Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.03.1993, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 24.03.1993, Qupperneq 4
4 BÆJARINS BESTA • Miövikudagur 24. mars 1993 Óháð vikublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður 8 94-4560 i 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson 8 4277 &? 985-25362. Ábyr gð armenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson 8 4101 &? 985-31062. Blaðamaður: Haraldur Jónsson. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ]jós- mynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Opið hús hjá Björgunarsveitinni Tindum: Sveitin tekur í notkun nýjan og fullkominn bj örgunar sveitarbfl BJÖRGUNARS VEITIN Tindar í Hnífsdal tók síðastliðinn sunnudag í notkun einn öflugasta og fullkomnasta björgunar- sveitarbíl á norðanverðum Vestfjörðum. Af því tilefni var félagið með opið hús í bækistöð sveitarinnar að Strand- götu 7 í Hnífsdal og leit fjöldi manns við hjá sveitinni í tilefni þessa áfanga. Að sögn Magnúsar Geirs Helgasonar formanns Tinda er hér um mjög fullkominn bíl að ræða og vænta þeir Tinda- menn mikils af honum í fram- tíðinni. „Bifreiðinerafgerð- inni Nissan Patrol dísel árgerð 1993. Hann er mikið breyttur og á 38 tommu dekkjum. Meðal þess búnaðar sem settur hefur verið í bílinn er Intercooler, sem eykur kæl- inguna á vélinni, þá eru loft- driflæsingar á honum sem hægt er að læsa bæði að framan og aftan. A honum er öflugt spil og loftdæla. Þá er fjarstýrt leitarljós og „fiskiauga” en það er sérstakt ljós til að nota í skafrenningi auk tveggja 170 watta Ijóskastara. Þessu til við- bótar má nefna að í bílnum eru þrjár talstöðvar og GPS-stað- setningartæki. Farsímann vant- ar enn, en við vonumst til að úr því rætist mjög fljótlega. -Breytir tilkoma bílsins miklu fyrir sveitina? Óshlíö: Harður árekstur ,,Já það gerir hann. Allur viðhaldsskostnaður verður miklu minni en á gamla bílnum sem var orðinn 15 ára gamall og þá er hann miklu hentugri í okkar starfi. Við höfum gert nokkuð af því að sækja fólk í hús t.d. þegar þurft hefur að rýmahúsíHnífsdal vegnasnjó- flóðahættu og þá hefur oft verið erfitt að komast til og frá. A nýja bílnum eigum við að komast nánast hvert sem er. Þá vorum við með Ós- hlíðina í huga þegar spilið keypt. Nú eigum við að vera í stakk búnir til að draga upp bíla og sjúklinga ef á þarf að halda.” Bifreiðin er eins og áður sagði af Nissan Patrol gerð og er hún keypt af Bílaleigunni Ernir á Isafirði, umboðsaðila Ingvars Helgasonar hf. í Reykjavík. Fullbúin kostaði hún til björgunarsveitarinnar 2,6 milljónir króna og sagði Magnús hana ekki að fullu HARÐUR árekstur varð á Óshlíð skömmu eftir mið- nætti aðfararnótt síðast- liðins laugardags og hafnaði annar bíllinn utan vegar eftir áreksturinn. Ökumenn bílanna voru einir í bílunum og sluppu þeir með smáskrámur. Annar bíllinn er talinn gjörónýtur eftir árekst- urinn, og hinn er mikið skemmdur. -s. Nokkrir félagar í Tindum raða sér upp við nýja bílinn í tilefni dagsins. Aftari röð frá vinstri: Páll Hólm, Unnar Astþórsson, Guðmundur Páll Óskarsson, Örn Óli Andrésson og Sævar Óli Hjörvarsson. Fremri röð frá vinstri: Helgi Hjartarson, Róbert Friðbjarnarson, Halldór Óli Hjálmarsson og Ólafur Hjálmarsson. greidda en vonaðist til að því takmarki yrði náð á þessu ári. Kaupin á bílnum hafa verið fjármögnuð með kaffisölu sveitarinnar auk þess sem flug- eldasalá sveitarinnar hefur gefið gott af sér og þá hefur rekstur félagsheimilisins í Hnífsdal gert sitt í fjármögn- uninni. Til viðbótar þessu hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar styrkt sveitina með fjárfram- lögum. BB óskar félagsmönn- um í Tindum til hamingju með bílinn. -s. Skotmálið á Flateyri: Dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundiö fangelsi Á MÁNUDAGINN var kveðinn upp dómur í Hér- aðsdómi Vestfjarða í skot- málinu svokallaða á Flat- eyri. Ákærði var dæmdur í fjögra mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Ákæran á hendur ákærða var í tveimur liðum. Annars vegar var hann kærður fyrir hassneyslu og hins vegar fyrir að hafa skotið af hagla- byssu á