skipverjum, en einn fórst. Togaranum Ross Cleve- land hvolfdi skyndilega, en mikil ísing hafði hlaðist á skipið. Ofsaveður var á og héldu 22 togarar sjó á þessum slóðum. Attu áhafnir skipanna fullt í fangi með að halda þeim ofansjávarog stóðu sjó- mennirnir við að höggva ís sem hlóðst á skipin. Loft- skeytamaður eins togarans heyrði síðasta kall skip- stjórans á Ross Cleveland: Viðerum aðfara yfirum! Og örlítið seinna: Við erum að fara! Skilið ástarkveðju minni og skipsmanna til eigin- kvenna okkar og fjölskyldna. Frækileg björgun Notts County strandaði rétt innan við Súrnadal á Snæ- fjallaströnd. Varðskipið Oð- inn, sem statt var undir Græn- uhlíð, kom fljótlega á vett- vang. Ekkert var hægt að að- hafast að sinni vegna veður- ofsans, en skömmu eftir há- degi 5. febrúar tókst Oðins- mönnum með harðfylgi og lífshættu að bjarga skipsá- höfninni, 18 manns, en einn skipverja var látinn úr kulda og vosbúð. Hímdi næturlangt undir húsvegg Einn skipverji af breska togaranum Ross Cleveland, sem sökk í ofviðri á Isa- fjarðardjúpi, komst lífs af. Er það fyrsti stýrimaður, Harry Eddom, 26 ára gamall. Liggur hann nú á sjúkrahúsinu á Isa- firði, allmikið kalinn áfótum og höndum, en þó furðu hress. Þegar togarinn sökk komst Harry Eddom í gúmbát ásamt tveimur félögum sínum. Bát- inn rak með þá í tíu til tólf klukkutíma, en bar loks að landi innst í Seyðisfirði. Voru tveir mannanna þá látnir, en stýrimaður lagði af stað í átt að húsi sem hann sá við botn fjarðarins. Varhann lengi að komast þangað, líklega mest allan mánudaginn. Hús þetta var sumarbústaður og reyndist harðlokað og neglt fyrir alla glugga. Hafði hann ekki mátt til að brjóta upp. Stóð Harry Eddom síðan í skjóli við húsið alla næstu nótt og fram áþriðjudagsmorgun, en mest- allan tímann var grenjandi hríð. A þriðjudag árla sá hann dreng, sem var að reka kindur, og gat kallað til hans. Hann hjálpaði skipbrotsmanni heim að næsta bæ, Kleifum, og var það ekki nema 15 mínútna gangur. Sjúkrahús í umsátursástandi ísafirði 9. febrúar 1968: Sjúkrahúsið á Isafirði hefur verið í umsátursástandi síðan kl. 6 í gærmorgun. Þá byrjuðu breskir blaðamenn og ljós- myndarar að þyrpast að dyrunum og vildu komast inn. Átti starfsfólk fullt í fangi með að verjast innrásarhernum og varð sjúkrahússlæknirinn, Ulfur Gunnarsson, aö standa í handalögmáli við Bretana, sem börðust um á hæl og hnakka til að komast inn í bygginguna. Blaðamennirnir ætluðu að vera viðstaddir þegar Rita Eddom hitti mann sinn, Harry, sem liggur á spítalanum eftir einstæða hrakninga. Það gerðistumkl. 11 árdegis. Eftir nokkurtþóf leyfði sjúkrahús- læknir loks að einn ljós- myndari (frá Sun) fengi að vera viðstaddur, en blaða- menn frá öðrum frétta- stofnunum dönsuðu stríðdans umhverfis sjúkrahúsið. Um 40 breskir fréttamenn munu vera hér á landi vegna þess máls. Horfa fæstir þeirra í kostnað. Hafa þeir leigt fjölda íslenskra flugvéla, sem eru í sífelldum ferðum á milli Isafjarðar og Reykjavíkur, oft með áteknar filmur og ekki annan flutning. Myndsendi- tæki Landsímans eru í sífelldri notkun og álag á talsímasam- band við Bretland slíkt, að biðtími er orðinn langur. (Heimild: Öldin okkar 1961-1970) Fréttapunktar frá árinu 1968 * Aðfararnótt sunnudagsins 4. febrúar 1968 gekk mikið ofsaveður yfir landið og urðu Vestfirðireinna mest fýrir barðinu á hamtorunum. Tveir breskir togarar fórust 5 veðrinu auk vélbáts frá Bolungarvík. Menn á Vestfjörðum voru á einu máli um, að þetta aftakaveður hafi vertð eitt hið versta, sem þar hafði komið í manna minnum. * Þórður Jónsson á Látrum lýsti veðurofsanum á