Bæjarins besta - 24.03.1993, Page 1
VESTFJÖRÐUM
AÐILIAÐ
SAMTÖKUM BÆJAR- OG
HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA
MIÐVIKUDAGUR
24. MARS 1993
12. TBL. • 10. ÁRG
Verð kr. 150,-
ísafjörður:
Bæjarstarfsmenn
skammaðir
- sjá bls. 2
Flateyri:
Dómur fallinn
í skotmálinu
- sjá bls. 4
Leiklist:
Baldur Hreins-
son í spjalli
- sjá bls. 6
Seljalandsdalur:
Mesti snjór
í áratugi
- sjá bls. 9
Vegskálar:
JFE með lægsta
tilboðið
- sjá baksíöu
OPID KL. 09-12
OG KL. 13-17
FLUGLEIDIR
- SÖLUSKRIFSTOFA -
MJALLARGÖTU 1 • ÍSAFIRDI
KRÁARSTEMMMNG
Lifandi tónlist
laugardagskvöldkl .22-01
Mánagötu 1
ísafirði, S 4306
ísafjörður:
Einar Garðar vill annan stað
undir sorpeyðingarstöð
Á FUNDI bæjarstjórnar
Isafjarðar í síðustu viku
lagði Einar Garðar Hjalta-
Ison, forseti bæjarstjórnar og
framkvæmdastjóri Fisk-
markaðs Isafjarðar, fram þá
tillögu að fyrirhugaðri sorp-
eyðingarstöð sem rísa á, á
uppfyllingunni á Suður-
tanga, yrði fundinn annar
staðar. Einar Garðar segir
að fjölmargir hafi haft sam-
band við hann og aðra
bæjarfulltrúa og óskað eftir
því að þeir tækju málið upp
innan bæjarstjórnar.
Einar Garðar Hjaltason.
„Ég lagði fram þá tillögu, í
eigin nafni, að stöðinni yrði
fundinn annar staður. Af-
greiðslu þeirrar tillögu var
frestað,” sagði Einar Garðar
í samtali við BB.
„Það er verið að tala þarna
um sorporkustöð. Orkan sem
á að koma frá henni er 1,5
megavött sem er ekki mikil
orka — að verðmæti þremur
til fimm milljónum á ári. Ef
þær eru þrjár þá er orkan tíu
þúsund króna virði á dag, ef
þær eru fimm þá er verðmætið
þrettán þúsund.
Yfirvöld gefa það út að fjar-
lægðarmörkin frá orkuverinu
eða sorpeyðingarstöðinni
skuli veraábilinuþrjú til fimm
hundruð metrar, innan þess er
hættusvæði. Svæðið þarna
niður frá er hins vegar byggt
upp fyrir hafsækna starfssemi.
Það heyrir undir hafnarstjórn
og hún hafnaði staðsetning-
unni á sínum tíma. Matvæla-
fyrirtækin þarna í grennd hafa
einnig gert athugasemdir við
staðsetninguna. Og í sumar á
að rísa gámaplan við Sunda-
höfn en hún er framtíðar vöru-
höfn Norður-Isafjarðarsýslu,
þaðan verða bæði fryst og
fersk matvæli flutt út og planið
á að rísa ! um tvö hundruð
metra fjarlægð frá stöðinni.
Það eru áhöld um hvort á að
blanda saman matvælaiðju og
sorpeyóingu og ég tel ekki rétt
að blanda þessu tvennu saman
fyrir tíu þúsund krónur á dag.
Sorpeyðingarstöð veitir held-
ur ekki mörgum atvinnu og
kæmi þarna önnur starfsemi
þá fengju þar örugglega fleiri
atvinnu.
Það er enginn að agnúast út
í stöðina sem slíka, því hún
fullnægir öllum kröfum, eða
undirbúninginn, hún hefur
verið góð. Það er staðarvalið
sem verið er að gagnrýna.
