Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 3
BÆjARINS BESTA • Miðvikudagur 28. júlí 1993
3
ísafjörður:
Fjórum sinnum
ódýrara en malbík
- segir Steinn Steinsson hjá Vegagerð ríkisins um efnið sem
lagt hefur verið á götur Isafjarðar og nágrenni að undanförnu
UNDANFARNA daga hafa
starfsmenn Vegagerðar rík-
isins unnið að lagningu yfir-
lags á hluta Skutulsfjarðar-
brautar, Pollgötu auk nokk-
urra annarra gatna á ísafirði
og hefur til þess verks verið
notað efni sem bifreiða-
eigendur eru ekki allskostar
ánægðir með sökum
skemmda sem bifreiðar
þeirra verða fyrir vegna
steinkasts.
Samskonar efni var sett á
Skutulsfjarðarbraut á síðasta
ári og rigndi þá inn til trygg-
ingarfélaganna tilkynningum
um rúðubrot auk annarra
skemmda sem bifreiðareigend-
ur höfðu orðið fyrir. Þrátt
fyrir það tjón sem bifreiða-
eigendur verða fyrir hefur
Vegagerðin ákveðið að setja
efnið aftur á í sumar og er það
gert í sparnaðarskyni að sögn
Steins Steinssonar hjá Vega-
gerð ríkisins á Isafirði.
„Astæðan fyrir því að við
setjum þetta ákveðna efni á en
ekki malbik er sú að hér er
ekki til staðar nein mal-
bikunarstöð og einnig það að
malbikið er fjórum sinnum
dýrara en þetta efni. Það getur
verið að bifreiðaeigendur
verði fyrir einhverju tjóni en
það er þá vegna þess að hraða-
takmarkanir þær sem settar
hafa verið upp hafa ekki verið
virtar. Við munum hreinsa
grjótið af hið fyrsta og vonum
að tjónið verði sem minnst,”
sagði Steinn.
Hann sagði ennfremur aó
sama efni hefði verið lagt á
Kirkjubólshlíð, í Alftafirði og
á Oshlíð og væri það einu
yfirlagnirnar á vegum Vega-
gerðarinnar í sumar hér vestra.
Ekkert verður um nýlagnir á
Vestfjörðum í sumar.
Eyjólfur Bjarnason, stað-
gengill bæjarstjóra Isafjarðar
sagði í samtali við blaðið að
ákveðið hefði verið að leggja
þetta efni á hluta Skutuls-
fjarðarbrautar, Pollgötu, frá
Sjóminjasafninu í Suðurtanga
að Skipasmíðastöð Marsel-
líusar hf., á Einarsgötu, á As-
geirsgötu og hluta Aðalstrætis.
Aðspurður um af hverju þetta
efni hafi orðið fyrir valinu
frekar en malbik sagði
Eyjólfur:
„Við höfum bara ekki tök á
öðru, það er málið. Þetta er
eina efnið sem er auðvelt að
fá og það kostar bara brot af
því sem malbikið kostar. Það
er geysilegt fyrirtæki að fá
hingað malbikunarstöð, það
er tugmilljónakrónafyrirtæki
og því hefur bærinn ekki efni
á,” sagði Eyjólfur í samtali
við blaðið.
Þess má geta hér að fyrir
skömmu lagði Vegagerð rík-
isins samskonar yfirlag á
Garðaveginn milli Keflavíkur
og Garðs og var það einnig
gert í spamaðarskyni. Margir
bifreiðaeigendur sem lagt hafa
leið sína um þennan veg að
undanfömu, og er þá í flestum
tilfellum um Garðbúa að
ræða, hafa orðið fyrir tjóni
Undanfama daga hafa starfsmenn Vegagerðar ríkisins unnið að því að leggja gróft
yfirlag á nokkrar götur á Isafirði sem og í nágrenni baejarins, bifreiðaeigendum til
mikillar armæðu.
vegna grjótkasts á veginum og
því hafa bifreiðaeigendur í
Garðinum borgað upp spar-
nað Vegagerðarinnar, því slíkt
tjón fæst ekki bætt. I Suður-
nesjafréttum sem út komu 22.
júlí síðastliðinn er sagt frá því
að Sigurður Jónsson, sveitar-
stjóri Gerðahrepps, hafi sent
öllum bifreiðaeigendum í
hreppnum bréf þar sem þeir
eru beðnir um að gera grein
fyrirþeim skemmdum sem bif-
reiðar þeirra hafa orðið fyrir
íasfjörður:
Rl'.T'I' fyrir klukkan
03.30 aðfararnótt síðast-
liðins fóstudags fékk lög-
rcglan tilkvnningu uin mjög
ölvaðan ntann sem var á
reiðli jóli á Skutulsfjarðar-
braul við Brúarnesti.
og burt
svart
ÍH
BMX
kont á
vettvang var maðurinn á bak
vcgkantinum lá
reiðhjól með
hnakki og gulum
dekkjum. lljólið var tekið í
vörslu lögreglunnar og er þar
á undanförnum dögum og er
ætlunin að láta Vegagerðina
vita af því, hversu miklu
heildartjóni hreppsbúar hafa
orðið fyrir vegna umræddra
framkvæmda. Mættu fleiri
bæjarfélög gera slíkt hið sama.
-s.
enn því enginn hefur gefið
sig fram sem eignadi þess.
Talið er að sá ölvaði hafi
stolið hjólinu og getur eig-
andinn vitjað þess a lögreglu-
stöðina.
ÚTSALA - ÚTSALA - UTSALA - UTSALA - UTSALA - UTSALA
IFULLUM GANGI!
P
n
►
m
m
m
vmm
I
p
1
m
s
T'
m
Góðlr Vestf irðingar ath!
Nú er rétti tíminn til að gera frábær fatakaup
fyrir alla fjölskylduna því J|gun^0S IS
bjóða upp á stórkostlega útsölu!
3LEGGUR
OG SKEL
* fataverslun barnanna
g siaii
9
JON
WGUNNA
*
LEGGUR
OG SKEL
fataverslun barnanna
Ljóninu, Skeiði, ísafirði, sími 3464 Ljóninu, Skeiði, sími 4070