eftir- farandi hátt: „Um tvöleytið aðfararnótt sunnudagsins skall hér á norðan fárvirði með frosti, snjókomu o'g ofsalegu hafróti. Var þá sjáanlegt með hliðsjón af veðurspánni að í uppsiglingu var annaðHalaveður. Hús nötruðu, allt fauk sem fokið gat, og freðinn skarinn buldi á húsum einsog nagladrífa. * Vélbáturinn Ver, 36 tonna bátur, sém gerður var út frá Btldudal, fékk á sig brotsjó 26. janúar, þar sem hann var staddur tvær sjómtlur út af Kópanesi í Patreksfjarðarflóa. Lagðist báturinn á hliðina, fylltist af sjó og sökk litlu síðar, Fimm manna áhöfn var á bátnum, og tókst skip- verjutn naumlega að bjarga sér í gúmbát áður en Ver sökk. Hröktust skipverjar í gúmbátnum í fimm klukkustundir eða allt þar til skipverjar á varðskipinu Albert sáu neyðar- blys frá gúmbátnurri og björguðu þeir mönnunum skömmu síðar. * Gengi íslensku krónunnar var fellt um 35,2% gagnvart erlendri mynt 11. nóvember. I greinargerð frá Seðlabanka Islands sem fylgdi falli krónunnar sagði m.a. aó megin- ástæðan fyrir gengisfellingunni hafi verið sú, aó tveimur árum á undan hafi verið léleg aflabrögð, einkum á síld- veiðum, auk þess sem fiskverð á erlendum mörkuðum hafi farið lækkandi og þar með hafi útflutningsverðmæti íslensks fisks lækkað um 45%. * Þann 15. janúar 1968 greindu íslensk daghlöð frá forsetakosningum þeim er fóru síðá'n fram um voríð. I nýársávarpi sínu í sjónvarpinu hafði Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti greint frá því að hann myndi ékki gefa kost á sér til endurkjörs og komu þá fram hugmyndir um hin ýmsu nöl'n varðandi eftirmann hans. Þar voru m.a. nefndir þeir Gunnar Thoroddsen, Halldór Kilján Laxncs, Hannibal Valdimarsson, Pétur Thorsteinsson og Kristján Eldjárn sem hlaut embættið. * Þann 26. maí 1968 tók hægri umferð gitdi á Islandi. Var það samdóma álit allra sem að breytingunni unnu, að hún hafði tekist með miklum ágæcúm. Fá umferðaróhöpp urðu, enda þótt þúsundir Reykvíkinga sem og annarra landsmanna, reyndu hæfni sína í umferðinni þegar fyrsta daginn. * Þann 30. júní var Dr. Kristján Eldjárn kjörinn forseti íslands með miklum meirihluta atkvæða eða rúmlega 65% atkvæða. Mótframbjóðandi hans GunnarThoroddsen hlaut 35% atkvæða. * 25. mars 1968 hrapaði bandarísk hcrþota af Kclla- víkurtlugvelli utan við Fellsmúla, en svo heitir suðurendi Skarðsfjalls á Landi. Flugmaðurinn, scm var einn í vél- inni, komst út úr henni í fallhlíf. í vélinni voru 24 flug- skeyti sem ætluð voru til að granda óvinaflugvélum. 23 flugskeytanna fundust strax í námunda víð vélina en eitt fannst ekki. Gudmann Gudmundsson — “See you next time.” Greetings to young lifesaver A GRATEFUL trawler wife sent a Christmas greetings telegram to a young lcelandic fisherman in Grimsby yesterday. It was a very special tele- gram. For. two-and-a-half years ago, he saved the life of her husband — Harry Eddom. the sole survivor of the Hull trawler Ross Cleve- land. When the trawler sank in a gale off Iceland's north-west coast, Mr. Eddom managed to scramble into a liferaft and make for the shore. He staggered. exhausted and sufTering from frostbite. up the heach to an old out- house. There he was found by Gudmann Gudmundsson. then a 14-years-old shepherd lad. Gudmann. now a deckhand in the trawler Gudrun. managed to carry him back to the fnrmhouse half a mile awa.v where his mother ffave him warm clothing and food. Úrklippa lír bresku blaði þar sem sagt er frá kveðjunni sem Guðmann fékk frá eiginkonu Harry Eddom. Togarinn Notts County á strandstað á Snœfíallaströnd.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.