Þetta er dýr lóð og það fer
mikið pláss undir þessa sorp-
eyðingarstöð og aðstöðuna
sem henni þarf að fylgja og ég
tel lóðina of verðmæta til að
vera með sorpeyðingarstöð á
henni. Við erum líka stöðugt
að reyna að framleiða sem
besta vöru sem fullnægir
ýtrustu gæðakröfum og það
er spurning hvort sorpeyð-
ingarstöð á þessum stað dregur
ekki úr trausti á afurðunum,”
sagði Einar Garðar Hjaltason
forseti bæjarstjórnar Isafjarð-
ar. -hj.
Bolungarvík:
- tilboð væntanlegt frá Ósvör fyrir helgi
ÞROTABU Einars Guð-
Stefán scgir að ekki hafi
finnssonar í Bolungarvík
mun ekki gera togarann
Dagrúnu lengur út og mun
skipið því stöðvast að af-
loknum yfirstandandi túr.
Skiptastjóri þrotabúsins
segist eiga von á tilboði frá
hinu nýstofnaða hluta-
félagi Ósvör fyrir helgina.
„Það stóð aldrei til að
fara í einhverja langvinnaút-
gerð. Við ákváðum í upp-
hafi að binda ekki skipið en
það er ekki rétt að halda
þcssu lcngur áfram, það var
heldur aldrei meiningin enda
ekki hlutverk þrotabús að
standa í slíkum rekstri,”
sagði Stefán Pálsson skipta-
stjóri þrotabús EG í samtali
við BB. Stefán er þessa
daganna staddur í Bolungar-
vík til að vinna að málefnum
þrotabúsins.
enn komið tilboð frá hinu
nýstofnaða hlutafclagi Ós-
vör S Bolungarvík í togarana
tvo Dagrúnu og Heiðrúnu.
Hann segist þó eiga von á
tilboði frá Ósvör fyrír helgi.
„Ég á von á tilboði frá
Ósvör um kaup á togurunum
á fimmtudag, eða alla vega
fyrir helgína.”
Heiðrún hefur verið í
slipp undanfarið eins og
kunnugteren hún mun losna
úr honum í kvöld. Togarinn
siglir þá tíl Bolungarvíkur
þar sem hann verður bundinn
við bryggju. Ljóst er að
þrotabúið mun hvorugan
togarinn senda á veiðar.
„Því rniður, við vonunt
bara að cinhverjir aðrir geti
drifið í þessari útgerð,”
sagði Stefán Pálsson skipta-
stjóri þrotabús EG. _hj.
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði:
Hatrammar deilur fram-
kvæmdastjóra og Mtrúa hans
- sumir stjórnarmenn vilja gefa framkvæmdastjóanum kost á að segja starfi sínu lausu, en segja honum upp,
verði hann ekki við því. Málið sprottið vegna misskilnings, segir formaður stjórnar FSÍ
DEILAN kom upp á yfir-
borðíð á stjórnarfundi
sjúkrahússtjórnar Fjórð-
ungssjúkrahússins áísafirði
(FSÍ). Þar var lagt fram bréf
frá Guðna Guðnasyni fuil-
trúa Guðmundar Marinós-
sonar framkvæmdastjóra
sjúkrahússins, þar sem
Guðni sagðist eiga inni
ógreidda yfirvinnu. Einnig
óskaði Guðni eftir því að
við hann yrði gerður starfs-
samningur og starfslýsing
samin vegna starfs hans.
í framhaldi af þessu spruttu
upp deilur þar sem Guð-
mundur lét þau orð falla að
Guðni hefði týnt fjórum
milljónum króna sem hann
gæti ekki gert grein fyrir h vað
orðið hcfði um. Guðni segir
aó með þessu sé Guðmundur
að saka hann um fjárdrátt.
Guðni óskaði eftir því að
stjóm FSÍ léti rannsaka hvort
einhverjar fjarhæðir vantaði.
Stjórnin varð við þéirri ósk
og vék Guömundi og Guðna
frá um vikutíma meðan rann-
sóknin stæði yfir.
Fylkir Ágústsson segir mál-
ið sprottið vegna misskiln-
ings; Guðmundur hafi ekki
verið að saka Guðna um
þjófnað, héldur benda á
skekkju í tékkheftinu. Fylkir
segir að ekkert hafi komið
fram sem bendi til að peninga
vanti.
Guðmundur Marinósson
neitar að tjá sig um málið á
þessu stigi.
Sjá nánar síðu 2.
■hj.