Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 17.03.1993, Blaðsíða 12
Fljúgið með elsta starfandi áætlunarflugfélagi á íslandi. FLUGFELAGID ERNIRf ÍSAFJARÐARFLUGVELLI &4200 m 4688 &«$s$»sesttmsmfsi&s$i TBYGCIWC HF | Umboð: ^ Sjörn Hermannsson Hafnarstræti 6, simi 3777 Skotmálið á Flateyri: Dómur kveðinn upp á mánudaginn Á MÁNUDAGINN var tekid til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Vestfjarða skotmálið svokallaða á Flat- eyri. Það var aófararnótt áttunda nóvcmbcr á síóastlióinn se m maóur nokkur skaut úr hagla- byssu á tvo menn á Flateyri. Mál þetta var tekið til aðal- meðferðar í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudaginn var. Hinn ákærði var þar yfir- heyrður og vitnaleiðslur fóru fram. Þá flutti Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sókn í málinu fyrir hönd ákæru- valdsins og verjandi ákærða, Helgi Birgisson héraðsdóms- lögmaður, hélt varnarræðu sína. Málið var dómtekið og mun héraðsdómari Vestfjarða, Jón- as Jóhannsson, kveða upp dóm næstkomandi mánudag, 22. mars. -hj. Frá Suðureyri. Hitaveita Suöureyrar: Orkubúið tekur væntan- lega við rekstrinum EINS og áður hefur verið greint frá í I?B hafa verið þreifingar í gangi í þá átt að Orkubú Vcstfjarða kaupi Hitaveitu Suðurcyrar. Orku- bússtjórinn segir að það kæmi sér ekki á óvart þó gengið yrði frá kaupunum fljótlcga. „Þetta mál er allt í gaumgæfi- legri skoðun og það kæmi mér ekki á óvart að það myndi ganga í gegn nú fyrri part þessa árs og við tækjum þá við rekstri Hitaveitu Suðureyrar,” sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri í samtali við BB. -hj. Svokallað „Skíðakolaport” verður haldið um borð Fagranesinu á sunnudaginn. ísafjörður: „Skíðakolaport“ um borð í Fagranesinu NÆSTKOMANDI sunnu- dag fer fram svolítið óvenju- leg sala um borð í djúp- bátnum Fagranesi sem liggja mun við bryggju á Isafirði. Salan mun verða í líkingu við Kolaportssöluna í Reykjavík og hefur aðstand- andi sölunnar á Isafirði, Skíðafélag Isafjarðar á- kveðið að kalla söluna „Skíðakolaport”. Á „Skíðakolaportinu” munu 16-18 verslanir á Isafirði selja vörur sínar auk þess sem einstaklingum verður gefinn kostur á að setja upp sölubás, þar sem þeir geta selt ýmislegt úr bílskúrnum eða geymslunni gegn 5.000 króna gjaldi fyrir básinn. Þá verður kynning á snakki og gosi auk þess sem Mjólkursamlag Isfirðinga mun verða með kynningu á ein- hverjum hollum rétti. Þá verða ýmiskonar uppákomur sem kynntar verða á staðnum. Skíðafélag Isafjarðar verð- ur með kaffisölu í matsal skipsins og rennur allur ágóði af sölunni auk básagjaldsins til Skíðafélagsins. Að sögn for- svarsmanna „Skíðakolaports- ins” verður einungis um þessa einu sölu að ræða í vetur og vilja þeir því hvetja Isfirðinga til að líta við um borð í Fagra- nesinu á sunnudaginn. „Skíða- kolaportið” mun standa frá kl. 14-18.og skal þeim, sem áhuga hafa á að setja upp sölu- bás, bent á að hafa samband sem fyrst við Kristínu Karls- dóttur í síma 3983 eða Vigdísi Ársælsdóttur í síma 4121. _ ísafjörður: Vöruval í Hnífsdal? BENEDIKT Kristjánsson í Vöruvali á Isafirði segir að vel komi til álita að hann opni verslun í Hnífsdal á næstunni en segir þó enn of snemmt að segja hvenær og hvort af því gæti orðið. Verslunin Búð í Hnífsdal hefur hætt rekstri eins og kunnugt er og í kjölfarió hafa vaknaó spurningar um það hvort Hnífsdælingar yrðu án verslunar um lengri tíma. „Eg hef ekki neitað því að skoóa það mál. En fyrst þarf ýmis- legt að liggja fyrir varóandi hús- næðið - hver eignast það og þess háttar. Við opnum auðvitað ekki verslun þarna á götunni,” sagði Benedikt kaupmaður í Vöruvali. „Eg sé í sjálfu sér ekkert sem mælir á móti því að opna þarna búð og það breytir í rauninni engu þó ég hafi hluta af lagernum úti í Hnífsdal. Vandamálið er húsnæð- ið. Það er ekki komið í ljós hvað verður um húsnæði Búóar og fyrr en það skýrist getum við ekki tekið ákvörðun um framhaldið,” sagði Benedikt ennfremur. l: Isafjörður: Isafjörður: RÉTT fyrir miðnætti á þriöjudag í síðustu viku fékk lögreglan á ísafirði til- kynningu uin óvenjulegar mannaferðir t frystiklefa Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal, cn klefinn stendur á hafnarsvæðinu á ísafirði. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þar voru á ferð sjö krakkar á aldrinum 10-14 ára sem gerðu sér það aó lcik að aka tveimur lyfturum fyrirtækisins um klefann. Ekki tókst aksturinn betur en svo að krakkanir náðu að skemma tvö plastkör sem þar voru auk þess sem milli- veggur skekktist eftir að þau höfðu ekið á hann nokkrum sinnum. Þá urðu ýmsar smærri skemmdir á hús- næðinu. Mikil verðmæti eru í hús- inu sem mun hafa staðið opið og hefði því hver sem er getað farið þar inn, stolið fiski og ekið honum í burtu á lyftara. -s. Innbrot og hraðakstur Á FÖSTUDAG í síðustu viku fékk lögreglan á ísa- firði tilkynningu um að farið hefði verið inn í hús við Hlíðarveg á ísafirði og vídeóupptökuvél með fæti var stolið. Fóturinn fannst stuttu síðar í Tún- götu en málið er óupplýst. I síðustu viku voru fjöl- margir ökumenn á ísatírði stöðvaðir vegna hraðakst- urs en auðar götur voru í og við bæinn mestan part vikunnar. Éru hér komin fyrstu merkin um vorkomuna og h vetur lögreglan ökumenn til að virða reglur um há- markshraða, jafnvel þótt götur séu auðar og sól skíni í heiði. ■ -s. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á ’ ■ VESTFJÖRÐUM isafjörður: Fótbrotnaði á dansleik MIKIL ölvun var á Isa- firði um síðustu helgi og var aðfararnótt sunnu- dagsins ein sú crilsamasta hjá lögreglunni í langan tíma. Aófararnótt föstudagsins var fremur róleg en þó barst lögreglunni ein tilkynning um líkamsárás. Klukkan 21.20 á laugardagskvöld var lögreglan kölluö í heima- hús á Isafirði vegna heimiliserja og var málið leyst á staðnum. Klukkan 02.21 var lög- reglan kvödd að veitinga- húsinu Sjallanum þar sem mikil slagsmál stóðu yfir. Mennirnir sem þar áttu hlut að máli voru skildir að og var annar þeirra fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firói þar sem hann var rannsakaður en blóð lagði úr hægri hlust mannsins. Hann fékk að fara til síns heima að lokinni skoðun. Klukkutíma síðar var lög- reglan aftur kötluð í Sjallann er þar hafði kona ein fallió í stiga. Hún reyndist vera fótbrotin og var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Isa- firði. -s. ísafjörður: Féll í stiga Á FIMMTA tímanum aðfararnótt síðastiiðins sunnudags var lögreglan á Ísafirði kölluð að fjölbýlishúsi á ísafirði þar sem maður hafði fallið í stiga og var talinn mikið slasaður. Sjúkrabifreið var kölluð til og var maðurinn fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Meiósli hans reyndust minni en ætlað var í fyrstu. Til viðbótar útkalli þessu var lögreglan fimm sinnum kölluð í fjölbýlishús víðsvcgar um ísafjörð og var í öllum tilfellum unr kvartanir vegna hávaða að ræða. _ RITSTJÓRN Q 4560 ■ FAX ® 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT TT 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.