tvo menn og með því stofnað lífi þeirra og heilsu í augljósan háska. Ákærði vardæmdurískil- orðsbundið fangelsi í fjóra mánuði og fellur refsing niður haldi hann almcnnt skilorð næstu tvö árin. Þá voru tvær haglabyssur á- kærða gerðar upptækar. I dómsúrskurði er tekið tillit til þess að ákærði var með hreint sakavottorð fyrir brotið. Það var Jónas Jóhanns- son héraðsdómari Vest- fjarða sem kvað upp dóm- inn. -hj. IÖRGUNAR SVEITIN í leiðara 29. janúar 1992 gerðum við fórréttindin í þjóðfélaginu að umtalsefni að gefnu tilcfni. „Gjörningurinn þegar Sameinaðir verktakar létu 90Ö mílljónir fljúga út og inn uni götótt skattakerfi til þess ein§ að losna við skyldur samfélagsins, undírstrikaði rækilega óréttlætið í skatta- málum. sem ríkt hefur áratugum saman. Höfundar skattalaganna, sem bera öðrum fremur ábyrgð á þessu „siðlausa en löglega” athæfi, standa berstrípaðir á torgi siógæðisins og fá ekki skýlt nekt sinni.” Á götóttu, ranglátu og siðspillandi skattakerfi bera þíngmenn og ríkisstjómir undanfarinna ára og áratuga fulla ábyrgð. Þar er enginn undanskilinn. Vandlæting surnra þingmanna yfir atferli verktakanna varsýndarmennskaaf sama toga og tilburðirþein-a til lagfæringa á skattakerfinu í stjómarandstöóu. tilburóir sem jafnan fuku út í veður og vind með stjómarsetu og ráðherrastólum. „En forréttindi má finna á tJeiri stöðum en í skattakerfinu. I3annig er gífurlegur munur á aðstöðu manna þegar þeir komast á eftirlaunaaldur. Húrrahrópín verða ekki mörg yfir rénindum verka- mannsins eða gangastúlkunnar á sjúkrahúsinu. Það verða há- værari meðal margra annarra stétta aó ekki sé rninnst á eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem margir hverjir fara fyrst að þéna eitth vað að ráði þegar þeir komast á þau margfóldu cftirlaun scm „kerfið þcirra” býr þeim.” Lífeyrisréttindi foiTéttindastéttanna eru á dagskrá. Fyrrum þing- maður, ráóherra og: bankastjóri, í einni persónu, fær allt að tuttugufaldan ltfeyri verkamanns til framfærslu í ellinni. Og þessí ágæti maður þarf ekki að loknu dagsverki að hafa áhyggjur af því. hvort sjóðurinn hans eigi fyrir eftirlaununum eða ekki. Ríkíð sér unt sína. Ríkið borgar. Og nú hefur enn einni aóalmannastéttinni skotið upp á for- réttindahimininn: Leiðtogum Samvinnuhreyfingarinnar. Leiðtogum sem Samvinnuhreyfingin á íslandi fól forsjá sína. Leiðtogum hreyfingarinnar, sem stofnuð var á Ystafelli í Köldu- kinn fyrir níutíu árum, sem fræðslusamband, og varð i áranna rás aó einum mesta risa í athafnasögu þjóðarinnar, en endaði sem skúffufyrirtæki í ofvöxnu mínnismerki við Kirkjusand í Reykjavík, eftir háeff brotabrotin, sem það hafði verið kurlað niður í, höfðu meira og rninna horfið í vörslu lánardrottna. Leiðtogar Samvinnuhreyfingarinnar gefa hinum stjórunum ekkert eftir nema síður sé. Eftírlaun toppanna nema litlum fimnt til sex milljónum á ári. Samkvæmt útreikningi nema skuldbindingar Líf- eyrissjóðs og Sambandsins rúmum átta hundruð milljónum vegna tuttugu manna, þar af beint úr sjóðum Sambandsins um 540 milijónum! Og fyrir þessu lítilræði þurftu forustumenn samvinnuhug- sjónarinnar á íslandi að strita í heil fimmtán ár! Berum það saman við venjulega launþega, sem þurfa að streöa fyrir brauómolunum sínum frá unglingsárum til elli. Hvaða ályktanir skyldu leiðtogar bændasamtaka, sem með stolti litu á Sambandið sem flaggskip sitt, draga þessa dagana? Hvað skyIdi kotbóndinn. sem á undanfömum árum hefur orðið að skerðá lífsafkomu sína rneð níðurskurði á bústofni hugsa? Varla er honum hlátur í huga. Þegár ekið er um Köldukinn fer ekki hjá því að steinsúla mikíl við bæinn Ystafell veki athygli vegfarenda. Þetta minnismerki um stofnun Sanibands íslenskra samvinnufélaga. Minnismerkið á Ystafclli mun láta á sjá eins og önnur mannanna verk. Tímans tönn sér fyrir því. En hvað sem því líður mun steinsúlan um áraraðir verða minnisvarði um þær hugsjónir sem frumkvöðlar samvinnuhreyfingarinnar ólu meó sér. Það er aftur á rnóti næsta víst að eftirlaunastallurinn senr leiðtogamir hafa sett sjálfa sig á verður brothættari. s.h.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.